Plastpokabann samþykkt á Alþingi Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 18:48 Plast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot heldur brotnar það í smærri einingar og verður á endanum að örplasti. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í dag frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um bann á einnota plastpokum. Lögin munu taka gildi þann fyrsta júlí og verður þá óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. Enn verður þó hægt að kaupa burðarpoka, ruslapoka og aðra poka í hillum verslana. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, sjö sátu hjá og þrettán voru fjarverandi. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins en frumvarp Guðmundar Inga gengur þó lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir.Fyrst var sagt frá samþykktinni á vef Fréttablaðsins.Sjá einnig: Bann við plastpokum liður í stærri aðgerðPlast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot heldur brotnar það í smærri einingar og verður á endanum að örplasti. Venjulegur burðarplastpoki sem fæst meðal annars í matvöruverslunum tekur um 1.000 ár að brotna niður og eru um tvær milljónir slíkra poka notaðir á hverri mínútu í heiminum. Talið er að hver plastpoki sé notaður að meðaltali í um 12 mínútur. Örplastið sem brotnar niður fer svo út í umhverfið og inn í hringrás lífsins.Sjá einnig: Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpokaSambærileg bönn hafa verið sett á víða um heim á undanförnum árum. Hér á landi hefur sölu einnota burðarpoka verið hætt víða í verslunum. Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. 31. janúar 2019 12:15 Bann við plastpokum liður í stærri aðgerð Frumvarp um bann á burðarplastpokum hefur verið kynnt. Viðskiptavinir matvöruverslana þurfa að finna nýjar leiðir til að bera vörur sínar heim. Skref í átt að minnkun notkunar á einnota plasti hér á landi, enda eflaust kominn tími til. 7. febrúar 2019 07:00 Hætta að gefa börnum gjafir úr plasti Íslandsbanki hyggst hætta að gefa börnum gjafavörur úr plasti nú á vormánuðum til að sporna við mengun og sóun, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 1. apríl 2019 10:54 Minna einnota og meira fjölnota Í Háskóla Íslands hefur tekist vel að innleiða ýmsar aðgerðir sem miða að því að minnka notkun einnota plasts og nota fjölnota í auknum mæli. Í Hámu hefur tekist að minnka sölu á einnota matarboxum og drykkjarmálum. Næst á dagskrá eru kaffibollarnir. 7. febrúar 2019 12:30 Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um bann á einnota plastpokum. Lögin munu taka gildi þann fyrsta júlí og verður þá óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. Enn verður þó hægt að kaupa burðarpoka, ruslapoka og aðra poka í hillum verslana. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, sjö sátu hjá og þrettán voru fjarverandi. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins en frumvarp Guðmundar Inga gengur þó lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir.Fyrst var sagt frá samþykktinni á vef Fréttablaðsins.Sjá einnig: Bann við plastpokum liður í stærri aðgerðPlast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot heldur brotnar það í smærri einingar og verður á endanum að örplasti. Venjulegur burðarplastpoki sem fæst meðal annars í matvöruverslunum tekur um 1.000 ár að brotna niður og eru um tvær milljónir slíkra poka notaðir á hverri mínútu í heiminum. Talið er að hver plastpoki sé notaður að meðaltali í um 12 mínútur. Örplastið sem brotnar niður fer svo út í umhverfið og inn í hringrás lífsins.Sjá einnig: Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpokaSambærileg bönn hafa verið sett á víða um heim á undanförnum árum. Hér á landi hefur sölu einnota burðarpoka verið hætt víða í verslunum.
Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. 31. janúar 2019 12:15 Bann við plastpokum liður í stærri aðgerð Frumvarp um bann á burðarplastpokum hefur verið kynnt. Viðskiptavinir matvöruverslana þurfa að finna nýjar leiðir til að bera vörur sínar heim. Skref í átt að minnkun notkunar á einnota plasti hér á landi, enda eflaust kominn tími til. 7. febrúar 2019 07:00 Hætta að gefa börnum gjafir úr plasti Íslandsbanki hyggst hætta að gefa börnum gjafavörur úr plasti nú á vormánuðum til að sporna við mengun og sóun, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 1. apríl 2019 10:54 Minna einnota og meira fjölnota Í Háskóla Íslands hefur tekist vel að innleiða ýmsar aðgerðir sem miða að því að minnka notkun einnota plasts og nota fjölnota í auknum mæli. Í Hámu hefur tekist að minnka sölu á einnota matarboxum og drykkjarmálum. Næst á dagskrá eru kaffibollarnir. 7. febrúar 2019 12:30 Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira
Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. 31. janúar 2019 12:15
Bann við plastpokum liður í stærri aðgerð Frumvarp um bann á burðarplastpokum hefur verið kynnt. Viðskiptavinir matvöruverslana þurfa að finna nýjar leiðir til að bera vörur sínar heim. Skref í átt að minnkun notkunar á einnota plasti hér á landi, enda eflaust kominn tími til. 7. febrúar 2019 07:00
Hætta að gefa börnum gjafir úr plasti Íslandsbanki hyggst hætta að gefa börnum gjafavörur úr plasti nú á vormánuðum til að sporna við mengun og sóun, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 1. apríl 2019 10:54
Minna einnota og meira fjölnota Í Háskóla Íslands hefur tekist vel að innleiða ýmsar aðgerðir sem miða að því að minnka notkun einnota plasts og nota fjölnota í auknum mæli. Í Hámu hefur tekist að minnka sölu á einnota matarboxum og drykkjarmálum. Næst á dagskrá eru kaffibollarnir. 7. febrúar 2019 12:30
Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45
Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30