Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 5. maí 2019 21:15 Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum.Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir embætti landlæknis kleift að heimila sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými. Neyslurými er þá lagalega verndað umhverfi þar sem fíklar, eldri en 18 ára, geta neytt fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.Markmið sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Skiptar skoðanir hafa verið um frumvarpið og margir bent á að ígrunda þurfi betur framkvæmdina. hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, sem hefur það verkefni að ná til heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð og útvega þeim heilbrigðisaðstoð, segir umræðuna sem sprottið hefur upp stundum bera með sér skort á þekkingu á skaðaminnkandi hugmyndafræði. „Skaðaminnkandi hugmyndafræði er í rauninni bara það að viðurkenna að það er einhver áhætta og mögulega einhverjar afleiðingar sem fylgja ákveðinni hegðun. Það eru til einstaklingar sem nota vímuefni í æð og það er skaði sem hlýst af því. Skaðaminnkun vill draga úr skaðanum,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði. Hún bendir á að neyslurými hafi reynst vel í þeim löndum sem þau eru starfrækt. Það komi í veg fyrir ofskömmtun, stuðli að hreinlæti og minnki líkur á að sprautunálar séu til dæmis á leikvöllum.Erum við ekki að viðurkenna að það sé í lagi að vera fíkill ef við opnum svona rými? „Við erum í rauninni bara að viðurkenna að við erum mannleg. Það eiga allir rétt á tilvist sinni sem manneskjur. Það eiga allir rétt á grundvallar heilbrigðisþjónustu og að okkur sé mætt þar sem við erum stödd,“ segir Elísabet. Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum.Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir embætti landlæknis kleift að heimila sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými. Neyslurými er þá lagalega verndað umhverfi þar sem fíklar, eldri en 18 ára, geta neytt fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.Markmið sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Skiptar skoðanir hafa verið um frumvarpið og margir bent á að ígrunda þurfi betur framkvæmdina. hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, sem hefur það verkefni að ná til heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð og útvega þeim heilbrigðisaðstoð, segir umræðuna sem sprottið hefur upp stundum bera með sér skort á þekkingu á skaðaminnkandi hugmyndafræði. „Skaðaminnkandi hugmyndafræði er í rauninni bara það að viðurkenna að það er einhver áhætta og mögulega einhverjar afleiðingar sem fylgja ákveðinni hegðun. Það eru til einstaklingar sem nota vímuefni í æð og það er skaði sem hlýst af því. Skaðaminnkun vill draga úr skaðanum,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði. Hún bendir á að neyslurými hafi reynst vel í þeim löndum sem þau eru starfrækt. Það komi í veg fyrir ofskömmtun, stuðli að hreinlæti og minnki líkur á að sprautunálar séu til dæmis á leikvöllum.Erum við ekki að viðurkenna að það sé í lagi að vera fíkill ef við opnum svona rými? „Við erum í rauninni bara að viðurkenna að við erum mannleg. Það eiga allir rétt á tilvist sinni sem manneskjur. Það eiga allir rétt á grundvallar heilbrigðisþjónustu og að okkur sé mætt þar sem við erum stödd,“ segir Elísabet.
Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira