ÍR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson hefur spilað flestar mínútur af öllum leikmönnum í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en liðsfélagar hans skipa næstu sæti listans.
ÍR-liðið er að fara spila sinn fimmtánda leik í þessari úrslitakeppni í oddaleiknum á móti KR í DHL-höllinni annað kvöld. Ekkert félag hefur spilað svo marga leiki í einni úrslitakeppni í allri sögu hennar frá 1984.
Matthías Orri vantar aðeins 8 mínútur og 6 sekúndur upp á það að spila 500 mínútur í þessari úrslitakeppni. Hann og þrír aðrir leikmenn úr ÍR-liðinu eru þeir einu sem hafa spilað yfir 400 mínútur í úrslitakeppninni.
Matthías Orri hefur þannig spilað 106 mínútum meira en Julian Boyd sem er mínútuhæstur í KR-liðinu með rúmlega 385 mínútur spilaðar.
KR-ingurinnPavelErmolinskij kemst líka upp í níunda sæti listans þrátt fyrir að hafa aðeins spilað í samtals þrjár mínútur í síðustu tveimur leikjum.
Það hafa samtals verið 575 mínútur í boði í ÍR-leikjunum í úrslitakeppninni og hefur Matthías því verið 85 prósent leiktímans inn á vellinum. Matthías Orri er með 15,1 stig og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni.
Liðsfélagi hans KevinCapers er einnig inn á topp fjögur þrátt fyrir að hafa verið rekinn út úr húsi í einum leik og tekið út leikbann í öðrum. Gerald Robinson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skipa annað og þriðja sæti listans.
Mínútuhæstir KR-inga eru auk Julian Boyd þeir Kristófer Acox og MikeDiNunno.
Flestar spilaðar mínútur í úrslitakeppni Domino´s deildar karla 2019:
1. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR 491 mínúta:54 sekúndur
2. Gerald Robinson, ÍR 473:22
3. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, ÍR 465:28
4. KevinCapers, ÍR 439:08
5. Julian Boyd, KR 385:26
6. Kristófer Acox, KR 369:54
7. MikeDiNunno, KR 53:57
8. BrandonRozzell, Stjarnan 325:12
9. PavelErmolinskij, KR 319:55
10. NikolasTomsick, Þór Þ. 318:30
13. Jón Arnór Stefánsson, KR 303:11
14. Sigurkarl Róbert Jóhannesson, ÍR 302:18
20. Sæþór Elmar Kristjánsson, ÍR 229:1
