Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2019 22:32 Katrín Jakobsdóttir í settinu hjá Chistiane Amanpour á CNN. Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. Viðtalið var tekið í vikunni þegar Katrín var í opinberri heimsókn á Bretlandseyjum. Amanpour „braut ísinn“, eins og hún orðaði það sjálf, í byrjun viðtalsins þegar hún spurði Katrínu út í föðurnafnið hennar, Jakobsdóttir. Katrín útskýrði fyrir Amanpour að þetta þýddi að hún væri dóttir Jakobs og bætti við að henni þætti þessi hefð, að kenna börn við foreldra sína með þessum hætti, falleg. Á meðal þess sem Amanpour ræddi við Katrínu voru jafnréttismál. Spurði hún forsætisráðherra til dæmis út í það hvernig stæði á því að Ísland væri á meðal þeirra landa í Evrópu þar sem flestar nauðganir væru tilkynntar miðað við höfðatölu. „Ég held að á Íslandi, eins og í öðrum löndum, þá höfum við ekki talað mjög mikið um kynbundið ofbeldi. Það er ekki alltaf mælt í úttektum á kynjajafnrétti svo það var kannski áfall fyrir marga þegar MeToo-bylgjan kom til Íslands að sjá allar þessar konur stíga fram og segja sína sögu,“ svaraði Katrín. Þá spurði Amanpour Katrínu einnig út í það hvers vegna Íslendingar losa mest af koltvísýringi á mann af öllum ríkjum Evrópu. Katrín svaraði því til að Íslendingum hefði tekist vel til á sumum sviðum umhverfismála. „Við notum rafmagn því við búum yfir endurnýjanlegri orku og við hitum húsin okkar með jarðvarma. En það sem við höfum notað endurnýjanlegu orkuna okkar í er aðalmálið. Við erum með mikið af álverum, það er hægt að segja að álframleiðsla sé ein af þremur undirstöðum íslensks efnahagslífs, og þar sjáum við mestu losunina og svo í fluginu einnig,“ sagði Katrín. Í samhengi við umhverfismálin spurði Amanpour svo Katrínu einnig út í mikla fjölgun ferðamanna hér á landi og hvaða áhrif það hefði á innviðina og umhverfi landsins. Katrín rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem vakti heimsathygli, eins og flestum er í fersku minni, og sagði það hafa komið Íslandi á kortið. „En við verðum að vera heiðarleg með það að við byggðum innviðina ekki jafnhratt upp og ferðamönnum fjölgaði. Það er staðreynd. Það sem við sjáum hins vegar núna er mun meiri áhersla á sjálfbæra ferðamennsku,“ sagði Katrín. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi MeToo Umhverfismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. Viðtalið var tekið í vikunni þegar Katrín var í opinberri heimsókn á Bretlandseyjum. Amanpour „braut ísinn“, eins og hún orðaði það sjálf, í byrjun viðtalsins þegar hún spurði Katrínu út í föðurnafnið hennar, Jakobsdóttir. Katrín útskýrði fyrir Amanpour að þetta þýddi að hún væri dóttir Jakobs og bætti við að henni þætti þessi hefð, að kenna börn við foreldra sína með þessum hætti, falleg. Á meðal þess sem Amanpour ræddi við Katrínu voru jafnréttismál. Spurði hún forsætisráðherra til dæmis út í það hvernig stæði á því að Ísland væri á meðal þeirra landa í Evrópu þar sem flestar nauðganir væru tilkynntar miðað við höfðatölu. „Ég held að á Íslandi, eins og í öðrum löndum, þá höfum við ekki talað mjög mikið um kynbundið ofbeldi. Það er ekki alltaf mælt í úttektum á kynjajafnrétti svo það var kannski áfall fyrir marga þegar MeToo-bylgjan kom til Íslands að sjá allar þessar konur stíga fram og segja sína sögu,“ svaraði Katrín. Þá spurði Amanpour Katrínu einnig út í það hvers vegna Íslendingar losa mest af koltvísýringi á mann af öllum ríkjum Evrópu. Katrín svaraði því til að Íslendingum hefði tekist vel til á sumum sviðum umhverfismála. „Við notum rafmagn því við búum yfir endurnýjanlegri orku og við hitum húsin okkar með jarðvarma. En það sem við höfum notað endurnýjanlegu orkuna okkar í er aðalmálið. Við erum með mikið af álverum, það er hægt að segja að álframleiðsla sé ein af þremur undirstöðum íslensks efnahagslífs, og þar sjáum við mestu losunina og svo í fluginu einnig,“ sagði Katrín. Í samhengi við umhverfismálin spurði Amanpour svo Katrínu einnig út í mikla fjölgun ferðamanna hér á landi og hvaða áhrif það hefði á innviðina og umhverfi landsins. Katrín rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem vakti heimsathygli, eins og flestum er í fersku minni, og sagði það hafa komið Íslandi á kortið. „En við verðum að vera heiðarleg með það að við byggðum innviðina ekki jafnhratt upp og ferðamönnum fjölgaði. Það er staðreynd. Það sem við sjáum hins vegar núna er mun meiri áhersla á sjálfbæra ferðamennsku,“ sagði Katrín. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi MeToo Umhverfismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira