Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Sveinn Arnarsson skrifar 23. apríl 2019 06:15 Frá Finnafirði þar sem uppi eru áform um uppbyggingu umskipunar- og stórskipahafnar. Fréttablaðið/Pjetur Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. Nú hins vegar segir hann ríkið ekki hafa fjárhagslega aðkomu að verkefninu og engu við það að bæta. Hluti af svæði sem nú er á náttúruminjaskrá er inni á framkvæmdasvæði stórskipahafnarinnar. Tugþúsundir fermetra munu fara undir starfsemi í Finnafirði og segir sveitarstjóri Langanesbyggðar, Elías Pétursson, að svæðið á aðalskipulagi sem á að fara undir hafnsækna starfsemi sé stórt og hafi mikla möguleika sem slíkt. Hann segir einnig að vitaskuld muni framkvæmdin hafa neikvæð umhverfisáhrif en á móti komi að samfélagsleg áhrif slíkra framkvæmda yrðu afar jákvæð fyrir svæðið. „Svona stórar framkvæmdir munu að einhverju leyti breyta ásýnd svæðisins og sjónræn áhrif framkvæmdanna verða líkast til einhver. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar framkvæmdir munu á móti hafa afar jákvæð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á byggðirnar hér í kring,“ segir Elías. „Því er mikilvægt að samfélögin fái að skipuleggja sín athafnasvæði til að fjölga störfum á svæðinu og byggja upp öflugt atvinnulíf.“ Verkefnið er ægistórt. Í Finnafirði er gert ráð fyrir miklum landfyllingum, en eins og segir í greinargerð er ekki hægt að áætla magn fyrr en hönnun liggur fyrir. Að mati Umhverfisstofnunar er umhugsunarvert að verið er að áætla miklar landfyllingar vegna iðnaðar og hafnarsvæðis á landsvæði sem er í dag að mestu leyti ósnortið af manngerðum framkvæmdum og að hluta til á náttúruminjaskrá. „Landvernd telur að uppbygging iðnaðarstarfsemi á svæði á náttúruminjaskrá sé í miklu ósamræmi við þessa markmiða- og stefnumiða setningu sveitarstjórnar Langanesbyggðar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamikla og stórvaxna starfsemi og fyrirhuguð er í Gunnólfsvík,“ segir í umsögn Landverndar um aðalskipulag Langanesbyggðar. Umsögnin er undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Þá eru þessi svæði í næsta nágrenni við stórt tiltölulega lítt snortið svæði. Verðmæti slíkra svæða fer vaxandi í heimi sem sífellt verður þéttsetnari. Þar er um að ræða verðmæti sem felast í eigingildi náttúrunnar en einnig í möguleikum á uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða umhverfisráðherra vegna málsins. Hann vildi ekki veita Fréttablaðinu viðtal vegna málsins. Aðstoðarmaður hans, Sigríður Víðis Jónsdóttir, sendi fréttamanni eftirfarandi svar. „Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports og Eflu verkfræðistofu undirrituðu samninga um hafnarstarfsemi í Finnafirði síðastliðinn fimmtudag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fór síðan yfir stöðu Finnafjarðarverkefnisins í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Ríkið hefur ekki haft neina fjárhagslega aðkomu að þessu og umhverfisráðherra hefur í raun engu við þetta að bæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. Nú hins vegar segir hann ríkið ekki hafa fjárhagslega aðkomu að verkefninu og engu við það að bæta. Hluti af svæði sem nú er á náttúruminjaskrá er inni á framkvæmdasvæði stórskipahafnarinnar. Tugþúsundir fermetra munu fara undir starfsemi í Finnafirði og segir sveitarstjóri Langanesbyggðar, Elías Pétursson, að svæðið á aðalskipulagi sem á að fara undir hafnsækna starfsemi sé stórt og hafi mikla möguleika sem slíkt. Hann segir einnig að vitaskuld muni framkvæmdin hafa neikvæð umhverfisáhrif en á móti komi að samfélagsleg áhrif slíkra framkvæmda yrðu afar jákvæð fyrir svæðið. „Svona stórar framkvæmdir munu að einhverju leyti breyta ásýnd svæðisins og sjónræn áhrif framkvæmdanna verða líkast til einhver. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar framkvæmdir munu á móti hafa afar jákvæð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á byggðirnar hér í kring,“ segir Elías. „Því er mikilvægt að samfélögin fái að skipuleggja sín athafnasvæði til að fjölga störfum á svæðinu og byggja upp öflugt atvinnulíf.“ Verkefnið er ægistórt. Í Finnafirði er gert ráð fyrir miklum landfyllingum, en eins og segir í greinargerð er ekki hægt að áætla magn fyrr en hönnun liggur fyrir. Að mati Umhverfisstofnunar er umhugsunarvert að verið er að áætla miklar landfyllingar vegna iðnaðar og hafnarsvæðis á landsvæði sem er í dag að mestu leyti ósnortið af manngerðum framkvæmdum og að hluta til á náttúruminjaskrá. „Landvernd telur að uppbygging iðnaðarstarfsemi á svæði á náttúruminjaskrá sé í miklu ósamræmi við þessa markmiða- og stefnumiða setningu sveitarstjórnar Langanesbyggðar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamikla og stórvaxna starfsemi og fyrirhuguð er í Gunnólfsvík,“ segir í umsögn Landverndar um aðalskipulag Langanesbyggðar. Umsögnin er undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Þá eru þessi svæði í næsta nágrenni við stórt tiltölulega lítt snortið svæði. Verðmæti slíkra svæða fer vaxandi í heimi sem sífellt verður þéttsetnari. Þar er um að ræða verðmæti sem felast í eigingildi náttúrunnar en einnig í möguleikum á uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða umhverfisráðherra vegna málsins. Hann vildi ekki veita Fréttablaðinu viðtal vegna málsins. Aðstoðarmaður hans, Sigríður Víðis Jónsdóttir, sendi fréttamanni eftirfarandi svar. „Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports og Eflu verkfræðistofu undirrituðu samninga um hafnarstarfsemi í Finnafirði síðastliðinn fimmtudag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fór síðan yfir stöðu Finnafjarðarverkefnisins í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Ríkið hefur ekki haft neina fjárhagslega aðkomu að þessu og umhverfisráðherra hefur í raun engu við þetta að bæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent