Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. maí 2019 18:30 Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. Sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi og telst framkoma mannsins gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um málið. Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. Forstjóri og mannauðsstjóri heilbrigðisstofnunarinnar fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. Niðurstaðan liggur nú fyrir og hefur fréttastofa hana undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar, Herdísar Gunnarsdóttur, til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða athugunarinnar að brotið hafi verið á konunum fjórum sem lögðu fram kvörtunina. Brotin feli í sér bæði kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum brotin hafi verið mjög gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt tilgreint að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Maðurinn sem um ræðir hætti formlega störfum þann 1. apríl eftir að skipunartíma hans lauk. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór hann hins vegar í leyfi í febrúar á meðan málið var til rannsóknar. Í samtali við fréttastofu segir ein af meintum þolendum að konurnar ætli að kæra málið til lögreglu. Hún segir manninn hafa brotið á fleiri konum í starfi. Brotin séu mörg og sum mjög gróf. Hann hafi til dæmis fengið kvenkyns undirmenn sína á skrifstofuna til sín og sýnt kynferðislega tilburði. Hann hafi einnig nýtt sér stöðu sína þegar konur sem voru lausráðnar sóttu um fastráðningu og dæmi séu um að hann hafi hafnað konum um vinnu sem ekki hafi viljað stunda kynlíf með honum. Þá hafi hann sent gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sms. Konan segist vera mjög ánægð með viðbrögð heilbrigðisstofnunarinnar í málinu sem hafi verið til fyrirmyndar. Stofnunin hafi fylgt málinu vel eftir og konunum boðin sálræn þjónstuna. Í bréfinu segir að málið falli undir eftirlitshlutverk embættis landlæknis gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum og hefur embættinu verið tilkynnt um málið. Fréttastofa hefur ekki náð tali af manninum í dag. Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. Sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi og telst framkoma mannsins gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um málið. Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. Forstjóri og mannauðsstjóri heilbrigðisstofnunarinnar fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. Niðurstaðan liggur nú fyrir og hefur fréttastofa hana undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar, Herdísar Gunnarsdóttur, til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða athugunarinnar að brotið hafi verið á konunum fjórum sem lögðu fram kvörtunina. Brotin feli í sér bæði kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum brotin hafi verið mjög gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt tilgreint að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Maðurinn sem um ræðir hætti formlega störfum þann 1. apríl eftir að skipunartíma hans lauk. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór hann hins vegar í leyfi í febrúar á meðan málið var til rannsóknar. Í samtali við fréttastofu segir ein af meintum þolendum að konurnar ætli að kæra málið til lögreglu. Hún segir manninn hafa brotið á fleiri konum í starfi. Brotin séu mörg og sum mjög gróf. Hann hafi til dæmis fengið kvenkyns undirmenn sína á skrifstofuna til sín og sýnt kynferðislega tilburði. Hann hafi einnig nýtt sér stöðu sína þegar konur sem voru lausráðnar sóttu um fastráðningu og dæmi séu um að hann hafi hafnað konum um vinnu sem ekki hafi viljað stunda kynlíf með honum. Þá hafi hann sent gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sms. Konan segist vera mjög ánægð með viðbrögð heilbrigðisstofnunarinnar í málinu sem hafi verið til fyrirmyndar. Stofnunin hafi fylgt málinu vel eftir og konunum boðin sálræn þjónstuna. Í bréfinu segir að málið falli undir eftirlitshlutverk embættis landlæknis gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum og hefur embættinu verið tilkynnt um málið. Fréttastofa hefur ekki náð tali af manninum í dag.
Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira