Persónuvernd vísar frá kvörtunum um myndbirtingu í fréttum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2019 11:46 Tjaldsvæðið í Laugardal. Reykjavíkurborg Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.Fyrri kvörtunin sneri að því að birtar hafi verið myndir af vistarverum kvartanda, sem og kvartanda sjálfum, á tjaldsvæðinu í Laugardal í fréttum sem birtist í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísi, sú seinni sneri að því að greina hafi mátt bíl og bílnúmer kvartanda. Í kvörtununum er tiltekið að í fréttunum hafi verið rætt við starfsmann Frú Ragnheiðar, sem sé bíll á vegum Rauða krossins sem bjóði upp á skaðaminnkandi úrræði fyrir sprautufíkla. Segja kvartendur að aðstandendur hafi borið kennsl á kvartendur í fréttunum og spurt hvort að þeir væru í þeim aðstæðum sem þar sé lýst.Fóru kvartendur fram á afsökunarbeiðni frá kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísi og viðkomandi myndefni yrði eytt.Höfuðstöðvar Sýnar, þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar er til húsa.Vísir/HannaMyndbirtingarnar í þágu fréttamennsku Í svörum Sýnar, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar, til Persónuverndar segir í báðum tilvikum að í öllum þeim fréttum sem kvartað hafi verið yfir hafi verið fjallað um vanda heimilislauss fólks á uppbyggilegan hátt. Í slíkum fréttum sé eðlilegt að fjalla um heimilislaust fólk í ýmsum aðstæðum.Þá fái Sýn ekki séð að viðtal við starfsmann Frú Ragnheiðar tengist persónu kvartanda þar sem verkefnið snúist um að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem noti fíkniefni í æð, en í fréttunum hafi verið fjallað um málefni heimilislausra.Hvað varðar myndefnið þar sem sjáíst í andlit kvartanda sé um að ræða stutt myndskeið þar sem ógreinilega sjáist framan í manneskju úr töluverðri fjarlægð. Fréttastofa telji sig vera í fullum rétti til að sýna almennar myndir af tjaldsvæðinu til að myndskreyta viðkomandi frétt.Í niðurstöðu Persónuverndar segir að efni framangreindra frétta hafi varðað opinbera umræðu og myndefni þeirra verið í samræmi við efnið.„Að mati Persónuverndar verður ekki talið að með myndbirtingunni hafi verið farið út fyrir efni fréttanna og telst sú vinnsla persónuupplýsinga sem felst í myndbirtingu af bifreið kvartanda því eingöngu í þágu fréttamennsku,“ segir í annarri ákvörðun Persónuverndar. Það sama gildi um myndskeið af andliti hins kvartandans.Það falli utan valdsviðs Persónuverndar að skera úr um mörk tjáningarfrelsis fjölmiðlanna og því heyri úrlausn slíkra mála undir dómstóla. Var málunum því vísað frá.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Persónuvernd Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.Fyrri kvörtunin sneri að því að birtar hafi verið myndir af vistarverum kvartanda, sem og kvartanda sjálfum, á tjaldsvæðinu í Laugardal í fréttum sem birtist í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísi, sú seinni sneri að því að greina hafi mátt bíl og bílnúmer kvartanda. Í kvörtununum er tiltekið að í fréttunum hafi verið rætt við starfsmann Frú Ragnheiðar, sem sé bíll á vegum Rauða krossins sem bjóði upp á skaðaminnkandi úrræði fyrir sprautufíkla. Segja kvartendur að aðstandendur hafi borið kennsl á kvartendur í fréttunum og spurt hvort að þeir væru í þeim aðstæðum sem þar sé lýst.Fóru kvartendur fram á afsökunarbeiðni frá kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísi og viðkomandi myndefni yrði eytt.Höfuðstöðvar Sýnar, þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar er til húsa.Vísir/HannaMyndbirtingarnar í þágu fréttamennsku Í svörum Sýnar, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar, til Persónuverndar segir í báðum tilvikum að í öllum þeim fréttum sem kvartað hafi verið yfir hafi verið fjallað um vanda heimilislauss fólks á uppbyggilegan hátt. Í slíkum fréttum sé eðlilegt að fjalla um heimilislaust fólk í ýmsum aðstæðum.Þá fái Sýn ekki séð að viðtal við starfsmann Frú Ragnheiðar tengist persónu kvartanda þar sem verkefnið snúist um að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem noti fíkniefni í æð, en í fréttunum hafi verið fjallað um málefni heimilislausra.Hvað varðar myndefnið þar sem sjáíst í andlit kvartanda sé um að ræða stutt myndskeið þar sem ógreinilega sjáist framan í manneskju úr töluverðri fjarlægð. Fréttastofa telji sig vera í fullum rétti til að sýna almennar myndir af tjaldsvæðinu til að myndskreyta viðkomandi frétt.Í niðurstöðu Persónuverndar segir að efni framangreindra frétta hafi varðað opinbera umræðu og myndefni þeirra verið í samræmi við efnið.„Að mati Persónuverndar verður ekki talið að með myndbirtingunni hafi verið farið út fyrir efni fréttanna og telst sú vinnsla persónuupplýsinga sem felst í myndbirtingu af bifreið kvartanda því eingöngu í þágu fréttamennsku,“ segir í annarri ákvörðun Persónuverndar. Það sama gildi um myndskeið af andliti hins kvartandans.Það falli utan valdsviðs Persónuverndar að skera úr um mörk tjáningarfrelsis fjölmiðlanna og því heyri úrlausn slíkra mála undir dómstóla. Var málunum því vísað frá.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Persónuvernd Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira