Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 17:19 Hákon Jóhannesson ræðir hér við Matthías Tryggva Haraldsson, einn meðlima Hatara, í fyrsta þætti Iceland Music News um Eurovision. Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. Hákon Jóhannesson er ritstjóri Iceland Music News. Spurður hvort að miðillinn sé á vegum Hatara segir hann fjölmiðilinn sem slíkan sjálfstæðan. „Og er í eigu fyrirtækis sem er ekki Hatari en við erum vissulega að fara út að elta Hatara en líka til að kynna okkur aðstæður í Ísrael. Við erum líka að fara þangað því þetta er framandi land og það er mikið í umræðunni að það sé ef til vill umdeilt að keppnin sé haldin í Ísrael þetta árið. Það er ekki síst í ljósi þess sem við erum að fara út,“ segir Hákon.En hver eru tengsl hljómsveitarinnar sjálfrar við fjölmiðilinn? Fyrirtækið sem á miðilinn, eru þar á bak við hljómsveitarmeðlimir? „Hljómsveitarmeðlimir og fjölmiðillinn sjálfur, þó svo að þeir kunni að vera undir hatti sama fyrirtækis þá þýðir það ekki að hljómsveitarmeðlimir stjórni því sem fer fram á miðlinum sjálfum. Ég er ritstjóri fjölmiðilsins og sé um að velja alla viðmælendur, ég sé um að skipuleggja öll viðtöl og þegar öllu er á botninn hvolft stjórna ég öllu sem fer út í nafni þessa miðils,“ segir Hákon. Hákon segir að Iceland Music News hafi undanfarnar vikur meðal annars tekið viðtöl við aðra keppendur í Eurovision. „Við fóurm til Madrid á svona undankvöld sem er kallað Pre-Party og er haldið árlega í nokkrum stórborgum í Evrópu. Þar töluðum við við ýmsa keppendur, til að mynda frá Albaníu, Belgíu og Ísrael. Við töluðum líka við heimamenn þar, svokallaða Eurovision-sérfræðinga bæði um keppnina sjálfa og líka þá staðreynd að keppnin er haldin í Ísrael og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið á því,“ segir Hákon. Tveir starfsmenn fara út til Ísrael þann 3. maí næstkomandi, sama dag og hljómsveitin sjálf heldur til Tel Aviv. „Ég er að senda út tvo starfsmenn áður en ég fer sjálfur út. Ég ætla að sjá hvernig gengur hjá þeim áður en ég fer sjálfur út en já, ég sendi tvo starfsmenn út 3. maí sem er sami dagur og hljómsveitin fer út. En þau eru ekki að fara í sama ferðalag, þau eru ekki að fara í sama flug eða neitt svoleiðis. Þetta er bara svona tíminn þegar allir sem koma að keppninni eru að koma saman,“ segir Hákon. Fyrsta þátt Iceland Music News um Eurovision má sjá hér fyrir neðan en einn þáttur á dag mun birtast þar til 20. maí. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira
Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. Hákon Jóhannesson er ritstjóri Iceland Music News. Spurður hvort að miðillinn sé á vegum Hatara segir hann fjölmiðilinn sem slíkan sjálfstæðan. „Og er í eigu fyrirtækis sem er ekki Hatari en við erum vissulega að fara út að elta Hatara en líka til að kynna okkur aðstæður í Ísrael. Við erum líka að fara þangað því þetta er framandi land og það er mikið í umræðunni að það sé ef til vill umdeilt að keppnin sé haldin í Ísrael þetta árið. Það er ekki síst í ljósi þess sem við erum að fara út,“ segir Hákon.En hver eru tengsl hljómsveitarinnar sjálfrar við fjölmiðilinn? Fyrirtækið sem á miðilinn, eru þar á bak við hljómsveitarmeðlimir? „Hljómsveitarmeðlimir og fjölmiðillinn sjálfur, þó svo að þeir kunni að vera undir hatti sama fyrirtækis þá þýðir það ekki að hljómsveitarmeðlimir stjórni því sem fer fram á miðlinum sjálfum. Ég er ritstjóri fjölmiðilsins og sé um að velja alla viðmælendur, ég sé um að skipuleggja öll viðtöl og þegar öllu er á botninn hvolft stjórna ég öllu sem fer út í nafni þessa miðils,“ segir Hákon. Hákon segir að Iceland Music News hafi undanfarnar vikur meðal annars tekið viðtöl við aðra keppendur í Eurovision. „Við fóurm til Madrid á svona undankvöld sem er kallað Pre-Party og er haldið árlega í nokkrum stórborgum í Evrópu. Þar töluðum við við ýmsa keppendur, til að mynda frá Albaníu, Belgíu og Ísrael. Við töluðum líka við heimamenn þar, svokallaða Eurovision-sérfræðinga bæði um keppnina sjálfa og líka þá staðreynd að keppnin er haldin í Ísrael og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið á því,“ segir Hákon. Tveir starfsmenn fara út til Ísrael þann 3. maí næstkomandi, sama dag og hljómsveitin sjálf heldur til Tel Aviv. „Ég er að senda út tvo starfsmenn áður en ég fer sjálfur út. Ég ætla að sjá hvernig gengur hjá þeim áður en ég fer sjálfur út en já, ég sendi tvo starfsmenn út 3. maí sem er sami dagur og hljómsveitin fer út. En þau eru ekki að fara í sama ferðalag, þau eru ekki að fara í sama flug eða neitt svoleiðis. Þetta er bara svona tíminn þegar allir sem koma að keppninni eru að koma saman,“ segir Hákon. Fyrsta þátt Iceland Music News um Eurovision má sjá hér fyrir neðan en einn þáttur á dag mun birtast þar til 20. maí.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira
Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47
María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17