Helgi Sig: Ef menn ætla vanmeta Gróttu þá lenda menn í vandræðum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. maí 2019 16:26 Helgi á hliðarlínunni síðasta sumar vísir/bára Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var sáttur með sigur sinna manna á liði Gróttu en Fylkismenn voru í miklu basli með Gróttu í dag sem sýndu mikla baráttu. Hann sagði að það hafi aðallega verið seiglan sem skilaði sigri í dag. „Það var aðallega seiglan, við gefumst ekkert upp en við mættum frekar slappir til leiks og þeir voru yfir fyrstu 15-20 mínúturnar og komust yfir. Það var bara sanngjarnt að mínu mati miðað við ganginn í þessu til að byrja með.” „En við sýndum karakter undir lok fyrri hálfleiks og náum að jafna og síðan var þetta bara 50/50 í síðari hálfleik og spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og sem betur fer endaði hann okkar megin.” Helgi sagði að það væri erfitt að spila við lið eins og Gróttu en þeir náðu samt að refsa þeim þegar þeir ætluðu að spila stutt frá markinu. „Já þeim gekk vel með sitt spil en við náðum að refsa þeim nokkrum sinnum og þá skapaðist hætta og fyrsta markið kemur frá mistökum í þeirra uppspili.” „Þetta eru bara erfiðir leikir og lið Gróttu er bara vel skipulagt og ef menn ætla vanmeta lið eins og þá, þá lenda menn í vandræðum. Ekki það að við höfum vanmetið þá en það vantaði vissa stemningu hér í dag.” Fylkir gerði 5 breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn ÍBV. Helgi sagði það skiljanlegt, stutt á milli leikja og gott að halda mönnum á tánum. „Við erum með stóran og sterkan hóp og það voru nokkrir menn stífir eftir leikinn í eyjum. Blautt grasið þar og erfiðar aðstæður en Ragnar Bragi var í banni en að öðru leyti erum við með stráka sem komu vel inn í eyjum og við ákváðum að gefa þeim séns og þeir stóðu sig vel í dag.” Fylkir tekur á móti ÍA í næstu umferð og Helgi sagði að hann ætti von á hörkuleik milli tveggja góðra liða. „Það leggst vel í mig að fá skagann í heimsókn. Þeir eru með hörkulið og eru búnir að vera gera vel. Það má búast við því að þetta verði aðalleikur umferðarinnar og vonandi verður vel mætt hingað í Árbæinn,” sagði Helgi að lokum. Mjólkurbikarinn Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var sáttur með sigur sinna manna á liði Gróttu en Fylkismenn voru í miklu basli með Gróttu í dag sem sýndu mikla baráttu. Hann sagði að það hafi aðallega verið seiglan sem skilaði sigri í dag. „Það var aðallega seiglan, við gefumst ekkert upp en við mættum frekar slappir til leiks og þeir voru yfir fyrstu 15-20 mínúturnar og komust yfir. Það var bara sanngjarnt að mínu mati miðað við ganginn í þessu til að byrja með.” „En við sýndum karakter undir lok fyrri hálfleiks og náum að jafna og síðan var þetta bara 50/50 í síðari hálfleik og spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og sem betur fer endaði hann okkar megin.” Helgi sagði að það væri erfitt að spila við lið eins og Gróttu en þeir náðu samt að refsa þeim þegar þeir ætluðu að spila stutt frá markinu. „Já þeim gekk vel með sitt spil en við náðum að refsa þeim nokkrum sinnum og þá skapaðist hætta og fyrsta markið kemur frá mistökum í þeirra uppspili.” „Þetta eru bara erfiðir leikir og lið Gróttu er bara vel skipulagt og ef menn ætla vanmeta lið eins og þá, þá lenda menn í vandræðum. Ekki það að við höfum vanmetið þá en það vantaði vissa stemningu hér í dag.” Fylkir gerði 5 breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn ÍBV. Helgi sagði það skiljanlegt, stutt á milli leikja og gott að halda mönnum á tánum. „Við erum með stóran og sterkan hóp og það voru nokkrir menn stífir eftir leikinn í eyjum. Blautt grasið þar og erfiðar aðstæður en Ragnar Bragi var í banni en að öðru leyti erum við með stráka sem komu vel inn í eyjum og við ákváðum að gefa þeim séns og þeir stóðu sig vel í dag.” Fylkir tekur á móti ÍA í næstu umferð og Helgi sagði að hann ætti von á hörkuleik milli tveggja góðra liða. „Það leggst vel í mig að fá skagann í heimsókn. Þeir eru með hörkulið og eru búnir að vera gera vel. Það má búast við því að þetta verði aðalleikur umferðarinnar og vonandi verður vel mætt hingað í Árbæinn,” sagði Helgi að lokum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira