„Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2019 10:19 Eurovision-hópurinn fyrir utan Útvarpshúsið eldsnemma í morgun. Íslenski Eurovision-hópurinn, með Hatara í fararbroddi, lagði af stað til Tel Aviv í Ísrael snemma í morgun. Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. Felix Bergsson er fararstjóri hópsins en auk Hataramanna er fjölmennt starfslið á leið til Ísrael, þ. á m. sjónvarpsfólkið Gísli Marteinn Baldursson og Björg Magnúsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV.Fyrsta æfingin á sunnudaginn Fyrsta æfing Hatara í Tel Aviv er á sunnudaginn og stígur sveitin þrettánda í röðinni á svið á fyrra undankvöldinu þann 14. maí. Felix ræddi för hópsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði þar að ferðin í nú væri um margt öðruvísi en fyrri ár þar sem hópurinn fyndi fyrir miklu meiri áhuga að utan. Felix gerði ekki ráð fyrir því að miklar breytingar yrðu á atriðinu á stóra sviðinu í Tel Aviv. Þá verði rólegra yfir hópnum fyrstu dagana en álagið aukist jafnt og þétt. „Stóru vörðurnar eru þessar æfingar. Við eigum æfingu 5. maí og aftur 9. maí, svo er opnunarhátíðin stóra 12. maí,“ sagði Felix. „Þannig að fyrri vikan er frekar rólegri og möguleiki á því að taka því rólega og leyfa viðtöl og annað slíkt en þegar við erum komin af stað inn í seinni vikuna þá rennur þetta bara fram hjá okkur eins og ég veit ekki hvað.“Snúa aftur „með fangið fullt af ást“ Gustað hefur um hópinn á samfélagsmiðlum í morgun en Gísli Marteinn birt t.d. mynd af hinu fríða föruneyti, íklæddu sérstökum Hataragöllum, fyrir utan Útvarpshúsið á Instagram-reikningi sínum í morgun. „Hatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást,“ skrifaði Gísli Marteinn við myndina. View this post on InstagramHatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást. #esc2019 #hatriðmunsigra #eurovision2019 A post shared by Gísli Marteinn Baldursson (@gislimarteinn) on May 2, 2019 at 11:46pm PDT View this post on InstagramHATARI x DÖÐLUR A post shared by Sólbjört Sigurðardóttir (@solbjorts) on May 3, 2019 at 12:54am PDT View this post on InstagramWe’re on our way #eurovision #hatari #hatriðmunsigra #telaviv #iceland @einar.stef @matthiasharaldsson A post shared by Birna Ósk Hansdóttir (@birna76) on May 3, 2019 at 12:50am PDTGísli Marteinn burstar tennurnar í rútunni í morgun.Instagram/@birna76 Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Sjá meira
Íslenski Eurovision-hópurinn, með Hatara í fararbroddi, lagði af stað til Tel Aviv í Ísrael snemma í morgun. Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. Felix Bergsson er fararstjóri hópsins en auk Hataramanna er fjölmennt starfslið á leið til Ísrael, þ. á m. sjónvarpsfólkið Gísli Marteinn Baldursson og Björg Magnúsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV.Fyrsta æfingin á sunnudaginn Fyrsta æfing Hatara í Tel Aviv er á sunnudaginn og stígur sveitin þrettánda í röðinni á svið á fyrra undankvöldinu þann 14. maí. Felix ræddi för hópsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði þar að ferðin í nú væri um margt öðruvísi en fyrri ár þar sem hópurinn fyndi fyrir miklu meiri áhuga að utan. Felix gerði ekki ráð fyrir því að miklar breytingar yrðu á atriðinu á stóra sviðinu í Tel Aviv. Þá verði rólegra yfir hópnum fyrstu dagana en álagið aukist jafnt og þétt. „Stóru vörðurnar eru þessar æfingar. Við eigum æfingu 5. maí og aftur 9. maí, svo er opnunarhátíðin stóra 12. maí,“ sagði Felix. „Þannig að fyrri vikan er frekar rólegri og möguleiki á því að taka því rólega og leyfa viðtöl og annað slíkt en þegar við erum komin af stað inn í seinni vikuna þá rennur þetta bara fram hjá okkur eins og ég veit ekki hvað.“Snúa aftur „með fangið fullt af ást“ Gustað hefur um hópinn á samfélagsmiðlum í morgun en Gísli Marteinn birt t.d. mynd af hinu fríða föruneyti, íklæddu sérstökum Hataragöllum, fyrir utan Útvarpshúsið á Instagram-reikningi sínum í morgun. „Hatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást,“ skrifaði Gísli Marteinn við myndina. View this post on InstagramHatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást. #esc2019 #hatriðmunsigra #eurovision2019 A post shared by Gísli Marteinn Baldursson (@gislimarteinn) on May 2, 2019 at 11:46pm PDT View this post on InstagramHATARI x DÖÐLUR A post shared by Sólbjört Sigurðardóttir (@solbjorts) on May 3, 2019 at 12:54am PDT View this post on InstagramWe’re on our way #eurovision #hatari #hatriðmunsigra #telaviv #iceland @einar.stef @matthiasharaldsson A post shared by Birna Ósk Hansdóttir (@birna76) on May 3, 2019 at 12:50am PDTGísli Marteinn burstar tennurnar í rútunni í morgun.Instagram/@birna76
Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Sjá meira
Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55
Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19
Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00