Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 19:30 Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. Rútuslysið á fimmtudaginn varð á mjög þröngum kafla á þjóðveginum nærri Fagurhólsmýri. Bæjarstjórinn í Hornafirði sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að íbúar væru á nálum yfir lélegu vegakerfi í gegnum sveitarfélagið. Úrbóta sé þörf og tímabært að breikka hringveginn á þessum slóðum. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, segir að umræddur vegarkafli sé mjög langur. „Við gerum okkur grein fyrir því að hann er mjór og umferðin þarna hefur aukist miklu meira á undanförnum árum heldur en reiknað var með fyrir 10-15 árum,“ segir G. Pétur. Tugprósenta aukning hefur orðið á umferð um Suðurland. Tölur frá Vegagerðinni sýna að meðaltalsumferð á dag yfir árið er orðin meiri á veginum við Reynisfjall við Vík en um Holtavörðuheiði fyrir norðan. Ef eingöngu er litið til vetrarumferðar frá desember til mars hefur hún aukist enn meira á Suðurlandi. Umferð um Kvísker í Öræfum er farin að nálgast umferð um Holtavörðuheiði.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að vegurinn með Suðurströndinni austur að Höfn sé ekinn miklu meira en vegurinn þoli.Skilurðu áhyggjur íbúa á svæðinu? „Mjög eðlilega.“Finnst þér þetta atvik gefa til kynna að það þurfi að fara fyrr í þennan kafla? „Það er það sem er gert, það er notuð tölfræði yfir óhöpp, atvik og slys til að forgangsraða með þeim hætti að fjármunirnir fari þangað sem mest þörf er á.“Þannig að þessi kafli, hann verður eins í það minnsta nokkur ár til viðbótar? „Samkvæmt þeim forgangsverkefnum sem við erum með í dag eru einhver ár í það já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. Rútuslysið á fimmtudaginn varð á mjög þröngum kafla á þjóðveginum nærri Fagurhólsmýri. Bæjarstjórinn í Hornafirði sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að íbúar væru á nálum yfir lélegu vegakerfi í gegnum sveitarfélagið. Úrbóta sé þörf og tímabært að breikka hringveginn á þessum slóðum. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, segir að umræddur vegarkafli sé mjög langur. „Við gerum okkur grein fyrir því að hann er mjór og umferðin þarna hefur aukist miklu meira á undanförnum árum heldur en reiknað var með fyrir 10-15 árum,“ segir G. Pétur. Tugprósenta aukning hefur orðið á umferð um Suðurland. Tölur frá Vegagerðinni sýna að meðaltalsumferð á dag yfir árið er orðin meiri á veginum við Reynisfjall við Vík en um Holtavörðuheiði fyrir norðan. Ef eingöngu er litið til vetrarumferðar frá desember til mars hefur hún aukist enn meira á Suðurlandi. Umferð um Kvísker í Öræfum er farin að nálgast umferð um Holtavörðuheiði.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að vegurinn með Suðurströndinni austur að Höfn sé ekinn miklu meira en vegurinn þoli.Skilurðu áhyggjur íbúa á svæðinu? „Mjög eðlilega.“Finnst þér þetta atvik gefa til kynna að það þurfi að fara fyrr í þennan kafla? „Það er það sem er gert, það er notuð tölfræði yfir óhöpp, atvik og slys til að forgangsraða með þeim hætti að fjármunirnir fari þangað sem mest þörf er á.“Þannig að þessi kafli, hann verður eins í það minnsta nokkur ár til viðbótar? „Samkvæmt þeim forgangsverkefnum sem við erum með í dag eru einhver ár í það já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira