Bændur grófu farþega með skóflum undan rútunni Jakob Bjarnar og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 17. maí 2019 15:46 Bændur í Öræfum gripu til þess að grafa farþega rútunnar sem valt í Öræfum í gær undan rútunni. Þeir þurftu að nota við það handafl; skóflur og það sem til staðar var. Fréttastofan ræddi við Gunnar Sigurjónsson bónda á Litla-Hofi í Öræfum, en hann er jafnframt formaður björgunarsveitarinnar Kára. Gunnar var með fyrstu mönnum á vettvang slyssins en hann býr þar steinsnar frá, aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægt frá slysstað. Hér neðar má sjá viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis átti við Gunnar í heild sinni.Gunnar Sigurjónsson segir aðkomuna hafa verið skelfilega og mikil ringulreið ríkti eðli máls samkvæmt á slysstað: Margir misilla slasaðir farþegar. En, eins og fram hefur komið var um að ræða ferðamenn frá Kína en bílsstjóri rútunnar er af pólsku bergi brotinn. Gunnar, ásamt öðrum bændum, komu á vettvang á þremur dráttarvélum. En ekki kom til þess að hægt væri að beita þeim sökum aðstæðna og þyngdar rútunnar.Hér getur að líta aðstæður inni í rútunni eftir slysið.visir/jóhann kÞeir þurftu því að grípa til handaflsins til að losa tvo farþeganna sem voru fastir undir gluggapóstum rútunnar. En, þeir höfðu áður dregist eftir malbikinu, inni í rútunni eftir að rúður brotnuðu. Og lentu svo undir gluggapóstunum. Ferðamennirnir höfðu rétt fyrir slysið stoppað í Freysnesi til áningar en voru á leið til að skoða náttúruperluna að Jökulsárlóni. Ferðin sú endaði með þessum skelfingum öllum. Gunnar segir heimamenn á svæðinu lengi hafa haft áhyggjur af þeirri þróun sem er að verða, vegna bágborinna aðstæðna á vegum svæðisins, en þrjú alvarleg umferðarslys hafa orðið á um hundrað kílómetra kafla á þessum slóðum síðustu 17 mánuði. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Bændur í Öræfum gripu til þess að grafa farþega rútunnar sem valt í Öræfum í gær undan rútunni. Þeir þurftu að nota við það handafl; skóflur og það sem til staðar var. Fréttastofan ræddi við Gunnar Sigurjónsson bónda á Litla-Hofi í Öræfum, en hann er jafnframt formaður björgunarsveitarinnar Kára. Gunnar var með fyrstu mönnum á vettvang slyssins en hann býr þar steinsnar frá, aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægt frá slysstað. Hér neðar má sjá viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis átti við Gunnar í heild sinni.Gunnar Sigurjónsson segir aðkomuna hafa verið skelfilega og mikil ringulreið ríkti eðli máls samkvæmt á slysstað: Margir misilla slasaðir farþegar. En, eins og fram hefur komið var um að ræða ferðamenn frá Kína en bílsstjóri rútunnar er af pólsku bergi brotinn. Gunnar, ásamt öðrum bændum, komu á vettvang á þremur dráttarvélum. En ekki kom til þess að hægt væri að beita þeim sökum aðstæðna og þyngdar rútunnar.Hér getur að líta aðstæður inni í rútunni eftir slysið.visir/jóhann kÞeir þurftu því að grípa til handaflsins til að losa tvo farþeganna sem voru fastir undir gluggapóstum rútunnar. En, þeir höfðu áður dregist eftir malbikinu, inni í rútunni eftir að rúður brotnuðu. Og lentu svo undir gluggapóstunum. Ferðamennirnir höfðu rétt fyrir slysið stoppað í Freysnesi til áningar en voru á leið til að skoða náttúruperluna að Jökulsárlóni. Ferðin sú endaði með þessum skelfingum öllum. Gunnar segir heimamenn á svæðinu lengi hafa haft áhyggjur af þeirri þróun sem er að verða, vegna bágborinna aðstæðna á vegum svæðisins, en þrjú alvarleg umferðarslys hafa orðið á um hundrað kílómetra kafla á þessum slóðum síðustu 17 mánuði.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira