Fyrsta árið verður lærdómsferli Hjörvar Ólafsson skrifar 8. maí 2019 11:00 Viktor Gísli Hallgrímsson. Vísir/Daníel HjöTilkynnt var í gær um félagaskipti Viktors Gísla Hallgrímssonar, landsliðsmarkvarðar í handbolta, frá Fram til danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Viktor Gísli fór til reynslu hjá liðinu í upphafi þessa árs og hefur síðan verið orðaður við félagið. Nú hefur það verið staðfest hver næsti áfangastaður þessa unga og upprennandi markvarðar verður. „Það sem heillar mig mest við félagið er bara að þetta er stórt félag á danskan mælikvarða og danska úrvalsdeildin er sterk deild. Liðinu hefur gengið vel undanfarin ár og það er mjög líklegt að liðið muni leika í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili sem verður frábær reynsla. Þetta er hæfilega stórt skref fyrir mig og gott næsta skref á ferlinum. Ég stefni hátt á mínum ferli og þetta er liður í því,“ segir Viktor Gísli í samtali við Fréttablaðið. „Það hjálpaði svo til við ákvörðunina að þarna verða tveir íslenskir leikmenn í leikmannahópnum. Arnar Freyr [Arnarsson] sem er frændi minn og Óðinn Þór [Ríkharðsson] sem ég spilaði með hjá Fram á sínum tíma. Það er gott að vera með einhverja í liðinu sem ég þekki og geta aðstoðað mig í mínum fyrstu skrefum sem atvinnumaður.“ GOG er að skipta algerlega um markvarðasveit en liðið sem er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar eftir að hafa lent í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar mun treysta á Viktor Gísla og sænskan landsliðsmarkvörð sem koma báðir til liðs við félagið í sumar. „Liðið spilar skemmtilegan handbolta og leikstíl sem hentar mér vel. Þeir spila 6-0 vörn og leggja áherslu á hraðaupphlaup og það á vel við mig. Þarna verður með mér í markvarðasveit reyndur markvörður, Dan Beutler, sem er sænskur landsliðsmarkmaður sem hefur leikið við góðan orðstír í Svíþjóð og í fjölda ára í þýsku efstu deildinni. Ég lít á fyrsta árið bara sem lærdómsferli þar sem ég mun læra mjög mikið af reynslumiklum og góðum markverði. Það er hollt fyrir mig að skipta um umhverfi og fá aukna samkeppni,“ segir þessi metnaðarfulli markmaður. Viktor Gísli lék í apríl síðastliðnum sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið eftir að hafa leikið fjölda leikja fyrir yngri landsliðin, verið í leikmannahópi A-landsliðsins og spilað vináttulandsleiki fyrir A-liðið. Hann varði mark íslenska liðsins með stakri prýði í jafntefli gegn Norður-Makedóníu ytra í undankeppni EM 2020. „Ég vonast til þess að ég muni bæta mig umtalsvert hjá nýja liðinu og það hjálpi mér með að festa mig í sessi í A-landsliðinu. Það sem mig hefur kannski skort er stöðugleiki og vonandi finn ég hann í Danmörku. Ég er mjög spenntur að flytja út, búa í öðru landi og spila reglulega við sterka leikmenn,“ segir Viktor um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Danski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
HjöTilkynnt var í gær um félagaskipti Viktors Gísla Hallgrímssonar, landsliðsmarkvarðar í handbolta, frá Fram til danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Viktor Gísli fór til reynslu hjá liðinu í upphafi þessa árs og hefur síðan verið orðaður við félagið. Nú hefur það verið staðfest hver næsti áfangastaður þessa unga og upprennandi markvarðar verður. „Það sem heillar mig mest við félagið er bara að þetta er stórt félag á danskan mælikvarða og danska úrvalsdeildin er sterk deild. Liðinu hefur gengið vel undanfarin ár og það er mjög líklegt að liðið muni leika í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili sem verður frábær reynsla. Þetta er hæfilega stórt skref fyrir mig og gott næsta skref á ferlinum. Ég stefni hátt á mínum ferli og þetta er liður í því,“ segir Viktor Gísli í samtali við Fréttablaðið. „Það hjálpaði svo til við ákvörðunina að þarna verða tveir íslenskir leikmenn í leikmannahópnum. Arnar Freyr [Arnarsson] sem er frændi minn og Óðinn Þór [Ríkharðsson] sem ég spilaði með hjá Fram á sínum tíma. Það er gott að vera með einhverja í liðinu sem ég þekki og geta aðstoðað mig í mínum fyrstu skrefum sem atvinnumaður.“ GOG er að skipta algerlega um markvarðasveit en liðið sem er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar eftir að hafa lent í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar mun treysta á Viktor Gísla og sænskan landsliðsmarkvörð sem koma báðir til liðs við félagið í sumar. „Liðið spilar skemmtilegan handbolta og leikstíl sem hentar mér vel. Þeir spila 6-0 vörn og leggja áherslu á hraðaupphlaup og það á vel við mig. Þarna verður með mér í markvarðasveit reyndur markvörður, Dan Beutler, sem er sænskur landsliðsmarkmaður sem hefur leikið við góðan orðstír í Svíþjóð og í fjölda ára í þýsku efstu deildinni. Ég lít á fyrsta árið bara sem lærdómsferli þar sem ég mun læra mjög mikið af reynslumiklum og góðum markverði. Það er hollt fyrir mig að skipta um umhverfi og fá aukna samkeppni,“ segir þessi metnaðarfulli markmaður. Viktor Gísli lék í apríl síðastliðnum sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið eftir að hafa leikið fjölda leikja fyrir yngri landsliðin, verið í leikmannahópi A-landsliðsins og spilað vináttulandsleiki fyrir A-liðið. Hann varði mark íslenska liðsins með stakri prýði í jafntefli gegn Norður-Makedóníu ytra í undankeppni EM 2020. „Ég vonast til þess að ég muni bæta mig umtalsvert hjá nýja liðinu og það hjálpi mér með að festa mig í sessi í A-landsliðinu. Það sem mig hefur kannski skort er stöðugleiki og vonandi finn ég hann í Danmörku. Ég er mjög spenntur að flytja út, búa í öðru landi og spila reglulega við sterka leikmenn,“ segir Viktor um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Danski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni