40% ökunema falla í fyrstu tilraun við bóklega prófið Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 20:35 Hlutfall þeirra sem falla í fyrstu tilraun við bóklega prófið hefur aukist frá árunum 2017 og 2016. Vísir/Vilhelm 40,4% ökunema sem þreyta bóklegt próf, falla í fyrstu tilraun. Fallhlutfall hefur aukist úr 32,9% árið 2017 og 33,3% árið 2016 án þess að sérstakar breytingar hafi verið gerðar á kröfum eða þyngdarstigi prófa. Þetta segir Kjartan Þórðarson, sérfræðingur ökunáms hjá Samgöngustofu en Kjartan var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Kjartan segir erfitt að átta sig á ástæðunni fyrir aukningunni. Rætt hefur verið um svokallaðar gildrur eða brelluspurningar sem þykja leynast í bóklegu prófunum Kjartan segir að ef komist upp um slíkar spurningar séu þær leiðréttar. „Um leið og við heyrum það að einhver segi að það séu einhverjar gildrur eða hægt að misskilja eitthvað leiðréttum við það eins og skot. Við erum með sex-sjö útgáfur af hverju prófi og við höldum þeim jafnþungum og allar spurningar ættu að skiljast,“ segir Kjartan. Frumherji heldur ökuprófin og kostar hvert bóklegt próf 3.900 krónur samkvæmt verðskrá Frumherja. Spurður að því hvort prófin væru þung til þess að sem flestir falli og þurfi að greiða fyrir að taka prófið aftur segir Kjartan að svo sé ekki. „Það er það fyrsta sem fólk hugsar þegar fallprósenta er há en það er ekki svo,“ segir Kjartan. Um 5000 ökunema þreyta prófið á ári hverju en það fer eftir stærð árgangs. Kjartan segir að það megi gefa sér að undirbúa þurfi nemendur betur fyrir prófið. Erfiðleikastig prófsins hafi ekkert breyst og þurfi því að skoða hækkandi fallhlutfall nánar. Reykjavík síðdegis Samgöngur Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
40,4% ökunema sem þreyta bóklegt próf, falla í fyrstu tilraun. Fallhlutfall hefur aukist úr 32,9% árið 2017 og 33,3% árið 2016 án þess að sérstakar breytingar hafi verið gerðar á kröfum eða þyngdarstigi prófa. Þetta segir Kjartan Þórðarson, sérfræðingur ökunáms hjá Samgöngustofu en Kjartan var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Kjartan segir erfitt að átta sig á ástæðunni fyrir aukningunni. Rætt hefur verið um svokallaðar gildrur eða brelluspurningar sem þykja leynast í bóklegu prófunum Kjartan segir að ef komist upp um slíkar spurningar séu þær leiðréttar. „Um leið og við heyrum það að einhver segi að það séu einhverjar gildrur eða hægt að misskilja eitthvað leiðréttum við það eins og skot. Við erum með sex-sjö útgáfur af hverju prófi og við höldum þeim jafnþungum og allar spurningar ættu að skiljast,“ segir Kjartan. Frumherji heldur ökuprófin og kostar hvert bóklegt próf 3.900 krónur samkvæmt verðskrá Frumherja. Spurður að því hvort prófin væru þung til þess að sem flestir falli og þurfi að greiða fyrir að taka prófið aftur segir Kjartan að svo sé ekki. „Það er það fyrsta sem fólk hugsar þegar fallprósenta er há en það er ekki svo,“ segir Kjartan. Um 5000 ökunema þreyta prófið á ári hverju en það fer eftir stærð árgangs. Kjartan segir að það megi gefa sér að undirbúa þurfi nemendur betur fyrir prófið. Erfiðleikastig prófsins hafi ekkert breyst og þurfi því að skoða hækkandi fallhlutfall nánar.
Reykjavík síðdegis Samgöngur Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira