Nick Rhodes: Duran Duran aldrei í Eurovision Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 18:30 Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. Duran Duran var stofnuð í Birmingham á Englandi fyrir 41 ári. Nick Rhodes hljómborðsleikari og John Taylor bassaleikari stofnuðu sveitina. Síðar bættust við trommuleikarinn Roger Taylor, gítarleikarinn Andy Taylor og söngvarinn Simon LeBon. Andy er hættur en hinir fjórir hafa starfað saman undanfarin ár.Nick Rhodes hlakkar mikið til að koma til Íslands aftur en Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005.Aftur til Íslands 14 árum síðar Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005. Nick Rhodes hlakkar til að koma aftur til Íslands. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Nick segir að hljómsveitarmeðlimir hafi ákveðið að spila á stöðum sem þeir heimsóttu ekki í síðustu tónleikaferð sveitarinnar. „Mér fannst ótrúlegt þegar ég uppgötvaði að það er liðinn áratugur og rúmlega það frá síðustu Íslandsferð okkar,“ segir Nick Rhodes. Duran Duran spilar í Danmörku þremur dögum síðar svo meðlimum sveitarinnar gefst ekki mikill tími til að skoða sig um hér á landi. „Við fáum vonandi einn frídag til að skoða okkur um á ykkar frábæra landi.“ Síðasta plata Duran Duran Paper Gods kom út 2015. Nick Rhodes segir að hljómsveitin vinni að nýrri plötu. „Vinna við nýju plötuna hófst fyrir nokkrum mánuðum. Þess á milli getum við leyft okkur að koma fram á tónleikum sem er mjög skemmtilegt. Við vildum ekki fara í stóra tónleikaferð heldur velja einstaka staði sem okkur langaði að spila á.“Fylgist ekki með Eurovision Samtalið við Nick barst að Eurovision sem nær hámarki með lokakeppninni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Íslenska laginu Hatrið mun sigra hefur verið spáð góðu gengi, hæst hefur það farið í 4. sætið hjá veðbönkum. Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum - en ekki hjá Nick Rhodes, hljómborðsleikara Duran Duran. Hann segist ekki hafa fylgst með keppninni í áratug. „Það er mjög leiðinlegt að segja frá því að ég hef ekki séð eða heyrt eitt einasta Eurovisionlag í að minnsta kosti tíu ár. Ég fylgist ekkert með keppninni en ég veit að hún gleður marga,“ segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari Duran Duran.Í spilaranum að ofan geturðu heyrt viðtalið við Nick Rhodes í fullri lengd. Eurovision Tónlist Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. Duran Duran var stofnuð í Birmingham á Englandi fyrir 41 ári. Nick Rhodes hljómborðsleikari og John Taylor bassaleikari stofnuðu sveitina. Síðar bættust við trommuleikarinn Roger Taylor, gítarleikarinn Andy Taylor og söngvarinn Simon LeBon. Andy er hættur en hinir fjórir hafa starfað saman undanfarin ár.Nick Rhodes hlakkar mikið til að koma til Íslands aftur en Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005.Aftur til Íslands 14 árum síðar Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005. Nick Rhodes hlakkar til að koma aftur til Íslands. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Nick segir að hljómsveitarmeðlimir hafi ákveðið að spila á stöðum sem þeir heimsóttu ekki í síðustu tónleikaferð sveitarinnar. „Mér fannst ótrúlegt þegar ég uppgötvaði að það er liðinn áratugur og rúmlega það frá síðustu Íslandsferð okkar,“ segir Nick Rhodes. Duran Duran spilar í Danmörku þremur dögum síðar svo meðlimum sveitarinnar gefst ekki mikill tími til að skoða sig um hér á landi. „Við fáum vonandi einn frídag til að skoða okkur um á ykkar frábæra landi.“ Síðasta plata Duran Duran Paper Gods kom út 2015. Nick Rhodes segir að hljómsveitin vinni að nýrri plötu. „Vinna við nýju plötuna hófst fyrir nokkrum mánuðum. Þess á milli getum við leyft okkur að koma fram á tónleikum sem er mjög skemmtilegt. Við vildum ekki fara í stóra tónleikaferð heldur velja einstaka staði sem okkur langaði að spila á.“Fylgist ekki með Eurovision Samtalið við Nick barst að Eurovision sem nær hámarki með lokakeppninni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Íslenska laginu Hatrið mun sigra hefur verið spáð góðu gengi, hæst hefur það farið í 4. sætið hjá veðbönkum. Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum - en ekki hjá Nick Rhodes, hljómborðsleikara Duran Duran. Hann segist ekki hafa fylgst með keppninni í áratug. „Það er mjög leiðinlegt að segja frá því að ég hef ekki séð eða heyrt eitt einasta Eurovisionlag í að minnsta kosti tíu ár. Ég fylgist ekkert með keppninni en ég veit að hún gleður marga,“ segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari Duran Duran.Í spilaranum að ofan geturðu heyrt viðtalið við Nick Rhodes í fullri lengd.
Eurovision Tónlist Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira