Rúnar Páll: Við skorum alltaf mikið af mörkum Smári Jökull Jónsson skrifar 5. maí 2019 21:49 Rúnar Páll var ekki sáttur með stigið í kvöld. Vísir/Daníel „Ég get ekki sagt að ég sé voðalega sáttur. Það er sárt að fá á sig víti þegar það er ekkert að gerast í leiknum hjá Grindavík, það er dýrt. Þeir fá ekki eitt einasta færi í þessum leik og Halli þurfti ekki að verja einu sinni,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir jafnteflið í Grindavík í kvöld. „Við stjórnum leiknum frá a-ö og síðan fá þeir víti og það er blóðugt. Þetta er annan leikinn í röð sem við fáum ekki nema eitt stig en svona er þetta bara,“ bætti Rúnar við en Stjarnan gerði jafntefli við KR í fyrsta leik en þá komu einnig bæði mörk leiksins úr vítaspyrnum. Rúnar sagði að hans menn hefðu mátt gera betur í þeim hættulegu sóknum sem þeir sköpuðu. „Við vorum ekki flinkir að nýta þau upphlaup sem við fáum, við fengum frábær upphlaup á vinstri kantinum í seinni hálfleik og nýttum þau ekki nógu vel. Við verðum að gera betur þar.“ „Menn verða að vera grimmari fyrir framan mark andstæðingsins, við komumst oft bakvið varnirnar en gerum ekki nógu vel með síðustu sendinguna. Aftur á móti spilum við vel í dag, stjórnum leiknum allan tímann en náðum bara að skora eitt mark og það var ekki nóg.“ Guðjón Baldvinsson fór útaf í hálfleik í dag eftir að hafa fengið höfuðhögg í fyrri hálfleiknum og sjálfur sagði Guðjón við blaðamann að hann hefði fengið heilahristing og verið óglatt í leikhléinu. „Hann fékk eitthvað högg á höfuðið og er í ferli varðandi það.“ Rúnar Páll sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Stjörnuliðið væri ekki búið að skora úr opnum leik í fyrstu tveimur umferðunum. „Það er ekki áhyggjuefni eftir tvo leiki, ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit að við skorum alltaf mikið af mörkum og það verður engin breyting á því í sumar, ég er alveg klár á því. Við erum með hörkulið og þurfum bara að halda áfram og mætum galvaskir með bros á vör gegn HK í næsta leik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 1-1 | Tvö vítaspyrnumörk í jafntefli suður með sjó Grindvíkingar náðu í sitt fyrsta stig í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í kvöld. Mörkin í kvöld komu bæði úr vítaspyrnum líkt og í leik Stjörnunnar gegn KR í fyrstu umferðinni. 5. maí 2019 22:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ég get ekki sagt að ég sé voðalega sáttur. Það er sárt að fá á sig víti þegar það er ekkert að gerast í leiknum hjá Grindavík, það er dýrt. Þeir fá ekki eitt einasta færi í þessum leik og Halli þurfti ekki að verja einu sinni,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir jafnteflið í Grindavík í kvöld. „Við stjórnum leiknum frá a-ö og síðan fá þeir víti og það er blóðugt. Þetta er annan leikinn í röð sem við fáum ekki nema eitt stig en svona er þetta bara,“ bætti Rúnar við en Stjarnan gerði jafntefli við KR í fyrsta leik en þá komu einnig bæði mörk leiksins úr vítaspyrnum. Rúnar sagði að hans menn hefðu mátt gera betur í þeim hættulegu sóknum sem þeir sköpuðu. „Við vorum ekki flinkir að nýta þau upphlaup sem við fáum, við fengum frábær upphlaup á vinstri kantinum í seinni hálfleik og nýttum þau ekki nógu vel. Við verðum að gera betur þar.“ „Menn verða að vera grimmari fyrir framan mark andstæðingsins, við komumst oft bakvið varnirnar en gerum ekki nógu vel með síðustu sendinguna. Aftur á móti spilum við vel í dag, stjórnum leiknum allan tímann en náðum bara að skora eitt mark og það var ekki nóg.“ Guðjón Baldvinsson fór útaf í hálfleik í dag eftir að hafa fengið höfuðhögg í fyrri hálfleiknum og sjálfur sagði Guðjón við blaðamann að hann hefði fengið heilahristing og verið óglatt í leikhléinu. „Hann fékk eitthvað högg á höfuðið og er í ferli varðandi það.“ Rúnar Páll sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Stjörnuliðið væri ekki búið að skora úr opnum leik í fyrstu tveimur umferðunum. „Það er ekki áhyggjuefni eftir tvo leiki, ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit að við skorum alltaf mikið af mörkum og það verður engin breyting á því í sumar, ég er alveg klár á því. Við erum með hörkulið og þurfum bara að halda áfram og mætum galvaskir með bros á vör gegn HK í næsta leik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 1-1 | Tvö vítaspyrnumörk í jafntefli suður með sjó Grindvíkingar náðu í sitt fyrsta stig í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í kvöld. Mörkin í kvöld komu bæði úr vítaspyrnum líkt og í leik Stjörnunnar gegn KR í fyrstu umferðinni. 5. maí 2019 22:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 1-1 | Tvö vítaspyrnumörk í jafntefli suður með sjó Grindvíkingar náðu í sitt fyrsta stig í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í kvöld. Mörkin í kvöld komu bæði úr vítaspyrnum líkt og í leik Stjörnunnar gegn KR í fyrstu umferðinni. 5. maí 2019 22:45