„Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2019 14:45 Skjáskot af heimasíðu hollenska flugfélagsins Transavia. Mynd/Skjáskot Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N.Í dag var tilkynnt að hollenska flugfélagið Transavia hafi hafið beina sölu á flugferðum til og frá Rotterdam og Akureyrar, en ferðir flugfélagsins eru tilkomnar vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Er þetta í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.„Akureyri er komið inn í bókunarvélina þar sem áfangastaður. Það er dálítið stór sigur fyrir okkur, að við séum kominn með okkar flugvöll inn hjá erlendu flugfélagi á heimasíðuna þar sem hver sem er getur bókað. Því ber auðvitað að fagna,“ sagði Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Flugklasanum 66N á Vorráðsstefnu Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var á Húsavík í dag.Heimamenn hafa lengi unnið að því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og bent hefur verið á að með því megi koma á betri jafnvægi í komu ferðamanna hingað til lands, hægt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið og þannig geti fleiri Íslendingar notið ágóðans af hinum mikla áhuga sem ferðamenn hafa sýnt Íslandi undanfarin ár. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66NVísir/TryggviEinnig samgöngubót fyrir heimamenn Auk þess sem að vilji stendur til að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll er markmiðið einnig að einn daginn muni flugfélag hefja reglulegt áætlunarflug um Akureyrar til útlanda. Menn taka þó eitt skref í einu þessum efnum og sagði Hjalti Páll að sala Transavia á flugferðum til Akureyrar væri stórt skref í átt að lokamarkmiðinu. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Við teljum að þetta muni fleyta okkur áfram til framtíðar. Við erum auðvitað í dag að tala við fleiri erlend flugfélög og fleiri erlendar ferðaskrifstofur en hvert svona skref skiptir miklu máli. Eftir því sem við fáum meiri athygli og umferð þeim mun meiri líkur eru að við fáum fleiri í kjölfarið“ sagði Hjalti Páll. Alls er um að ræða 16 flugferðir á vegum Transavia sem hefur flug þann 27. maí næstkomandi en reiknað er með að tekjur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi muni aukast um 600 milljónir vegna ferða Voigt Travel og Transavia til Akureyrar. „Þetta er auðvitað líka ákveðin samgöngubót fyrir okkur,“ sagði Hjalti Páll og átti þar við íbúa svæðisins sem eiga nú kost á þess að komast til Holland og víðar án þess að þurfa að ferðast til Keflavíkur með tilheyrandi kostnaði. Akureyri Fréttir af flugi Holland Tengdar fréttir Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N.Í dag var tilkynnt að hollenska flugfélagið Transavia hafi hafið beina sölu á flugferðum til og frá Rotterdam og Akureyrar, en ferðir flugfélagsins eru tilkomnar vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Er þetta í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.„Akureyri er komið inn í bókunarvélina þar sem áfangastaður. Það er dálítið stór sigur fyrir okkur, að við séum kominn með okkar flugvöll inn hjá erlendu flugfélagi á heimasíðuna þar sem hver sem er getur bókað. Því ber auðvitað að fagna,“ sagði Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Flugklasanum 66N á Vorráðsstefnu Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var á Húsavík í dag.Heimamenn hafa lengi unnið að því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og bent hefur verið á að með því megi koma á betri jafnvægi í komu ferðamanna hingað til lands, hægt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið og þannig geti fleiri Íslendingar notið ágóðans af hinum mikla áhuga sem ferðamenn hafa sýnt Íslandi undanfarin ár. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66NVísir/TryggviEinnig samgöngubót fyrir heimamenn Auk þess sem að vilji stendur til að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll er markmiðið einnig að einn daginn muni flugfélag hefja reglulegt áætlunarflug um Akureyrar til útlanda. Menn taka þó eitt skref í einu þessum efnum og sagði Hjalti Páll að sala Transavia á flugferðum til Akureyrar væri stórt skref í átt að lokamarkmiðinu. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Við teljum að þetta muni fleyta okkur áfram til framtíðar. Við erum auðvitað í dag að tala við fleiri erlend flugfélög og fleiri erlendar ferðaskrifstofur en hvert svona skref skiptir miklu máli. Eftir því sem við fáum meiri athygli og umferð þeim mun meiri líkur eru að við fáum fleiri í kjölfarið“ sagði Hjalti Páll. Alls er um að ræða 16 flugferðir á vegum Transavia sem hefur flug þann 27. maí næstkomandi en reiknað er með að tekjur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi muni aukast um 600 milljónir vegna ferða Voigt Travel og Transavia til Akureyrar. „Þetta er auðvitað líka ákveðin samgöngubót fyrir okkur,“ sagði Hjalti Páll og átti þar við íbúa svæðisins sem eiga nú kost á þess að komast til Holland og víðar án þess að þurfa að ferðast til Keflavíkur með tilheyrandi kostnaði.
Akureyri Fréttir af flugi Holland Tengdar fréttir Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43
Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03