Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2019 12:30 Carl Baudenbacher var dómari við EFTA-dómstólinn í 22 ár sem fulltrúi Leichtenstein. Hann dæmdi meðal annars íslenska ríkinu í vil í Icesave-málinu með dómi sem kveðinn var upp 28. janúar 2013. Vísir/Anton Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. Baudenbacher, sem er svissneskur ríkisborgari, var dómari við EFTA-dómstólinn í 22 ár sem fulltrúi Liechtenstein en starfar nú sjálfstætt við lögfræðiráðgjöf með aðsetur í Lundúnum. Hann var fenginn af utanríkisráðherra til að vinna lögfræðilega álitsgerð um þriðja orkupakkann og hvaða afleiðingar það hefði ef íslenska ríkið myndi hafna því að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017 með afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara vegna þriðja orkupakkans. Þá var hann jafnframt beðinn að meta möguleika Íslands á að semja um undanþágu frá reglugerð 713/2009 um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) en valdheimildir þessarar stofnunar eru eitt heitasta þrætuepli þriðja orkupakkans. Í álitsgerð Baudenbachers sem birt var á vef Alþingis í morgun segir að Ísland hefði haft tækifæri til að koma með athugasemdir, fyrirvara og breytingar við innleiðingu þriðja orkupakkans inn í ESS-samninginn í sameiginlegu EES-nefndinni. Hins vegar hefði Ísland ekki beitt heimildum til að stöðva ákvarðanir vegna innleiðingu gerða orkupakkans á neinum tímapunkti. Baudenbacher segir að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi (e. set an example). Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Þá telur Baudenbacher að möguleikar Íslands á að semja um undanþágu frá reglugerð um ACER séu litlar. Telur hann útilokað að Evrópusambandið muni samþykkja varanlega röskun á innri markaði EES-svæðisins á jafn mikilvægu málefnasviði og orkumálum. Þess má geta að Baudenbacher var einn þriggja dómara EFTA-dómstólsins sem dæmdi íslenska ríkinu í vil í Icesave-málinu með dómi sem kveðinn var upp 28. janúar 2013.„Algjört neyðarúrræði“ Utanríkisráðuneytið fór þess einnig á leit við Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík að varpa ljósi á lagalegar afleiðingar þess ef Alþingi myndi hafna þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann. Höfnun þingsályktunartillögunnar felur efnislega í sér að hafna því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um innleiðingu gerða þriðja orkupakkans frá 5. maí 2017 eins og rakið er framar. Álit stofnunarinnar var birt á vef Alþingis í morgun. Þar kemur fram að í 25 ára sögu EES-samningsins hafi aldrei komið til þess að EFTA-ríki hafi hafnað afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara eða upptöku gerða í EES-samninginn. Því sé ekki hægt að líta til neinna fordæma um hinar lagalegu afleiðingar heldur eingöngu ákvæða EES-samningsins sjálfs, auk fræðiskrifa. Í álitsgerðinni er meðal annars vitnað til rits Sigurðar Líndal og Skúla Magnússonar, Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins en þar segir: „Í stuttu máli er hægt að sjá fyrir sér að samningurinn geti ónýst á skömmum tíma ef EFTA-ríkin nýta sér þjóðréttarlegan rétt sinn til að hafna nýjum gerðum. Af þessum sökum er skiljanlegt að enn hefur ekki komið til þess að hluta EES-samningsins hafi verið frestað. Af framangreindu sést glöggt að rétturinn til að synja laganýmælum ESB á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til er vissulega fyrir hendi frá formlegu sjónarhorni. Frá pólitísku sjónarhorni er hann þó vart fyrir hendi, a.m.k. svo framarlega sem stjórnvöld EFTA-ríkjanna vilja halda í EES-samninginn. Á hinn bóginn má líta á heimild EFTA-ríkjanna sem neyðarhemil sem til greina kæmi að nota við sérstakar aðstæður.“ Í álitsgerðinni segir að rík skylda hvíli á samningsaðilum á grundvelli EES-samningsins að ná samkomkulagi um upptöku gerða í samninginn. Beiting 102. gr. eigi eingöngu að vera tímabundin ráðstöfun þar til samningsaðilar, EFTA-ríkin annars vegar og ESB hins vegar, hafi náð samkomulagi. Hins vegar hafi EFTA-ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og ESB þegar náð samkomulagi um aðlögun þriðja orkupakkans að undangengnum viðamiklum undirbúningi EFTA-ríkjanna þriggja og ESB. Þannig hafi ESB þegar fallist á kröfur íslenska ríkisins um efnislega aðlögun vegna þriðja orkupakkans, m.a. um að aðlaga löggjöfina að tveggja stoða kerfi EES-samningsins og um heimildir Íslands til að leita eftir undanþágum frá mikilvægum greinum raforkutilskipunar Evrópusambandsins nr. 72/2009. Í niðurstöðum álitsins segir: „(H) eimild íslenska ríkisins til að hafna afléttingu stjómskipulegs fyrirvara og upptöku gerðar í EES-samninginn felur í sér algjört neyðarúrræði. Synjun íslenska ríkisins um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara fæli í sér fordæmalausa stöðu sem hefði í för með sér mikla lagalega og pólitíska óvissu og setti framkvæmd EES-samningsins í uppnám.“Lögfræðiálit Carl Baudenbachers. Lögfræðiálit Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR. Alþingi Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. Baudenbacher, sem er svissneskur ríkisborgari, var dómari við EFTA-dómstólinn í 22 ár sem fulltrúi Liechtenstein en starfar nú sjálfstætt við lögfræðiráðgjöf með aðsetur í Lundúnum. Hann var fenginn af utanríkisráðherra til að vinna lögfræðilega álitsgerð um þriðja orkupakkann og hvaða afleiðingar það hefði ef íslenska ríkið myndi hafna því að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017 með afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara vegna þriðja orkupakkans. Þá var hann jafnframt beðinn að meta möguleika Íslands á að semja um undanþágu frá reglugerð 713/2009 um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) en valdheimildir þessarar stofnunar eru eitt heitasta þrætuepli þriðja orkupakkans. Í álitsgerð Baudenbachers sem birt var á vef Alþingis í morgun segir að Ísland hefði haft tækifæri til að koma með athugasemdir, fyrirvara og breytingar við innleiðingu þriðja orkupakkans inn í ESS-samninginn í sameiginlegu EES-nefndinni. Hins vegar hefði Ísland ekki beitt heimildum til að stöðva ákvarðanir vegna innleiðingu gerða orkupakkans á neinum tímapunkti. Baudenbacher segir að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi (e. set an example). Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Þá telur Baudenbacher að möguleikar Íslands á að semja um undanþágu frá reglugerð um ACER séu litlar. Telur hann útilokað að Evrópusambandið muni samþykkja varanlega röskun á innri markaði EES-svæðisins á jafn mikilvægu málefnasviði og orkumálum. Þess má geta að Baudenbacher var einn þriggja dómara EFTA-dómstólsins sem dæmdi íslenska ríkinu í vil í Icesave-málinu með dómi sem kveðinn var upp 28. janúar 2013.„Algjört neyðarúrræði“ Utanríkisráðuneytið fór þess einnig á leit við Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík að varpa ljósi á lagalegar afleiðingar þess ef Alþingi myndi hafna þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann. Höfnun þingsályktunartillögunnar felur efnislega í sér að hafna því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um innleiðingu gerða þriðja orkupakkans frá 5. maí 2017 eins og rakið er framar. Álit stofnunarinnar var birt á vef Alþingis í morgun. Þar kemur fram að í 25 ára sögu EES-samningsins hafi aldrei komið til þess að EFTA-ríki hafi hafnað afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara eða upptöku gerða í EES-samninginn. Því sé ekki hægt að líta til neinna fordæma um hinar lagalegu afleiðingar heldur eingöngu ákvæða EES-samningsins sjálfs, auk fræðiskrifa. Í álitsgerðinni er meðal annars vitnað til rits Sigurðar Líndal og Skúla Magnússonar, Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins en þar segir: „Í stuttu máli er hægt að sjá fyrir sér að samningurinn geti ónýst á skömmum tíma ef EFTA-ríkin nýta sér þjóðréttarlegan rétt sinn til að hafna nýjum gerðum. Af þessum sökum er skiljanlegt að enn hefur ekki komið til þess að hluta EES-samningsins hafi verið frestað. Af framangreindu sést glöggt að rétturinn til að synja laganýmælum ESB á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til er vissulega fyrir hendi frá formlegu sjónarhorni. Frá pólitísku sjónarhorni er hann þó vart fyrir hendi, a.m.k. svo framarlega sem stjórnvöld EFTA-ríkjanna vilja halda í EES-samninginn. Á hinn bóginn má líta á heimild EFTA-ríkjanna sem neyðarhemil sem til greina kæmi að nota við sérstakar aðstæður.“ Í álitsgerðinni segir að rík skylda hvíli á samningsaðilum á grundvelli EES-samningsins að ná samkomkulagi um upptöku gerða í samninginn. Beiting 102. gr. eigi eingöngu að vera tímabundin ráðstöfun þar til samningsaðilar, EFTA-ríkin annars vegar og ESB hins vegar, hafi náð samkomulagi. Hins vegar hafi EFTA-ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og ESB þegar náð samkomulagi um aðlögun þriðja orkupakkans að undangengnum viðamiklum undirbúningi EFTA-ríkjanna þriggja og ESB. Þannig hafi ESB þegar fallist á kröfur íslenska ríkisins um efnislega aðlögun vegna þriðja orkupakkans, m.a. um að aðlaga löggjöfina að tveggja stoða kerfi EES-samningsins og um heimildir Íslands til að leita eftir undanþágum frá mikilvægum greinum raforkutilskipunar Evrópusambandsins nr. 72/2009. Í niðurstöðum álitsins segir: „(H) eimild íslenska ríkisins til að hafna afléttingu stjómskipulegs fyrirvara og upptöku gerðar í EES-samninginn felur í sér algjört neyðarúrræði. Synjun íslenska ríkisins um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara fæli í sér fordæmalausa stöðu sem hefði í för með sér mikla lagalega og pólitíska óvissu og setti framkvæmd EES-samningsins í uppnám.“Lögfræðiálit Carl Baudenbachers. Lögfræðiálit Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR.
Alþingi Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira