Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Sighvatur Arnmundsson og Ari Brynjólfsson skrifar 7. maí 2019 06:15 Fleiri landsmenn eru andvígir samþykkt þriðja orkupakkans ef marka má nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. vísir/vilhelm Tæpur helmingur þeirra sem taka afstöðu er andvígur því að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á Alþingi. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. 48,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg samþykkt þriðja orkupakkans, 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Þetta eru svipaðar niðurstöður og úr könnun Zenter frá desember á síðasta ári. Ef svör allra eru skoðuð kemur í ljós að stærsti hópurinn, eða 36,3 prósent, segist ekki vita hvort hann sé hlynntur eða andvígur þriðja orkupakkanum. Af öllum svörum reyndust 30,5 prósent andvíg samþykkt orkupakkans, 18,5 prósent hlynnt, 13,6 prósent hlutlaus og rúmt eitt prósent vildi ekki svara. Einnig var spurt að því hversu vel eða illa fólk hefði kynnt sér þriðja orkupakkann. Tæpur þriðjungur, eða 32,1 prósent, sagðist ekki hafa kynnt sér hann, og 26,5 prósent sögðust hafa kynnt sér hann illa. 22,2 prósent töldu sig hafa kynnt sér orkupakkann vel og 19,2 prósent hvorki vel né illa. Stuðningur við samþykkt þriðja orkupakkans eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Þannig segjast 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið vel hlynnt samþykkt, 26 prósent þeirra sem hvorki hafa kynnt sér málið vel né illa, 19 prósent þeirra sem hafa kynnt sér það illa og 12 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér málið. Helmingur þeirra sem hafa kynnt sér málið vel og þeirra sem hafa hvorki kynnt sér það vel né illa er andvígur samþykkt þriðja orkupakkans. Þá eru 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið illa og 45 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér það andvíg samþykkt þess. Könnun Zenter var netkönnun framkvæmd 24. apríl til 2. maí. Úrtakið var 2.500 manns en alls svöruðu 1.443, eða 57,7 prósent. Þriðji orkupakkinn var áfram til umræðu í utanríkismálanefnd í gær en Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður komu á fund nefndarinnar. Þeir telja leiðina sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ætlar að fara í málinu ekki gallalausa. „Við göngum út frá því að forsendur ráðherra séu réttar og við höfum ekki kynnt okkur hvernig fyrirvararnir verða útfærðir á síðari stigum, það er eftirleikurinn, hvernig þingið kemur til með að útfæra þessa fyrirvara,“ segir Friðrik Árni. Stefán Már gat ekki sagt hvað myndi gerast ef málið yrði sent aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Það væri hins vegar rétta lögfræðilega leiðin, þar sem gert væri ráð fyrir því í EES-samningnum. Ekki væri hægt að útiloka að ESB myndi grípa til einhverra gagnaðgerða og alls óvíst hvort Ísland fengi varanlega undanþágu. Nánar á fréttablaðið.is. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Tæpur helmingur þeirra sem taka afstöðu er andvígur því að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á Alþingi. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. 48,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg samþykkt þriðja orkupakkans, 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Þetta eru svipaðar niðurstöður og úr könnun Zenter frá desember á síðasta ári. Ef svör allra eru skoðuð kemur í ljós að stærsti hópurinn, eða 36,3 prósent, segist ekki vita hvort hann sé hlynntur eða andvígur þriðja orkupakkanum. Af öllum svörum reyndust 30,5 prósent andvíg samþykkt orkupakkans, 18,5 prósent hlynnt, 13,6 prósent hlutlaus og rúmt eitt prósent vildi ekki svara. Einnig var spurt að því hversu vel eða illa fólk hefði kynnt sér þriðja orkupakkann. Tæpur þriðjungur, eða 32,1 prósent, sagðist ekki hafa kynnt sér hann, og 26,5 prósent sögðust hafa kynnt sér hann illa. 22,2 prósent töldu sig hafa kynnt sér orkupakkann vel og 19,2 prósent hvorki vel né illa. Stuðningur við samþykkt þriðja orkupakkans eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Þannig segjast 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið vel hlynnt samþykkt, 26 prósent þeirra sem hvorki hafa kynnt sér málið vel né illa, 19 prósent þeirra sem hafa kynnt sér það illa og 12 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér málið. Helmingur þeirra sem hafa kynnt sér málið vel og þeirra sem hafa hvorki kynnt sér það vel né illa er andvígur samþykkt þriðja orkupakkans. Þá eru 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið illa og 45 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér það andvíg samþykkt þess. Könnun Zenter var netkönnun framkvæmd 24. apríl til 2. maí. Úrtakið var 2.500 manns en alls svöruðu 1.443, eða 57,7 prósent. Þriðji orkupakkinn var áfram til umræðu í utanríkismálanefnd í gær en Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður komu á fund nefndarinnar. Þeir telja leiðina sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ætlar að fara í málinu ekki gallalausa. „Við göngum út frá því að forsendur ráðherra séu réttar og við höfum ekki kynnt okkur hvernig fyrirvararnir verða útfærðir á síðari stigum, það er eftirleikurinn, hvernig þingið kemur til með að útfæra þessa fyrirvara,“ segir Friðrik Árni. Stefán Már gat ekki sagt hvað myndi gerast ef málið yrði sent aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Það væri hins vegar rétta lögfræðilega leiðin, þar sem gert væri ráð fyrir því í EES-samningnum. Ekki væri hægt að útiloka að ESB myndi grípa til einhverra gagnaðgerða og alls óvíst hvort Ísland fengi varanlega undanþágu. Nánar á fréttablaðið.is.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira