Handbolti

Egill: Þurfti að breyta um umhverfi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stórskyttan Egill Magnússon skrifaði í dag undir þriggja ára samning til FH en hann kemur til félagsins frá Stjörnunni. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Sigursteinn Arndal fær til félagsins.

Egill er tveggja metra skytta sem hefur leikið með Stjörnunni allan sinn feril á Íslandi en hefur einnig reynt fyrir sér í atvinnumennskunni í Danmörku.

Hann segist hafa þurft á breytingu að halda á þessum tímapunkti á ferlinum.

„Ég þurfti að breyta um umfhverfi og FH er frábær klúbbur með frábæra aðstöðu til æfinga og frábæra umgjörð,“ sagði Egill í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Búinn að vera lengi í Stjörnunni og fannst ég þurfa að breyta til. FH er frábær klúbbur og um leið og þeir höfðu samband þá hafði ég áhuga á því.“

„Hef unnið með Steina áður, veit hverju ég kem að hjá honum og mjög spenntur fyrir því.“

Egill segist stefna hátt, á landsliðið, og þá sé klásúla í samningi hans um að hann geti farið fyrr út í atvinnumennsku ef það kemur upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×