Barátta bæjarstjóranna við Google bar árangur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 13:23 Bæjarfélögin eru nú hin blómlegustu á Google Maps. Google Maps/Skjáskot Kvartanir bæjarstjóra Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar vegna þeirrar staðreyndar að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps virðast hafa komist til skila og borið tilætlaðan árangur. Þetta má sjá í færslu sem að Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, birti á Facebook nú í dag. Umkvörtunarefni bæjarstjóranna tveggja, þeirra Jóns Páls og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var að sú snævi þakta mynd sem hingað til hefur verið til sýnis á kortavef Google gæfi ekki raunsanna mynd af veðurfari á Vestfjörðum allt árið um kring og gæti orðið til þess að fæla ferðamenn frá því að heimsækja svæðið. Þar segir Jón mátt Internetsins vera mikinn og setur málið í samhengi við Biblíusöguna um baráttu fjárhirðisins Davíðs við filistínska risann GolíatBæjarstjórarnir tveir, Jón Páll og Guðmundur.Vísir/Samsett„Að lítið bæjarfélag á Íslandi skuli vera með kröfur á eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Þetta var í hugum sumra einhverskonar barátta Davíðs og Golíats. Og með hjálp allra þeirra sem komu þessari frétt á framfæri og þeirra fjölmörgu sem buðust til að hafa samband beint við Googla þá náði þetta greinilega á endanum á réttan stað og núna erum við græn allt árið.“ Með færslunni fylgir skjáskot af Google Maps þar sem sjá má Bolungarvík í grænum skrúða og ljóst að Google hefur skipt fyrri mynd út fyrir aðra sumarlegri. Blaðamaður fór á stúfana og rétt þykir að benda á að sömu sögu er að segja um Ísafjarðarbæ. Google hefur svipt hinni hvítu vetrarhulu af bænum og þar ríkir nú sumar allt árið um kring, í það minnsta á Google Maps. Færslu Jóns Páls má sjá hér að neðanAthygli út fyrir landsteinana Þessi herferð bæjarstjóranna tveggja náði lengra en bara hringinn í kring um okkar eldgamla Ísafold, en málið vakti athygli margra stórra miðla úti í heimi, þá helst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal miðla sem fjölluðu um baráttu bæjarstjóranna á sínum tíma voru BBC, Fox news og Telegraph en allir vísuðu þessir miðlar í frétt Vísis um málið. Líklegt má telja að þessi áhugi erlendra miðla á málinu hafi fangað athygli Google og orðið til þess að bæjarstjórarnir fengu ósk sína uppfyllta. Bolungarvík Google Ísafjarðarbær Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Kvartanir bæjarstjóra Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar vegna þeirrar staðreyndar að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps virðast hafa komist til skila og borið tilætlaðan árangur. Þetta má sjá í færslu sem að Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, birti á Facebook nú í dag. Umkvörtunarefni bæjarstjóranna tveggja, þeirra Jóns Páls og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var að sú snævi þakta mynd sem hingað til hefur verið til sýnis á kortavef Google gæfi ekki raunsanna mynd af veðurfari á Vestfjörðum allt árið um kring og gæti orðið til þess að fæla ferðamenn frá því að heimsækja svæðið. Þar segir Jón mátt Internetsins vera mikinn og setur málið í samhengi við Biblíusöguna um baráttu fjárhirðisins Davíðs við filistínska risann GolíatBæjarstjórarnir tveir, Jón Páll og Guðmundur.Vísir/Samsett„Að lítið bæjarfélag á Íslandi skuli vera með kröfur á eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Þetta var í hugum sumra einhverskonar barátta Davíðs og Golíats. Og með hjálp allra þeirra sem komu þessari frétt á framfæri og þeirra fjölmörgu sem buðust til að hafa samband beint við Googla þá náði þetta greinilega á endanum á réttan stað og núna erum við græn allt árið.“ Með færslunni fylgir skjáskot af Google Maps þar sem sjá má Bolungarvík í grænum skrúða og ljóst að Google hefur skipt fyrri mynd út fyrir aðra sumarlegri. Blaðamaður fór á stúfana og rétt þykir að benda á að sömu sögu er að segja um Ísafjarðarbæ. Google hefur svipt hinni hvítu vetrarhulu af bænum og þar ríkir nú sumar allt árið um kring, í það minnsta á Google Maps. Færslu Jóns Páls má sjá hér að neðanAthygli út fyrir landsteinana Þessi herferð bæjarstjóranna tveggja náði lengra en bara hringinn í kring um okkar eldgamla Ísafold, en málið vakti athygli margra stórra miðla úti í heimi, þá helst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal miðla sem fjölluðu um baráttu bæjarstjóranna á sínum tíma voru BBC, Fox news og Telegraph en allir vísuðu þessir miðlar í frétt Vísis um málið. Líklegt má telja að þessi áhugi erlendra miðla á málinu hafi fangað athygli Google og orðið til þess að bæjarstjórarnir fengu ósk sína uppfyllta.
Bolungarvík Google Ísafjarðarbær Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira