Spyrja 50 lykilspurninga um framtíð sveitarstjórnarstigs Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. maí 2019 11:00 Árneshreppur á Ströndum er fámennasta sveitarfélag landsins en íbúar voru 40 um síðustu áramót. Fréttablaðið/Stefán „Þetta byggir kannski í stórum dráttum á því meginsjónarmiði hvort það eigi að efla sveitarstjórnarstigið eða ekki. Það er grundvallarspurningin. Þótt manni finnist vera nokkur samhljómur um að það eigi að efla það, þá er kannski ekki alveg ljóst hversu mikill samhljómur er um það hvernig eigi að gera það,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Grænbók, eða umræðuskjal, starfshópsins hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Að samráði loknu mun hópurinn móta hvítbók sem er í raun drög að opinberri stefnu. Auk Valgarðs eiga sæti í hópnum þau Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Framsetningin hjá okkur er þannig að við reynum að kalla fram viðbrögð og umræðu. Það má segja að þarna sé bæði samantekt á stöðu sveitarfélaga og því leiðarljósi sem ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa haft. Síðan er meiningin að lögð verði fram þingsályktunartillaga í haust um stefnumótun,“ segir Valgarður. Í grænbókinni fer starfshópurinn yfir þau lykilviðfangsefni sem hann telur fram undan á næstu árum. Í því skyni eru settar fram 50 spurningar sem snúa að sjálfsstjórn sveitarfélaga, lýðræði og mannréttindum, sjálfbærni, heildarhagsmunum og verkefnum sveitarfélaga og tekjustofnum. „Við ákváðum að hafa spurningarnar fleiri en færri í því augnamiði að reyna að draga fram skoðanir fólks. Við munum svo fara vel yfir það sem kemur en við vonumst bæði til þess að fá viðbrögð frá sveitarstjórnarfólki og ekki síður frá íbúum sjálfum.“ Umræðan um eflingu sveitarstjórnarstigsins snúist að miklu leyti um fjármál en ekki megi gleyma félagslega þættinum. „Hvernig horfa hlutirnir til dæmis við sveitarfélögum sem ná yfir stór svæði. Hvernig er hægt að nálgast íbúana og skoðanir þeirra betur? Það eru líka áleitnar spurningar.“ Sé vilji til þess að efla sveitarfélög með því að færa þeim fleiri verkefni þurfi þau að vera stærri og öflugri. Sjálfur var Valgarður sveitarstjórnarmaður í um fjóra áratugi og var meðal annars sveitarstjóri Blönduóssbæjar. „Kannski þurfa þau líka að vera einsleitari en þau eru í dag þótt það verði auðvitað aldrei jafnað alveg. Við erum með allan skalann frá Árneshreppi á Ströndum til Reykjavíkur. Það er samt alveg sama hver stærð sveitarfélagsins er, þeim er öllum ætlað að þjónusta íbúana.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Þetta byggir kannski í stórum dráttum á því meginsjónarmiði hvort það eigi að efla sveitarstjórnarstigið eða ekki. Það er grundvallarspurningin. Þótt manni finnist vera nokkur samhljómur um að það eigi að efla það, þá er kannski ekki alveg ljóst hversu mikill samhljómur er um það hvernig eigi að gera það,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Grænbók, eða umræðuskjal, starfshópsins hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Að samráði loknu mun hópurinn móta hvítbók sem er í raun drög að opinberri stefnu. Auk Valgarðs eiga sæti í hópnum þau Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Framsetningin hjá okkur er þannig að við reynum að kalla fram viðbrögð og umræðu. Það má segja að þarna sé bæði samantekt á stöðu sveitarfélaga og því leiðarljósi sem ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa haft. Síðan er meiningin að lögð verði fram þingsályktunartillaga í haust um stefnumótun,“ segir Valgarður. Í grænbókinni fer starfshópurinn yfir þau lykilviðfangsefni sem hann telur fram undan á næstu árum. Í því skyni eru settar fram 50 spurningar sem snúa að sjálfsstjórn sveitarfélaga, lýðræði og mannréttindum, sjálfbærni, heildarhagsmunum og verkefnum sveitarfélaga og tekjustofnum. „Við ákváðum að hafa spurningarnar fleiri en færri í því augnamiði að reyna að draga fram skoðanir fólks. Við munum svo fara vel yfir það sem kemur en við vonumst bæði til þess að fá viðbrögð frá sveitarstjórnarfólki og ekki síður frá íbúum sjálfum.“ Umræðan um eflingu sveitarstjórnarstigsins snúist að miklu leyti um fjármál en ekki megi gleyma félagslega þættinum. „Hvernig horfa hlutirnir til dæmis við sveitarfélögum sem ná yfir stór svæði. Hvernig er hægt að nálgast íbúana og skoðanir þeirra betur? Það eru líka áleitnar spurningar.“ Sé vilji til þess að efla sveitarfélög með því að færa þeim fleiri verkefni þurfi þau að vera stærri og öflugri. Sjálfur var Valgarður sveitarstjórnarmaður í um fjóra áratugi og var meðal annars sveitarstjóri Blönduóssbæjar. „Kannski þurfa þau líka að vera einsleitari en þau eru í dag þótt það verði auðvitað aldrei jafnað alveg. Við erum með allan skalann frá Árneshreppi á Ströndum til Reykjavíkur. Það er samt alveg sama hver stærð sveitarfélagsins er, þeim er öllum ætlað að þjónusta íbúana.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira