Ingibjörg Þorbergs látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2019 22:37 Umslag utan af einni plötu Ingibjargar, Man ég þinn koss. Tónlistarkonan og brautryðjandinn Ingibjörg Þorbergs lést í dag á Hrafnistu í Reykjanesbæ, 92 ára að aldri. Ingibjörg var heiðursfélagi Félags tónskálda og textahöfunda og „manna duglegust að mæta á félagsfundi á meðan heilsan leyfði,“ eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Ingibjörg, sem hét fullu nafni, Ingibjörg Kristín Þorbergsdóttir, var fædd þann 25. október 1927. Ingibjörg var frumkvöðull á sviði laga- og textasmíðar en hún var fyrsta konan sem söng eigið lag inn á hljómplötu hér á landi. Ingibjörg útskrifaðist sem klarínettleikari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1952. Árið eftir komu fyrstu tvær plötur Ingibjargar út. Stóran hluta ævi sinnar starfaði Ingibjörg hjá Ríkisútvarpinu við dagskrárgerð og þáttastjórn. Hún stjórnaði meðal annars barnatíma sjónvarpsins, ásamt því að sjá um ýmsa viðtals- og tónlistarþætti. Ingibjörg var varadagskrárstjóri og dagskrárstjóri RÚV 1981-1985. Ingibjörg skilur eftir sig fjölda þekktra laga, til að mynda við Aravísur Stefáns Jónssonar. Á meðal þekktustu laga Ingibjargar er lag hennar við kvæðið Hin fyrstu jól, eftir Jóhannes úr Kötlum. Það var fyrsta íslenska jólalagið sem kom út á plötu, ef sálmar eru undanskildir. Ingibjörg var gift Guðmundi Jónssyni píanóleikara frá árinu 1976. Guðmundur lést árið 2010. Hann lét eftir sig fjögur börn úr fyrra hjónabandi. Andlát Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tónlistarkonan og brautryðjandinn Ingibjörg Þorbergs lést í dag á Hrafnistu í Reykjanesbæ, 92 ára að aldri. Ingibjörg var heiðursfélagi Félags tónskálda og textahöfunda og „manna duglegust að mæta á félagsfundi á meðan heilsan leyfði,“ eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Ingibjörg, sem hét fullu nafni, Ingibjörg Kristín Þorbergsdóttir, var fædd þann 25. október 1927. Ingibjörg var frumkvöðull á sviði laga- og textasmíðar en hún var fyrsta konan sem söng eigið lag inn á hljómplötu hér á landi. Ingibjörg útskrifaðist sem klarínettleikari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1952. Árið eftir komu fyrstu tvær plötur Ingibjargar út. Stóran hluta ævi sinnar starfaði Ingibjörg hjá Ríkisútvarpinu við dagskrárgerð og þáttastjórn. Hún stjórnaði meðal annars barnatíma sjónvarpsins, ásamt því að sjá um ýmsa viðtals- og tónlistarþætti. Ingibjörg var varadagskrárstjóri og dagskrárstjóri RÚV 1981-1985. Ingibjörg skilur eftir sig fjölda þekktra laga, til að mynda við Aravísur Stefáns Jónssonar. Á meðal þekktustu laga Ingibjargar er lag hennar við kvæðið Hin fyrstu jól, eftir Jóhannes úr Kötlum. Það var fyrsta íslenska jólalagið sem kom út á plötu, ef sálmar eru undanskildir. Ingibjörg var gift Guðmundi Jónssyni píanóleikara frá árinu 1976. Guðmundur lést árið 2010. Hann lét eftir sig fjögur börn úr fyrra hjónabandi.
Andlát Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira