Lífið

Húsfyllir í útgáfuhófi Blætis

Drífa Thoroddsen og Haukur Pálsson.
Drífa Thoroddsen og Haukur Pálsson.
Útgáfuhóf tímaritsins Blætis fór fram síðastliðinn þriðjudag í Marshallhúsinu úti á Granda, á veitingastaðnum La Primavera. Troðið var út úr dyrum þegar best lét og kláruðust einstaklega veglegir gjafapokar mjög fljótt.

Á staðnum var líka starfsfólk hárvörufyrirtækisins Davines og bauð gestum og gangandi að hanna sitt eigið sjampó. Þarna mátti sjá allt helsta fólkið úr íslensku listasenunni en þó nokkrir tískuunnendur gengu í blíðskaparveðri beint af tískusýningu útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskólanum í hófið út á Granda.

Partíið var vel heppnað og seldust upp öll eintök af tímaritinu sem til voru á staðnum. Tímaritið, sem er einstaklega veglegt, er harðspjalda og tæplega 400 blaðsíður. Það kostar 7.990 krónur og mun fást eftir helgi í verslunum Eymundsson, Aftur á Laugavegi og Yeoman á Skólavörðustíg.

Stefán Svan Aðalheiðarson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×