Handbolti

Elverum í úrslit og Ágúst Elí sigri frá úrslitaeinvíginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst fagnar í landsleik í janúar.
Ágúst fagnar í landsleik í janúar. vísir/getty
Elverum er komið í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn eftir 36-34 sigur á FyllingenBergen í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu.

Mikið var skorað í leiknum í kvöld og sér í lagi í fyrri hálfleik en Elverum var 23-20 yfir í hálfleik. Ótrúlegar tölur. Munurinn varð svo að lokum tvö mörk.

Sigvaldi Guðjónsson átti flottan leik fyrir Elverum. Hann skoraði sex mörk úr sjö skotum en hann var næst markahæstur. Þráinn Orri Jónsson skoraði einnig fjögur mörk.

Sävehof er sigri frá úrslitaeinvíginu í Svíþjóð eftir 28-25 sigur á Skövde í þriðja undanúrslitaleik liðanna. Staðan í einvíginu 2-1.

Ágúst Elí Björgvinsson átti flottan leik í markinu hjá Sävehof en hann var með um 40% markvörslu. Einnig varði hann tvo af þremur vítaköstum sem hann fékk á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×