Nú hefur verið staðfest hvenær myndin verður sýnd á hátíðinni og er það 16. maí næstkomandi.
Áður hafði verið sagt frá því að Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni en í dag frumsýndu kvikmyndagerðamennirnir nýtt plakat fyrir Hvítur, hvítur dagur og þar kemur fram að fleiri þjóðþekktir leikarar koma við sögu. Aðrir leikarar í myndinni eru: Hilmir Snær Guðnason, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnmundur Ernst Backman, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Haraldur Ari Stefánsson, Laufey Elísdóttir, Þór Tulinius og Sverrir Þór Sverrisson .
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Ingvar E. og Hilmir Snær leika á móti hvort öðrum á hvíta tjaldinu frá því að þeir léku á móti hvor öðrum í Englum Alheimsins sem kom út árið 2000.
Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi 6. september.
![](https://www.visir.is/i/5995BE63F35B0B18D99D1A9D8712EB9F7A2504905FEB85A4451C9A6254683A7C_713x0.jpg)