Persónuvernd vísar frá kvörtunum um myndbirtingu í fréttum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2019 11:46 Tjaldsvæðið í Laugardal. Reykjavíkurborg Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.Fyrri kvörtunin sneri að því að birtar hafi verið myndir af vistarverum kvartanda, sem og kvartanda sjálfum, á tjaldsvæðinu í Laugardal í fréttum sem birtist í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísi, sú seinni sneri að því að greina hafi mátt bíl og bílnúmer kvartanda. Í kvörtununum er tiltekið að í fréttunum hafi verið rætt við starfsmann Frú Ragnheiðar, sem sé bíll á vegum Rauða krossins sem bjóði upp á skaðaminnkandi úrræði fyrir sprautufíkla. Segja kvartendur að aðstandendur hafi borið kennsl á kvartendur í fréttunum og spurt hvort að þeir væru í þeim aðstæðum sem þar sé lýst.Fóru kvartendur fram á afsökunarbeiðni frá kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísi og viðkomandi myndefni yrði eytt.Höfuðstöðvar Sýnar, þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar er til húsa.Vísir/HannaMyndbirtingarnar í þágu fréttamennsku Í svörum Sýnar, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar, til Persónuverndar segir í báðum tilvikum að í öllum þeim fréttum sem kvartað hafi verið yfir hafi verið fjallað um vanda heimilislauss fólks á uppbyggilegan hátt. Í slíkum fréttum sé eðlilegt að fjalla um heimilislaust fólk í ýmsum aðstæðum.Þá fái Sýn ekki séð að viðtal við starfsmann Frú Ragnheiðar tengist persónu kvartanda þar sem verkefnið snúist um að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem noti fíkniefni í æð, en í fréttunum hafi verið fjallað um málefni heimilislausra.Hvað varðar myndefnið þar sem sjáíst í andlit kvartanda sé um að ræða stutt myndskeið þar sem ógreinilega sjáist framan í manneskju úr töluverðri fjarlægð. Fréttastofa telji sig vera í fullum rétti til að sýna almennar myndir af tjaldsvæðinu til að myndskreyta viðkomandi frétt.Í niðurstöðu Persónuverndar segir að efni framangreindra frétta hafi varðað opinbera umræðu og myndefni þeirra verið í samræmi við efnið.„Að mati Persónuverndar verður ekki talið að með myndbirtingunni hafi verið farið út fyrir efni fréttanna og telst sú vinnsla persónuupplýsinga sem felst í myndbirtingu af bifreið kvartanda því eingöngu í þágu fréttamennsku,“ segir í annarri ákvörðun Persónuverndar. Það sama gildi um myndskeið af andliti hins kvartandans.Það falli utan valdsviðs Persónuverndar að skera úr um mörk tjáningarfrelsis fjölmiðlanna og því heyri úrlausn slíkra mála undir dómstóla. Var málunum því vísað frá.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Persónuvernd Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira
Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.Fyrri kvörtunin sneri að því að birtar hafi verið myndir af vistarverum kvartanda, sem og kvartanda sjálfum, á tjaldsvæðinu í Laugardal í fréttum sem birtist í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísi, sú seinni sneri að því að greina hafi mátt bíl og bílnúmer kvartanda. Í kvörtununum er tiltekið að í fréttunum hafi verið rætt við starfsmann Frú Ragnheiðar, sem sé bíll á vegum Rauða krossins sem bjóði upp á skaðaminnkandi úrræði fyrir sprautufíkla. Segja kvartendur að aðstandendur hafi borið kennsl á kvartendur í fréttunum og spurt hvort að þeir væru í þeim aðstæðum sem þar sé lýst.Fóru kvartendur fram á afsökunarbeiðni frá kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísi og viðkomandi myndefni yrði eytt.Höfuðstöðvar Sýnar, þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar er til húsa.Vísir/HannaMyndbirtingarnar í þágu fréttamennsku Í svörum Sýnar, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar, til Persónuverndar segir í báðum tilvikum að í öllum þeim fréttum sem kvartað hafi verið yfir hafi verið fjallað um vanda heimilislauss fólks á uppbyggilegan hátt. Í slíkum fréttum sé eðlilegt að fjalla um heimilislaust fólk í ýmsum aðstæðum.Þá fái Sýn ekki séð að viðtal við starfsmann Frú Ragnheiðar tengist persónu kvartanda þar sem verkefnið snúist um að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem noti fíkniefni í æð, en í fréttunum hafi verið fjallað um málefni heimilislausra.Hvað varðar myndefnið þar sem sjáíst í andlit kvartanda sé um að ræða stutt myndskeið þar sem ógreinilega sjáist framan í manneskju úr töluverðri fjarlægð. Fréttastofa telji sig vera í fullum rétti til að sýna almennar myndir af tjaldsvæðinu til að myndskreyta viðkomandi frétt.Í niðurstöðu Persónuverndar segir að efni framangreindra frétta hafi varðað opinbera umræðu og myndefni þeirra verið í samræmi við efnið.„Að mati Persónuverndar verður ekki talið að með myndbirtingunni hafi verið farið út fyrir efni fréttanna og telst sú vinnsla persónuupplýsinga sem felst í myndbirtingu af bifreið kvartanda því eingöngu í þágu fréttamennsku,“ segir í annarri ákvörðun Persónuverndar. Það sama gildi um myndskeið af andliti hins kvartandans.Það falli utan valdsviðs Persónuverndar að skera úr um mörk tjáningarfrelsis fjölmiðlanna og því heyri úrlausn slíkra mála undir dómstóla. Var málunum því vísað frá.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Persónuvernd Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira