Matthías: "Eitt það mest svekkjandi sem ég hef lent í“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 23:12 Matthías Orri sækir að körfunni í kvöld vísir/daníel Matthías Orri Sigurðarson stóð við loforð sitt frá síðasta tímabili og kom ÍR í úrslit Domino‘s deildar karla. Hann náði þó ekki að fara alla leið, ÍR tapaði fyrir KR í oddaleik í DHL höllinni í kvöld. „Varnarleikurinn var hræðilegur. Þeir voru bara tilbúnir, voru aðeins ferskari og hittu úr skotunum sínum. Þeir áttu bara kvöldið og til hamingju KR. Þeir voru frábærir í kvöld,“ sagði Matthías í leikslok. KR vann leikinn 98-70. ÍR fór lengri leið en KR í úrslitin, í gegnum tvær seríur sem fóru allar í oddaleik á meðan KR kláraði sínar seríur 3-0 og 3-1. Matthías vildi þó ekki nota þreytu sem afsökun. „Það gæti alveg verið en mér finnst að það ætti ekki að vera þannig. Við vorum bara einfaldlega ekki nógu beittir í dag. Varnarlega vorum við bara hræðilegir og náðum ekki að fylla upp í skarð Capers.“ „KR-ingar voru bara frábærir, ég get eiginlega ekki tekið neitt af þeim.“ ÍR-ingar ættu þó að geta farið nokkuð sáttir frá borði eftir að hafa rétt komist inn í úrslitakeppnina, slegið út deildarmeistarana og liðið í öðru sæti og farið alla leið í oddaleik í úrslitum. „Já, við gerum það. En ég get sagt að sama skapi að þetta er með því mest svekkjandi sem ég hef lent í. Að vera 2-1 yfir, fara á heimavöll og tapa naumum leik. Það er erfitt að kyngja þessu.“ Síðasta sumar var orðrómur um að Matthías væri á leið úr Breiðholtinu og heim í sitt uppeldisfélag, KR. Hvar verður hann þegar Domino‘s deildin fer í gang að ný í október 2019? „Ég veit ekkert um það. Ég er ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég þarf að byrja á að laga hnéð á mér, laga ökklann á mér, laga mjöðmina á mér og svo sé ég til hvað ég geri. Fyrst og fremst þarf ég bara að taka mér smá frí og kúpla mig út úr körfuboltanum,“ segir hinn 24 ára Matthías Orri. Dominos-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Matthías Orri Sigurðarson stóð við loforð sitt frá síðasta tímabili og kom ÍR í úrslit Domino‘s deildar karla. Hann náði þó ekki að fara alla leið, ÍR tapaði fyrir KR í oddaleik í DHL höllinni í kvöld. „Varnarleikurinn var hræðilegur. Þeir voru bara tilbúnir, voru aðeins ferskari og hittu úr skotunum sínum. Þeir áttu bara kvöldið og til hamingju KR. Þeir voru frábærir í kvöld,“ sagði Matthías í leikslok. KR vann leikinn 98-70. ÍR fór lengri leið en KR í úrslitin, í gegnum tvær seríur sem fóru allar í oddaleik á meðan KR kláraði sínar seríur 3-0 og 3-1. Matthías vildi þó ekki nota þreytu sem afsökun. „Það gæti alveg verið en mér finnst að það ætti ekki að vera þannig. Við vorum bara einfaldlega ekki nógu beittir í dag. Varnarlega vorum við bara hræðilegir og náðum ekki að fylla upp í skarð Capers.“ „KR-ingar voru bara frábærir, ég get eiginlega ekki tekið neitt af þeim.“ ÍR-ingar ættu þó að geta farið nokkuð sáttir frá borði eftir að hafa rétt komist inn í úrslitakeppnina, slegið út deildarmeistarana og liðið í öðru sæti og farið alla leið í oddaleik í úrslitum. „Já, við gerum það. En ég get sagt að sama skapi að þetta er með því mest svekkjandi sem ég hef lent í. Að vera 2-1 yfir, fara á heimavöll og tapa naumum leik. Það er erfitt að kyngja þessu.“ Síðasta sumar var orðrómur um að Matthías væri á leið úr Breiðholtinu og heim í sitt uppeldisfélag, KR. Hvar verður hann þegar Domino‘s deildin fer í gang að ný í október 2019? „Ég veit ekkert um það. Ég er ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég þarf að byrja á að laga hnéð á mér, laga ökklann á mér, laga mjöðmina á mér og svo sé ég til hvað ég geri. Fyrst og fremst þarf ég bara að taka mér smá frí og kúpla mig út úr körfuboltanum,“ segir hinn 24 ára Matthías Orri.
Dominos-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira