Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir sérútbúnum hjólastól sínum Sighvatur Jónsson skrifar 5. maí 2019 18:45 Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Fjölskyldan kom heim frá Benidorm síðastliðinn þriðjudag. Magnús hafði legið á sjúkrahúsi ytra vegna lungnabólgu. Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar, hafði samband við ferðaskrifstofuna og ítrekaði nauðsyn þess að hjólastóll Magnúsar yrði afhentur sem fyrst eftir lendingu í Keflavík. „Í einn og hálfan klukkutíma biðum við eftir stólnum. Og það var alltaf vísað á Isavia,“ segir Sigríður. Hún segir að þau hafi á endanum verið eina fólkið í fríhöfninni. „Það voru allir farnir og við stóðum bara og biðum og biðum og við sáum stólinn hinum megin við gluggann.“Magnús segir að sér hafi liðið illa í venjulegum hjólastól á meðan hann beið eftir sínum.Vísir/ArnarLeið hræðilega í venjulegum hjólastól Á meðan beið Magnús í venjulegum hjólastól sem hann segir að veiti sér ekki nægan stuðning.Hvernig líður þér í þannig stól miðað við hvernig þér líður í þessum stól? „Mér líður hræðilega. Þessi stóll er sérmótaður fyrir mig, meira að segja höfuðpúðinn er rafknúinn,“ segir Magnús. Magnús segir að sér hafi liðið sérstaklega illa vegna lungnabólgunnar. „Því ég var ekki með þennan stuðning, þá féll ég saman og náði á engan máta að fylla lungun og átti bara mjög erfitt,“ segir Magnús.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar.Vísir/ArnarBiðu áður í tvo og hálfa klukkustund Fjölskyldufaðirinn hringdi í dóttur þeirra sem beið í komusal. Hún hafði samband við tollverði sem komu því til leiðar að hjólastóllinn var sóttur. Sigríður segir þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Fjölskyldan lenti í svipuðu atviki á Keflavíkurflugvelli fyrir þremur árum. „Þá biðum við í tvo og hálfan tíma á Keflavíkurflugvelli eftir stólnum. Okkur finnst þetta skelfilegt að leggja þetta á fatlað lasið fólk og getum ekki skilið af hverju þetta þarf að vera svona,“ segir Sigríður. Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Fjölskyldan kom heim frá Benidorm síðastliðinn þriðjudag. Magnús hafði legið á sjúkrahúsi ytra vegna lungnabólgu. Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar, hafði samband við ferðaskrifstofuna og ítrekaði nauðsyn þess að hjólastóll Magnúsar yrði afhentur sem fyrst eftir lendingu í Keflavík. „Í einn og hálfan klukkutíma biðum við eftir stólnum. Og það var alltaf vísað á Isavia,“ segir Sigríður. Hún segir að þau hafi á endanum verið eina fólkið í fríhöfninni. „Það voru allir farnir og við stóðum bara og biðum og biðum og við sáum stólinn hinum megin við gluggann.“Magnús segir að sér hafi liðið illa í venjulegum hjólastól á meðan hann beið eftir sínum.Vísir/ArnarLeið hræðilega í venjulegum hjólastól Á meðan beið Magnús í venjulegum hjólastól sem hann segir að veiti sér ekki nægan stuðning.Hvernig líður þér í þannig stól miðað við hvernig þér líður í þessum stól? „Mér líður hræðilega. Þessi stóll er sérmótaður fyrir mig, meira að segja höfuðpúðinn er rafknúinn,“ segir Magnús. Magnús segir að sér hafi liðið sérstaklega illa vegna lungnabólgunnar. „Því ég var ekki með þennan stuðning, þá féll ég saman og náði á engan máta að fylla lungun og átti bara mjög erfitt,“ segir Magnús.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar.Vísir/ArnarBiðu áður í tvo og hálfa klukkustund Fjölskyldufaðirinn hringdi í dóttur þeirra sem beið í komusal. Hún hafði samband við tollverði sem komu því til leiðar að hjólastóllinn var sóttur. Sigríður segir þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Fjölskyldan lenti í svipuðu atviki á Keflavíkurflugvelli fyrir þremur árum. „Þá biðum við í tvo og hálfan tíma á Keflavíkurflugvelli eftir stólnum. Okkur finnst þetta skelfilegt að leggja þetta á fatlað lasið fólk og getum ekki skilið af hverju þetta þarf að vera svona,“ segir Sigríður.
Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira