Ríkissaksóknari vill halda áfram rannsókn Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Hvalur hf. hefur aldrei staðið skil á veiðidagbókum fyrirtækisins til Fiskistofu. Fréttablaðið/Anton Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á meintum brotum Hvals hf. um að hafa unnið hvalafurðir án yfirbyggðs skurðarflatar í verksmiðju sinni í Hvalfirði. Einnig hefur ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Vesturlandi meint brot Hvals hf. um að skila ekki dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa til Fiskistofu, til rannsóknar hjá lögreglu. Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fjórum sinnum á síðustu mánuðum og talið að fyrirtækið brjóti lög við veiðar og vinnslu á hval. Í fyrsta lagi var kærð veiði á blendingshval sem var afkvæmi steypireyðar og langreyðar og að skutulbyssur fyrirtækisins hafi ekki verið skráðar í skrám lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn þeirra mála hefur verið hætt og verður ekki gefin út ákæra vegna þeirra. Einnig kærðu Jarðarvinir það að verkun Hvals á hvalkjöti væri ekki í samræmi við reglugerð um yfirbyggðan skurðarflöt. Lögreglustjórinn ákvað að hætta rannsókn málsins en ríkissaksóknari er ósáttur við þá niðurstöðu og skipar embættinu að halda áfram rannsókn á þeim hluta málsins.Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð um vinnslu hvalafurða og fyrirtækinu gert skylt að vinna hval innandyra. Hins vegar sinnti fyrirtækið því aldrei. Það var síðan árið 2018 að Kristján Loftsson bað sjávarútvegsráðherra um að breyta reglugerðinni. Henni var svo breytt innan mánaðar frá bréfi Kristjáns Loftssonar. Einnig hefur ríkissaksóknari sent til lögregluembættisins á Vesturlandi nýja kæru. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur Hvalur hf. aldrei staðið í skilum á veiðidagbókum skipstjóra Hvals hf. til Fiskistofu, þrátt fyrir skýr fyrirmæli um slíkt í veiðileyfi til fyrirtækisins sem gefið var út árið 2014 fyrir árin 2014-2018. Vill ríkissaksóknari að embættið rannsaki málið frekar. Þann 26. apríl auglýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið veiðileyfi á hrefnu til ársins 2023. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki ennþá auglýst til umsóknar leyfi til langreyðarveiða hér við land. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hins vegar afar ólíklegt að nokkur veiði verði á langreyði þetta árið þar sem nægt hvalkjöt er til frá fyrri vertíð. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á meintum brotum Hvals hf. um að hafa unnið hvalafurðir án yfirbyggðs skurðarflatar í verksmiðju sinni í Hvalfirði. Einnig hefur ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Vesturlandi meint brot Hvals hf. um að skila ekki dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa til Fiskistofu, til rannsóknar hjá lögreglu. Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fjórum sinnum á síðustu mánuðum og talið að fyrirtækið brjóti lög við veiðar og vinnslu á hval. Í fyrsta lagi var kærð veiði á blendingshval sem var afkvæmi steypireyðar og langreyðar og að skutulbyssur fyrirtækisins hafi ekki verið skráðar í skrám lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn þeirra mála hefur verið hætt og verður ekki gefin út ákæra vegna þeirra. Einnig kærðu Jarðarvinir það að verkun Hvals á hvalkjöti væri ekki í samræmi við reglugerð um yfirbyggðan skurðarflöt. Lögreglustjórinn ákvað að hætta rannsókn málsins en ríkissaksóknari er ósáttur við þá niðurstöðu og skipar embættinu að halda áfram rannsókn á þeim hluta málsins.Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð um vinnslu hvalafurða og fyrirtækinu gert skylt að vinna hval innandyra. Hins vegar sinnti fyrirtækið því aldrei. Það var síðan árið 2018 að Kristján Loftsson bað sjávarútvegsráðherra um að breyta reglugerðinni. Henni var svo breytt innan mánaðar frá bréfi Kristjáns Loftssonar. Einnig hefur ríkissaksóknari sent til lögregluembættisins á Vesturlandi nýja kæru. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur Hvalur hf. aldrei staðið í skilum á veiðidagbókum skipstjóra Hvals hf. til Fiskistofu, þrátt fyrir skýr fyrirmæli um slíkt í veiðileyfi til fyrirtækisins sem gefið var út árið 2014 fyrir árin 2014-2018. Vill ríkissaksóknari að embættið rannsaki málið frekar. Þann 26. apríl auglýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið veiðileyfi á hrefnu til ársins 2023. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki ennþá auglýst til umsóknar leyfi til langreyðarveiða hér við land. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hins vegar afar ólíklegt að nokkur veiði verði á langreyði þetta árið þar sem nægt hvalkjöt er til frá fyrri vertíð.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira