Ætlar að auka fagmennskuna í vallarmálum KR-inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 14:12 Magnús Valur Böðvarsson kominn í KR-gallann ásamt Sveinbirni Þorsteinssyni, verkefnastjóra hjá KR. KR Magnús Valur Böðvarsson hefur verið ráðinn vallastjóri hjá knattspyrnudeild KR. Þetta var tilkynnt á Twitter í gær þar sem Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá KR, handsalaði komu Magnúsar í Vesturbæinn. Magnús hefur undanfarin ár sinnt starfi vallarstjóra í Kópavogi en hann er menntaður grasvallafræðingur. Nam hann iðn sína í Skotlandi. Grasinu á Kópavogsvelli hefur eins og svo víða annars staðar verið skipt út fyrir gervigras. Helmingur liða í Pepsi Max deildinni spilar á gervigrasi í sumar. Magnús segir vistaskiptin tengjast breytingunum í Kópavogi að miklu leyti.Vill vera í grasinu „Ég vil vera þar sem menn eru með gras. Ég fann það bara síðustu mánuði að það var ekki sama ánægja hjá mér að mæta í vinnuna og verið hefur,“ segir Magnús sem hóf störf í Vesturbænum í dag. „Nú er maður mættur til starfa, að sinna grasinu og brosir allan hringinn.“ Hann kveður Kópavoginn með söknuði en stoltur af sínu starfi, bæði fyrir Breiðablik og HK. Hann segir það ekki svo að KR hafi stolið sér úr Kópavoginum. „Nei nei, þeir höfðu bara samband og voru að leita að vallarstjóra hjá sér. Við náðum að komast að samkomulagi.“ En lítur hann á það sem skref upp á við að fara af Kópavogsvelli og á KR-völlinn? „Þetta er allt önnur staða í raun og veru. Kópavogsvöllurinn var í rekstri hjá bænum en völlurinn virðist vera meira hjá klúbbnum hérna. Tækjalega séð var Kópavogsvöllur gríðarlega vel settur,“ segir Magnús. Aðkoma borgarinnar að þeim málum í Vesturbænum sé hins vegar ekki jafn mikil.KR hjartað byrjað að slá Hann ætlar sér stóra hluti með KR-svæðið sem samanstendur af keppnisvellinum við Kaplaskjólsveg, æfingagrassvæði sem er á stærð við tvo knattspyrnuvelli á milli íþróttahússins og Flyðrugranda og svo gervigrassvallarins auk grassvæðis við Starhaga, við enda Ægissíðu. „Ég ætla að gera fagmennskuna meiri,“ segir Magnús um störf sín í vallarmálum KR-inga. Það muni taka smá tíma en hann er nú þegar að verða svartur og hvítur. „KR hjartað er byrjað að slá. Er þetta ekki sigursælasti klúbbur í sögu landsins?“ Fyrsti leikur karlaliðs KR í deildinni verður á KR-vellinum sunnudaginn 5. maí. Konurnar taka á móti Val þann 8. maí.Vallarstjóri ársins árið 2018 er mættur til starfa, bjóðum hann velkominn @zicknut pic.twitter.com/Kvm6NJrQxx— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2019 Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
Magnús Valur Böðvarsson hefur verið ráðinn vallastjóri hjá knattspyrnudeild KR. Þetta var tilkynnt á Twitter í gær þar sem Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá KR, handsalaði komu Magnúsar í Vesturbæinn. Magnús hefur undanfarin ár sinnt starfi vallarstjóra í Kópavogi en hann er menntaður grasvallafræðingur. Nam hann iðn sína í Skotlandi. Grasinu á Kópavogsvelli hefur eins og svo víða annars staðar verið skipt út fyrir gervigras. Helmingur liða í Pepsi Max deildinni spilar á gervigrasi í sumar. Magnús segir vistaskiptin tengjast breytingunum í Kópavogi að miklu leyti.Vill vera í grasinu „Ég vil vera þar sem menn eru með gras. Ég fann það bara síðustu mánuði að það var ekki sama ánægja hjá mér að mæta í vinnuna og verið hefur,“ segir Magnús sem hóf störf í Vesturbænum í dag. „Nú er maður mættur til starfa, að sinna grasinu og brosir allan hringinn.“ Hann kveður Kópavoginn með söknuði en stoltur af sínu starfi, bæði fyrir Breiðablik og HK. Hann segir það ekki svo að KR hafi stolið sér úr Kópavoginum. „Nei nei, þeir höfðu bara samband og voru að leita að vallarstjóra hjá sér. Við náðum að komast að samkomulagi.“ En lítur hann á það sem skref upp á við að fara af Kópavogsvelli og á KR-völlinn? „Þetta er allt önnur staða í raun og veru. Kópavogsvöllurinn var í rekstri hjá bænum en völlurinn virðist vera meira hjá klúbbnum hérna. Tækjalega séð var Kópavogsvöllur gríðarlega vel settur,“ segir Magnús. Aðkoma borgarinnar að þeim málum í Vesturbænum sé hins vegar ekki jafn mikil.KR hjartað byrjað að slá Hann ætlar sér stóra hluti með KR-svæðið sem samanstendur af keppnisvellinum við Kaplaskjólsveg, æfingagrassvæði sem er á stærð við tvo knattspyrnuvelli á milli íþróttahússins og Flyðrugranda og svo gervigrassvallarins auk grassvæðis við Starhaga, við enda Ægissíðu. „Ég ætla að gera fagmennskuna meiri,“ segir Magnús um störf sín í vallarmálum KR-inga. Það muni taka smá tíma en hann er nú þegar að verða svartur og hvítur. „KR hjartað er byrjað að slá. Er þetta ekki sigursælasti klúbbur í sögu landsins?“ Fyrsti leikur karlaliðs KR í deildinni verður á KR-vellinum sunnudaginn 5. maí. Konurnar taka á móti Val þann 8. maí.Vallarstjóri ársins árið 2018 er mættur til starfa, bjóðum hann velkominn @zicknut pic.twitter.com/Kvm6NJrQxx— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2019
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira