Formaður Samfylkingarinnar telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál ótækt Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 19:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál vera ótækt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir álit siðanefndar þingsins, um að hún hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, vera súrrealískt og kaldhæðnislegt. Málið snýst um ummæli Pírata-þingmannanna Þórhildar Sunnu og Björns Levís um endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þau voru skoðuð af siðanefnd Alþingis eftir kvörtun frá Ásmundi. Álit nefndarinnar er að Þórhildur Sunnar hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um „rökstuddan grun“ um að Ásmundur hafi dregið sér fé. „Það er búið að vísa frá fjölmörgum að mér finnst töluvert alvarlegri málum. Til dæmis fengu akstursgreiðslur Ásmundar ekki náð fyrir augum forsætisnefndar að koma fyrir siðanefndina,“ segir Þórhildur Sunna. Björn Leví var ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum með sínum ummælum. „Efnislega taldi ég mig vera að segja nákvæmlega það sama og Sunna sagði, þannig að ég skil ekki alveg af hverju þau komust að mismunandi niðurstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna ætlar að skila inn andmælum sínum fyrir fund forsætisnefndar á mánudag. „En ef þetta fær að standa þá þýðir það að það má ekki benda á það sem aflaga fer á þinginu. Að benda á það sem er að, er það sem mun varpa rýrð á ímynd Alþingis. Ég held að við viljum ekki hafa svoleiðis Alþingi,“ segir Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirkomulag þingsins varðandi siðamál virki greinilega ekki. „Við getum leitað til lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE sem sér um að veita ríkjum hjálp við að tryggja góða stjórnarhætti, efla traust og síðast en ekki síst veita ráðgjöf í að semja siðareglur,“ segir Logi. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samfylkingin Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál vera ótækt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir álit siðanefndar þingsins, um að hún hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, vera súrrealískt og kaldhæðnislegt. Málið snýst um ummæli Pírata-þingmannanna Þórhildar Sunnu og Björns Levís um endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þau voru skoðuð af siðanefnd Alþingis eftir kvörtun frá Ásmundi. Álit nefndarinnar er að Þórhildur Sunnar hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um „rökstuddan grun“ um að Ásmundur hafi dregið sér fé. „Það er búið að vísa frá fjölmörgum að mér finnst töluvert alvarlegri málum. Til dæmis fengu akstursgreiðslur Ásmundar ekki náð fyrir augum forsætisnefndar að koma fyrir siðanefndina,“ segir Þórhildur Sunna. Björn Leví var ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum með sínum ummælum. „Efnislega taldi ég mig vera að segja nákvæmlega það sama og Sunna sagði, þannig að ég skil ekki alveg af hverju þau komust að mismunandi niðurstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna ætlar að skila inn andmælum sínum fyrir fund forsætisnefndar á mánudag. „En ef þetta fær að standa þá þýðir það að það má ekki benda á það sem aflaga fer á þinginu. Að benda á það sem er að, er það sem mun varpa rýrð á ímynd Alþingis. Ég held að við viljum ekki hafa svoleiðis Alþingi,“ segir Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirkomulag þingsins varðandi siðamál virki greinilega ekki. „Við getum leitað til lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE sem sér um að veita ríkjum hjálp við að tryggja góða stjórnarhætti, efla traust og síðast en ekki síst veita ráðgjöf í að semja siðareglur,“ segir Logi.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samfylkingin Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira