Annað árið í röð sem Alisson á þátt í ótrúlegri endurkomu gegn Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2019 07:46 Alisson fagnar með liðsfélögum sínum eftir sigurinn frækna á Barcelona. vísir/getty Alisson hélt marki sínu hreinu þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með 4-0 sigri á Barcelona á Anfield í gær. Börsungar unnu fyrri leikinn á Nývangi, 3-0. Þetta er annað árið í röð sem brasilíski markvörðurinn tekur þátt í ótrúlegri endurkomu gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Á síðasta tímabili stóð hann milli stanganna hjá Roma sem sneri að því er virtist ómögulegri stöðu gegn Barcelona í Meistaradeildinni við. Í fyrra vann Barcelona fyrri leikinn gegn Roma í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, 4-1, og Katalónarnir voru þar með komnir með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Rómverjar gáfust hins vegar ekki upp, unnu seinni leikinn með þremur mörkum gegn engu og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn síðan 1984. Þar mætti Roma Liverpool. Alisson þurfti að hirða boltann fimm sinnum úr netinu hjá sér í fyrri leiknum á Anfield sem Liverpool vann, 5-2. Roma vann seinni leikinn á sínum heimavelli, 4-2, en það dugði ekki til. Liverpool keypti Alisson frá Roma fyrir um 67 milljónir punda í sumar. Hann var dýrasti markvörður í heimi í nokkrar vikur, eða þar til Chelsea keypti Kepa Aarrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 72 milljónir punda. Alisson, sem er 26 ára, hefur leikið 49 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum á tímabilinu. Liðið er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir Manchester City. Í lokaumferðinni á sunnudaginn mætir Liverpool Wolves. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 „Mjög pirraður“ Wijnaldum kom af bekknum og skoraði tvö mörk Wijnaldum var ekki sáttur með Klopp fyrir leikinn í kvöld. 7. maí 2019 21:47 „Vissum að við gætum gert eitthvað sérstakt á Anfield“ Henderson var magnaður í kvöld. 7. maí 2019 21:34 Fyrsti úrslitaleikurinn síðan 2013 án Ronaldo og Messi Það verður enginn Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 8. maí 2019 06:00 Twitter eftir ótrúlega endurkomu Liverpool: „Elska Klopp meira en börnin mín“ Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir í kvöld. Eðlilega. 7. maí 2019 21:12 Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir kraftaverk gegn Barcelona Það gekk allt upp hjá Liverpool í kvöld. 7. maí 2019 20:45 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Alisson hélt marki sínu hreinu þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með 4-0 sigri á Barcelona á Anfield í gær. Börsungar unnu fyrri leikinn á Nývangi, 3-0. Þetta er annað árið í röð sem brasilíski markvörðurinn tekur þátt í ótrúlegri endurkomu gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Á síðasta tímabili stóð hann milli stanganna hjá Roma sem sneri að því er virtist ómögulegri stöðu gegn Barcelona í Meistaradeildinni við. Í fyrra vann Barcelona fyrri leikinn gegn Roma í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, 4-1, og Katalónarnir voru þar með komnir með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Rómverjar gáfust hins vegar ekki upp, unnu seinni leikinn með þremur mörkum gegn engu og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn síðan 1984. Þar mætti Roma Liverpool. Alisson þurfti að hirða boltann fimm sinnum úr netinu hjá sér í fyrri leiknum á Anfield sem Liverpool vann, 5-2. Roma vann seinni leikinn á sínum heimavelli, 4-2, en það dugði ekki til. Liverpool keypti Alisson frá Roma fyrir um 67 milljónir punda í sumar. Hann var dýrasti markvörður í heimi í nokkrar vikur, eða þar til Chelsea keypti Kepa Aarrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 72 milljónir punda. Alisson, sem er 26 ára, hefur leikið 49 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum á tímabilinu. Liðið er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir Manchester City. Í lokaumferðinni á sunnudaginn mætir Liverpool Wolves.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 „Mjög pirraður“ Wijnaldum kom af bekknum og skoraði tvö mörk Wijnaldum var ekki sáttur með Klopp fyrir leikinn í kvöld. 7. maí 2019 21:47 „Vissum að við gætum gert eitthvað sérstakt á Anfield“ Henderson var magnaður í kvöld. 7. maí 2019 21:34 Fyrsti úrslitaleikurinn síðan 2013 án Ronaldo og Messi Það verður enginn Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 8. maí 2019 06:00 Twitter eftir ótrúlega endurkomu Liverpool: „Elska Klopp meira en börnin mín“ Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir í kvöld. Eðlilega. 7. maí 2019 21:12 Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir kraftaverk gegn Barcelona Það gekk allt upp hjá Liverpool í kvöld. 7. maí 2019 20:45 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15
„Mjög pirraður“ Wijnaldum kom af bekknum og skoraði tvö mörk Wijnaldum var ekki sáttur með Klopp fyrir leikinn í kvöld. 7. maí 2019 21:47
„Vissum að við gætum gert eitthvað sérstakt á Anfield“ Henderson var magnaður í kvöld. 7. maí 2019 21:34
Fyrsti úrslitaleikurinn síðan 2013 án Ronaldo og Messi Það verður enginn Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 8. maí 2019 06:00
Twitter eftir ótrúlega endurkomu Liverpool: „Elska Klopp meira en börnin mín“ Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir í kvöld. Eðlilega. 7. maí 2019 21:12
Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir kraftaverk gegn Barcelona Það gekk allt upp hjá Liverpool í kvöld. 7. maí 2019 20:45