Erlent

Ráðherra sem sagði af sér snýr aftur í ríkisstjórn Solberg

Kjartan Kjartansson skrifar
Listhaug sagði af sér vegna Facebook-færslu sem Solberg forsætisráðherra sagði ganga of langt í fyrra. Nú sest hún aftur í ráðherrastól.
Listhaug sagði af sér vegna Facebook-færslu sem Solberg forsætisráðherra sagði ganga of langt í fyrra. Nú sest hún aftur í ráðherrastól. Vísir/EPA
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, er talin ætla að tilkynna um breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnar hennar í dag. Norska ríkisútvarpið segir að Sylvi Listhaug, varaformaður Framfaraflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hrökklaðist úr embætti í fyrra komi aftur inn í ríkisstjórnina sem ráðherra lýðheilsu og málefna eldri borgara.

Búist er við því að nýi ráðherrahópurinn verði kynntur eftir ríkisráðsfund klukkan 11:15 að norskum tíma, klukkan 9:15 að íslenskum tíma.

Listhaug var ráðherra frá 2013 til 2018, síðast sem dómsmálaráðherra. Hún sagði af sér í mars í fyrra eftir að hún hafði sakað Verkamannaflokkinn um að taka hagsmuni hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi í færslu á Facebook.

Þingmenn Verkamannaflokksins höfðu greitt atkvæði gegn frumvarpi Listhaug um að svipta grunaða hryðjuverkamenn ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Félagar í Verkamannaflokknum voru fórnarlamb versta hryðjuverks í sögu Noregs árið 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×