„Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2019 10:19 Eurovision-hópurinn fyrir utan Útvarpshúsið eldsnemma í morgun. Íslenski Eurovision-hópurinn, með Hatara í fararbroddi, lagði af stað til Tel Aviv í Ísrael snemma í morgun. Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. Felix Bergsson er fararstjóri hópsins en auk Hataramanna er fjölmennt starfslið á leið til Ísrael, þ. á m. sjónvarpsfólkið Gísli Marteinn Baldursson og Björg Magnúsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV.Fyrsta æfingin á sunnudaginn Fyrsta æfing Hatara í Tel Aviv er á sunnudaginn og stígur sveitin þrettánda í röðinni á svið á fyrra undankvöldinu þann 14. maí. Felix ræddi för hópsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði þar að ferðin í nú væri um margt öðruvísi en fyrri ár þar sem hópurinn fyndi fyrir miklu meiri áhuga að utan. Felix gerði ekki ráð fyrir því að miklar breytingar yrðu á atriðinu á stóra sviðinu í Tel Aviv. Þá verði rólegra yfir hópnum fyrstu dagana en álagið aukist jafnt og þétt. „Stóru vörðurnar eru þessar æfingar. Við eigum æfingu 5. maí og aftur 9. maí, svo er opnunarhátíðin stóra 12. maí,“ sagði Felix. „Þannig að fyrri vikan er frekar rólegri og möguleiki á því að taka því rólega og leyfa viðtöl og annað slíkt en þegar við erum komin af stað inn í seinni vikuna þá rennur þetta bara fram hjá okkur eins og ég veit ekki hvað.“Snúa aftur „með fangið fullt af ást“ Gustað hefur um hópinn á samfélagsmiðlum í morgun en Gísli Marteinn birt t.d. mynd af hinu fríða föruneyti, íklæddu sérstökum Hataragöllum, fyrir utan Útvarpshúsið á Instagram-reikningi sínum í morgun. „Hatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást,“ skrifaði Gísli Marteinn við myndina. View this post on InstagramHatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást. #esc2019 #hatriðmunsigra #eurovision2019 A post shared by Gísli Marteinn Baldursson (@gislimarteinn) on May 2, 2019 at 11:46pm PDT View this post on InstagramHATARI x DÖÐLUR A post shared by Sólbjört Sigurðardóttir (@solbjorts) on May 3, 2019 at 12:54am PDT View this post on InstagramWe’re on our way #eurovision #hatari #hatriðmunsigra #telaviv #iceland @einar.stef @matthiasharaldsson A post shared by Birna Ósk Hansdóttir (@birna76) on May 3, 2019 at 12:50am PDTGísli Marteinn burstar tennurnar í rútunni í morgun.Instagram/@birna76 Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Íslenski Eurovision-hópurinn, með Hatara í fararbroddi, lagði af stað til Tel Aviv í Ísrael snemma í morgun. Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. Felix Bergsson er fararstjóri hópsins en auk Hataramanna er fjölmennt starfslið á leið til Ísrael, þ. á m. sjónvarpsfólkið Gísli Marteinn Baldursson og Björg Magnúsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV.Fyrsta æfingin á sunnudaginn Fyrsta æfing Hatara í Tel Aviv er á sunnudaginn og stígur sveitin þrettánda í röðinni á svið á fyrra undankvöldinu þann 14. maí. Felix ræddi för hópsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði þar að ferðin í nú væri um margt öðruvísi en fyrri ár þar sem hópurinn fyndi fyrir miklu meiri áhuga að utan. Felix gerði ekki ráð fyrir því að miklar breytingar yrðu á atriðinu á stóra sviðinu í Tel Aviv. Þá verði rólegra yfir hópnum fyrstu dagana en álagið aukist jafnt og þétt. „Stóru vörðurnar eru þessar æfingar. Við eigum æfingu 5. maí og aftur 9. maí, svo er opnunarhátíðin stóra 12. maí,“ sagði Felix. „Þannig að fyrri vikan er frekar rólegri og möguleiki á því að taka því rólega og leyfa viðtöl og annað slíkt en þegar við erum komin af stað inn í seinni vikuna þá rennur þetta bara fram hjá okkur eins og ég veit ekki hvað.“Snúa aftur „með fangið fullt af ást“ Gustað hefur um hópinn á samfélagsmiðlum í morgun en Gísli Marteinn birt t.d. mynd af hinu fríða föruneyti, íklæddu sérstökum Hataragöllum, fyrir utan Útvarpshúsið á Instagram-reikningi sínum í morgun. „Hatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást,“ skrifaði Gísli Marteinn við myndina. View this post on InstagramHatrið hefur yfirgefið landið. Snúum aftur með fangið fullt af ást. #esc2019 #hatriðmunsigra #eurovision2019 A post shared by Gísli Marteinn Baldursson (@gislimarteinn) on May 2, 2019 at 11:46pm PDT View this post on InstagramHATARI x DÖÐLUR A post shared by Sólbjört Sigurðardóttir (@solbjorts) on May 3, 2019 at 12:54am PDT View this post on InstagramWe’re on our way #eurovision #hatari #hatriðmunsigra #telaviv #iceland @einar.stef @matthiasharaldsson A post shared by Birna Ósk Hansdóttir (@birna76) on May 3, 2019 at 12:50am PDTGísli Marteinn burstar tennurnar í rútunni í morgun.Instagram/@birna76
Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55
Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19
Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00