Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 21:39 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. Það hafi hann gert með því að verða ekki við stefnu nefndarinnar um að afhenda þingmönnum nefndarinnar skýrslu Robert Mueller í heild sinni og án útstrikana auk allra gagna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Atkvæðagreiðslan fór eftir flokkslínum þar sem 24 þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með tillögunni og 16 þingmenn Repúblikanaflokksins gegn henni. Tillagan fer fyrir fulltrúadeildina í heild sinni á næstu dögum.Fyrr í dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, krafist trúnaðar um skýrsluna en mikil barátta geisar nú á milli Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Hvíta hússins. Demókratar eru að beita ýmsum leiðum til að rannsaka Trump og ríkisstjórn hans og Hvíta húsið hefur meinað vitnum að ræða við þingmenn og komið í veg fyrir afhendingu gagna.Sjá einnig: Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnumJerrold Nadler, formaður dómsmálanefndarinnar, segir viðræður við Dómsmálaráðuneytið ekki hafa skilað árangri og því sé málið aftur komið á byrjunarreit. Hann segir starfsmenn Hvíta hússins fara fram með fordæmalausum hætti við að hindra eftirlitsskyldu þingsins. „Enginn, og sérstaklega ekki æðsti yfirmaður dómsmála í landinu, getur komist upp með það að hunsa vilja þingsins og löglega stefnu,“ hefur Politico eftir Nadler.Hann sagði einnig að Demókrötum þætti þessar aðgerðir ekki jákvæðar en þeir ættu engra kosta val og vísaði hann til „einræðistilburða“ Trump. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneytinu segir að atkvæðagreiðsla nefndarinnar sé til komin vegna pólitíkur og hún sé óþörf. AP fréttaveitan hefur eftir Kerri Kupec, talskonu ráðuneytisins, að um „óviðeigandi og leikræna“ tilburði sé að ræða. Þá sagði hún Barr hafa gert gífurlega mikið til að segja þingmönnum og almenningi frá rannsókn Robert Mueller. Við það má bæta að Barr hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig hann hefur sagði frá niðurstöðum Rússarannsóknarinnar, mörgum vikum áður en hann opinberaði skýrsluna með miklum útstrikunum. Hann hefur jafnvel verið sakaður um að hafa logið að þingmönnum.Sjá einnig: Þingforsetinn sakar Barr um lygarDómsmálanefndin hefur einnig skoðað það að fá Robert Mueller sjálfan á fund nefndarinnar. Barr sagði upprunalega að hann væri ekki mótfallinn því. Það var áður en Trump sagði það ekki koma til greina. Ekki liggur fyrir hvernig trúnaðarkrafa Trump mun hafa áhrif á það. Hins vegar er búist við því að Mueller muni hætta hjá Dómsmálaráðuneytinu á næstu vikum og þá gæti krafa Trump ekki náð yfir hann. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller 19. apríl 2019 23:53 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. Það hafi hann gert með því að verða ekki við stefnu nefndarinnar um að afhenda þingmönnum nefndarinnar skýrslu Robert Mueller í heild sinni og án útstrikana auk allra gagna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Atkvæðagreiðslan fór eftir flokkslínum þar sem 24 þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með tillögunni og 16 þingmenn Repúblikanaflokksins gegn henni. Tillagan fer fyrir fulltrúadeildina í heild sinni á næstu dögum.Fyrr í dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, krafist trúnaðar um skýrsluna en mikil barátta geisar nú á milli Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Hvíta hússins. Demókratar eru að beita ýmsum leiðum til að rannsaka Trump og ríkisstjórn hans og Hvíta húsið hefur meinað vitnum að ræða við þingmenn og komið í veg fyrir afhendingu gagna.Sjá einnig: Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnumJerrold Nadler, formaður dómsmálanefndarinnar, segir viðræður við Dómsmálaráðuneytið ekki hafa skilað árangri og því sé málið aftur komið á byrjunarreit. Hann segir starfsmenn Hvíta hússins fara fram með fordæmalausum hætti við að hindra eftirlitsskyldu þingsins. „Enginn, og sérstaklega ekki æðsti yfirmaður dómsmála í landinu, getur komist upp með það að hunsa vilja þingsins og löglega stefnu,“ hefur Politico eftir Nadler.Hann sagði einnig að Demókrötum þætti þessar aðgerðir ekki jákvæðar en þeir ættu engra kosta val og vísaði hann til „einræðistilburða“ Trump. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneytinu segir að atkvæðagreiðsla nefndarinnar sé til komin vegna pólitíkur og hún sé óþörf. AP fréttaveitan hefur eftir Kerri Kupec, talskonu ráðuneytisins, að um „óviðeigandi og leikræna“ tilburði sé að ræða. Þá sagði hún Barr hafa gert gífurlega mikið til að segja þingmönnum og almenningi frá rannsókn Robert Mueller. Við það má bæta að Barr hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig hann hefur sagði frá niðurstöðum Rússarannsóknarinnar, mörgum vikum áður en hann opinberaði skýrsluna með miklum útstrikunum. Hann hefur jafnvel verið sakaður um að hafa logið að þingmönnum.Sjá einnig: Þingforsetinn sakar Barr um lygarDómsmálanefndin hefur einnig skoðað það að fá Robert Mueller sjálfan á fund nefndarinnar. Barr sagði upprunalega að hann væri ekki mótfallinn því. Það var áður en Trump sagði það ekki koma til greina. Ekki liggur fyrir hvernig trúnaðarkrafa Trump mun hafa áhrif á það. Hins vegar er búist við því að Mueller muni hætta hjá Dómsmálaráðuneytinu á næstu vikum og þá gæti krafa Trump ekki náð yfir hann.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller 19. apríl 2019 23:53 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00