Þúsundir hlaða enn niður sjónvarpsefni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2019 08:00 Jon Snow hefur aldrei hlaðið neinu niður. Enda ekki til í raun og veru. Fyrstu þremur þáttunum af Atvinnumönnunum okkar, sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 þar sem Auðunn Blöndal tekur íslenska atvinnumenn í íþróttum tali, hafði verið hlaðið niður samtals 9.949 sinnum á niðurhalssíðunni deildu.net í gær. Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar hinna geysivinsælu HBO-þátta Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður samtals 6.723 sinnum en þátturinn var fyrst sýndur aðfaranótt mánudags. Þetta segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), að sé óþolandi. „Það segir sig sjálft í svona litlu samfélagi eins og okkar að þetta eru svakalegar tölur.“ Hallgrímur segir það verst þegar um íslenska framleiðslu er að ræða. „Efni sem unnið er af Íslendingum fyrir íslenska peninga. Þá er það auðvitað mikill skaði.“ Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSKNiðurhal sem þetta heftir framleiðslu á öðru íslensku efni, að mati Hallgríms. Þegar fjöldi sem þessi sækir íslenskt efni og borgar ekki fyrir það fást minni tekjur og því er minna fjármagn til svo hægt sé að framleiða meira efni. „Þessi síða er náttúrulega, eins og alþjóð veit, rekin af Íslendingum og hefur verið sérstaklega nýtt af Íslendingum til að sækja sér íslenskt efni. Það væri auðvitað ósk okkar að lögreglan myndi taka sig til og rannsaka þetta af einhverju viti,“ segir Hallgrímur. Aukinheldur segir hann að síðan hafi fengið að vera óáreitt í mörg ár. „Hún hefur verið kærð en lögregla hefur aldrei tekið af skarið og rannsakað þetta af neinu viti. Við höfum, því miður, ekki heimildir eða tök á að rannsaka svona. Það er eingöngu lögregla sem gerir það.“ Héraðsdómur hefur sett lögbann á deildu.net en síðan er enn aðgengileg og tiltölulega lítið vandamál að nálgast þannig efni án þess að þurfa að greiða fyrir það. Hallgrímur segir að þetta sé gömul saga og ný. Sé horft til eldri þátta má sjá að Ófærð, Strákunum, Vaktaseríunum, Stelpunum, Sönnum íslenskum sakamálum, Stiklum, Audda og Sveppa og fleiri þáttum hefur verið hlaðið niður þúsundum skipta. Ólöglegt niðurhal á Game of Thrones er langt frá því að vera nýtt af nálinni né einskorðast það við Ísland. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu MUSO var fyrsta þætti þessarar nýjustu þáttaraðar streymt ólöglega eða hlaðið niður samtals 55 milljón sinnum á fyrsta sólarhringnum eftir frumsýningu. Stærsti hluti þessa ólöglega áhorfs var í gegnum streymi, eða 77 prósent. Restin hlóð þættinum svo niður af veraldarvefnum, líkt og þessi tæpu sjö þúsund gerðu á deildu.net.Vísir er í eigu Sýnar hf. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Fyrstu þremur þáttunum af Atvinnumönnunum okkar, sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 þar sem Auðunn Blöndal tekur íslenska atvinnumenn í íþróttum tali, hafði verið hlaðið niður samtals 9.949 sinnum á niðurhalssíðunni deildu.net í gær. Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar hinna geysivinsælu HBO-þátta Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður samtals 6.723 sinnum en þátturinn var fyrst sýndur aðfaranótt mánudags. Þetta segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), að sé óþolandi. „Það segir sig sjálft í svona litlu samfélagi eins og okkar að þetta eru svakalegar tölur.“ Hallgrímur segir það verst þegar um íslenska framleiðslu er að ræða. „Efni sem unnið er af Íslendingum fyrir íslenska peninga. Þá er það auðvitað mikill skaði.“ Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSKNiðurhal sem þetta heftir framleiðslu á öðru íslensku efni, að mati Hallgríms. Þegar fjöldi sem þessi sækir íslenskt efni og borgar ekki fyrir það fást minni tekjur og því er minna fjármagn til svo hægt sé að framleiða meira efni. „Þessi síða er náttúrulega, eins og alþjóð veit, rekin af Íslendingum og hefur verið sérstaklega nýtt af Íslendingum til að sækja sér íslenskt efni. Það væri auðvitað ósk okkar að lögreglan myndi taka sig til og rannsaka þetta af einhverju viti,“ segir Hallgrímur. Aukinheldur segir hann að síðan hafi fengið að vera óáreitt í mörg ár. „Hún hefur verið kærð en lögregla hefur aldrei tekið af skarið og rannsakað þetta af neinu viti. Við höfum, því miður, ekki heimildir eða tök á að rannsaka svona. Það er eingöngu lögregla sem gerir það.“ Héraðsdómur hefur sett lögbann á deildu.net en síðan er enn aðgengileg og tiltölulega lítið vandamál að nálgast þannig efni án þess að þurfa að greiða fyrir það. Hallgrímur segir að þetta sé gömul saga og ný. Sé horft til eldri þátta má sjá að Ófærð, Strákunum, Vaktaseríunum, Stelpunum, Sönnum íslenskum sakamálum, Stiklum, Audda og Sveppa og fleiri þáttum hefur verið hlaðið niður þúsundum skipta. Ólöglegt niðurhal á Game of Thrones er langt frá því að vera nýtt af nálinni né einskorðast það við Ísland. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu MUSO var fyrsta þætti þessarar nýjustu þáttaraðar streymt ólöglega eða hlaðið niður samtals 55 milljón sinnum á fyrsta sólarhringnum eftir frumsýningu. Stærsti hluti þessa ólöglega áhorfs var í gegnum streymi, eða 77 prósent. Restin hlóð þættinum svo niður af veraldarvefnum, líkt og þessi tæpu sjö þúsund gerðu á deildu.net.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent