Skrifuðu ekki undir bókun um þjónustu við flóttafólk Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. maí 2019 07:30 Marta Guðjónsdóttir og Vigdís Hauksdóttir tóku ekki undir bókun borgarráðs. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Borgarráð staðfesti í gær nýjan samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í hinum nýja samningi er kveðið á um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun um tuttugu frá síðasta samningi en fjöldi einstaklinga sem samið er um við Reykjavíkurborg hefur verið árviss frá árinu 2015 þegar samið var um aðstoð við 70 manns í senn. Allir fulltrúar í borgarráði studdu bókun um málið að undanskildum þeim Mörtu Guðjónsdóttur í Sjálfstæðisflokknum og Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. „Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bókunin sett fram af borgarráði í heild, þvert á alla flokka enda einföld staðfesting á afgreiðslu málsins. Tveir fulltrúar kusu að styðja ekki bókunina,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir þjónustuna að mestu veitta fjölskyldum og borgin hafi ekki borið kostnað af henni. „Það hefur verið eindregin skoðun mín að borginni beri að taka fagnandi mót fólki sem leitar hingað eftir betra lífi og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,” segir Hildur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Marta Guðjónsdóttir, sem einnig er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, hafi ekki viljað styðja málið en sjálf segir hún einhug hafa verið um það. „Ég studdi málið en bókunin hefur ekkert með afstöðu í málinu að gera. Á undirbúningsfundi okkar í Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarráðsfundinn samþykktum við einróma að styðja málið en bóka ekki um það og að sjálfsögðu ekki að taka undir bókun meirihlutans,“ segir Marta. Útlendingastofnun greiðir Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem gera samning við stofnunina fast daggjald fyrir tiltekinn fjölda óháð því hvort þjónustan er nýtt eða ekki. Þá er greitt sérstaklega fyrir hvern og einn einstakling umfram þann fjölda. Borgin ber því ekki kostnað af þjónustu við móttöku fólksins. Borgin sér fólkinu fyrir húsnæði og fæðisfé, skólavist fyrir börn, aðgangi að almenningssamgöngum, túlkaþjónustu og tómstundum, auk margvíslegrar félagslegrar ráðgjafar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Borgarráð staðfesti í gær nýjan samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í hinum nýja samningi er kveðið á um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun um tuttugu frá síðasta samningi en fjöldi einstaklinga sem samið er um við Reykjavíkurborg hefur verið árviss frá árinu 2015 þegar samið var um aðstoð við 70 manns í senn. Allir fulltrúar í borgarráði studdu bókun um málið að undanskildum þeim Mörtu Guðjónsdóttur í Sjálfstæðisflokknum og Vigdísi Hauksdóttur í Miðflokknum. „Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bókunin sett fram af borgarráði í heild, þvert á alla flokka enda einföld staðfesting á afgreiðslu málsins. Tveir fulltrúar kusu að styðja ekki bókunina,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir þjónustuna að mestu veitta fjölskyldum og borgin hafi ekki borið kostnað af henni. „Það hefur verið eindregin skoðun mín að borginni beri að taka fagnandi mót fólki sem leitar hingað eftir betra lífi og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,” segir Hildur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Marta Guðjónsdóttir, sem einnig er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, hafi ekki viljað styðja málið en sjálf segir hún einhug hafa verið um það. „Ég studdi málið en bókunin hefur ekkert með afstöðu í málinu að gera. Á undirbúningsfundi okkar í Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarráðsfundinn samþykktum við einróma að styðja málið en bóka ekki um það og að sjálfsögðu ekki að taka undir bókun meirihlutans,“ segir Marta. Útlendingastofnun greiðir Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem gera samning við stofnunina fast daggjald fyrir tiltekinn fjölda óháð því hvort þjónustan er nýtt eða ekki. Þá er greitt sérstaklega fyrir hvern og einn einstakling umfram þann fjölda. Borgin ber því ekki kostnað af þjónustu við móttöku fólksins. Borgin sér fólkinu fyrir húsnæði og fæðisfé, skólavist fyrir börn, aðgangi að almenningssamgöngum, túlkaþjónustu og tómstundum, auk margvíslegrar félagslegrar ráðgjafar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira