Þriðji orkupakkinn vekur lítinn áhuga Ari Brynjólfsson skrifar 8. maí 2019 06:15 Þriðji orkupakkinn er eitt stærsta málið á yfirstandandi þingi en svo virðist sem áhugi almennings á málinu sé lítill segir prófessor í stjórnmálafræði. vísir/vilhelm Áhugaleysi almennings á þriðja orkupakkanum er líkleg ástæða þess að margir hafa ekki gert upp hug sinn í málinu, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is, sem birtar voru í gær, kom í ljós að 36,3 prósent segjast ekki vita hvort þau séu hlynnt eða andvíg málinu. Einnig höfðu 31,2 prósent svarenda ekkert kynnt sér þriðja orkupakkann. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins voru 48,7 prósent andvíg samþykkt þriðja orkupakkans. 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Grétar segir að þrátt fyrir að málið sé fyrirferðarmikið í umræðunni og nokkur hiti í kringum það sé það ekki þess eðlis að vekja áhuga hjá stórum hluta almennings. „Það vaknar sú spurning hvort fólk geti ekki sett sig inn í þetta og þess vegna vita 36 prósent ekki hvort þau séu hlynnt eða andvíg þriðja orkupakkanum. Eða bara hreinlega hvort fólk hafi ekki áhuga á þessu.“ Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en íbúar landsbyggðarinnar, mynstur sem Grétar segir dæmigert. „Það bendir kannski til þess að það hafi tekist að stilla málinu upp í eitthvert fullveldissamhengi.“ Grétar á erfiðara með að svara hvers vegna karlar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en konur. „Þarna er ég eiginlega mát. Kannski eru þær tortryggnari.“ Að öðru leyti falla niðurstöðurnar að hefðbundnum skoðanamynstrum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála, segir kappkostað að leggja fram allar upplýsingar sem kallað sé eftir í málinu. „Stuðningur við málið er mestur hjá þeim sem hafa kynnt sér það og andstaðan er mest hjá þeim hópi sem þekkir ekki málið nægilega vel. Þetta er meginniðurstaða könnunarinnar.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng. „Mesti krafturinn hefur farið í að leiðrétta rangfærslur, oft að segja hvað felst ekki í þriðja orkupakkanum. Þetta sannar enn og aftur að réttar upplýsingar skipta máli.“ Frosti Sigurjónsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem hafa barist hart gegn þriðja orkupakkanum, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Þegar borið sé saman hverjir eru ýmist andvígir eða hlynntir þriðja orkupakkanum þá séu sex af hverjum tíu andvígir. „Við höfum séð kannanir sem sýna mjög afgerandi andstöðu Íslendinga við að ákvarðanataka og forræði orkumála sé flutt úr landi. 90 prósent af orkukerfinu í dag eru í eigu almennings og ég held að fólk vilji fara gætilega,“ segir Frosti. „Það kemur fram í könnuninni að meira en þriðjungur virtist ekki hafa haft tækifæri til að setja sig almennilega inn í málið. Ég tel að þjóðin þurfi aðeins meiri tíma til að skoða þetta. Það væri mjög góð lending ef þingið myndi geyma afgreiðslu málsins fram á haust.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Áhugaleysi almennings á þriðja orkupakkanum er líkleg ástæða þess að margir hafa ekki gert upp hug sinn í málinu, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is, sem birtar voru í gær, kom í ljós að 36,3 prósent segjast ekki vita hvort þau séu hlynnt eða andvíg málinu. Einnig höfðu 31,2 prósent svarenda ekkert kynnt sér þriðja orkupakkann. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins voru 48,7 prósent andvíg samþykkt þriðja orkupakkans. 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Grétar segir að þrátt fyrir að málið sé fyrirferðarmikið í umræðunni og nokkur hiti í kringum það sé það ekki þess eðlis að vekja áhuga hjá stórum hluta almennings. „Það vaknar sú spurning hvort fólk geti ekki sett sig inn í þetta og þess vegna vita 36 prósent ekki hvort þau séu hlynnt eða andvíg þriðja orkupakkanum. Eða bara hreinlega hvort fólk hafi ekki áhuga á þessu.“ Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en íbúar landsbyggðarinnar, mynstur sem Grétar segir dæmigert. „Það bendir kannski til þess að það hafi tekist að stilla málinu upp í eitthvert fullveldissamhengi.“ Grétar á erfiðara með að svara hvers vegna karlar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en konur. „Þarna er ég eiginlega mát. Kannski eru þær tortryggnari.“ Að öðru leyti falla niðurstöðurnar að hefðbundnum skoðanamynstrum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála, segir kappkostað að leggja fram allar upplýsingar sem kallað sé eftir í málinu. „Stuðningur við málið er mestur hjá þeim sem hafa kynnt sér það og andstaðan er mest hjá þeim hópi sem þekkir ekki málið nægilega vel. Þetta er meginniðurstaða könnunarinnar.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng. „Mesti krafturinn hefur farið í að leiðrétta rangfærslur, oft að segja hvað felst ekki í þriðja orkupakkanum. Þetta sannar enn og aftur að réttar upplýsingar skipta máli.“ Frosti Sigurjónsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem hafa barist hart gegn þriðja orkupakkanum, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Þegar borið sé saman hverjir eru ýmist andvígir eða hlynntir þriðja orkupakkanum þá séu sex af hverjum tíu andvígir. „Við höfum séð kannanir sem sýna mjög afgerandi andstöðu Íslendinga við að ákvarðanataka og forræði orkumála sé flutt úr landi. 90 prósent af orkukerfinu í dag eru í eigu almennings og ég held að fólk vilji fara gætilega,“ segir Frosti. „Það kemur fram í könnuninni að meira en þriðjungur virtist ekki hafa haft tækifæri til að setja sig almennilega inn í málið. Ég tel að þjóðin þurfi aðeins meiri tíma til að skoða þetta. Það væri mjög góð lending ef þingið myndi geyma afgreiðslu málsins fram á haust.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira