Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. apríl 2019 18:30 Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja Sjálands, segir nauðsynlegt að efla baráttuna gegn hatursglæpum. Vísir/Friðrik „Það er hættulegt að spá fyrir um hlutina án þess að hafa öll sönnunargögn fyrir framan sig,“ segir Winston Peters, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Nýja Sjálands. Hann segir ekki tímabært að álykta um fullyrðingar stjórnvalda í Sri Lanka þess efnis að hryðjuverkaárásirnar þar í landi á páskadag kunni að hafa verið svar við hryðjuverkaárás hvíts öfgamanns á moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi í síðasta mánuði. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á Sri Lanka en þeim var beint gegn kaþólskum kirkjum og hótelum. „Þegar að við sjáum sönnunargögnin og þær ákærur sem gefnar verða út getum við dregið ályktun um það hvort að sú fullyrðing sé rétt eða röng.“ Ráðherrann er á Íslandi í opinberri heimsókn áður en hann mun heimsækja hin Norðurlöndin í kjölfarið. Nýja-Sjáland opnaði nýverið sendiráð í Stokkhólmi sem annast fyrirsvar gagnvart öllum norrænu ríkjunum. Peters kynnti sér í dag atvinnulíf á Suðurnesjum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra. Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi ráðherranna en hryðjuverkaárásin í Christchurch bar einnig á góma. „Ég notaði tækifærið aftur til að votta samúð mína út af því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er ein sú ógn sem steðjar að okkur. Við vorum ekki bara að sjá þær hörmungar á Nýja Sjálandi heldur erum við að koma nú frá þessum skelfilegu atburðum á Sri Lanka.“ Nýsálendingar hafa kallað eftir hnattrænu samtali um hvers kyns hatursglæpi í kjölfar Christchurch. Peters segir að árásin á Sri Lanka ítreki nauðsyn þess enn frekar. „Þið sjáið til dæmis hvað er að gerast á internetinu þessa dagana,“ segir Peters. „Ýmiskonar nettröll vaða uppi og illskuleg og fyrirlitleg hegðun þrífst þar. Heimsbyggðin þarf að koma saman og ákveða hvort það sé ásættanlegt eða ekki. Eftir Sri Lanka, það sem hefur verið að gerast undanfarnar 48 klukkustundir, þarf að tryggja það að ekki bara ákall Nýja Sjálands um aukið samtal heyrist heldur einnig ákall Sri Lanka. Öll ríki þurfa að koma saman, sama hver bakgrunnurinn er, og berjast fyrir friði og ásættanlegri hegðun í heiminum.“ Hryðjuverk á Srí Lanka Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Srí Lanka Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
„Það er hættulegt að spá fyrir um hlutina án þess að hafa öll sönnunargögn fyrir framan sig,“ segir Winston Peters, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Nýja Sjálands. Hann segir ekki tímabært að álykta um fullyrðingar stjórnvalda í Sri Lanka þess efnis að hryðjuverkaárásirnar þar í landi á páskadag kunni að hafa verið svar við hryðjuverkaárás hvíts öfgamanns á moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi í síðasta mánuði. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á Sri Lanka en þeim var beint gegn kaþólskum kirkjum og hótelum. „Þegar að við sjáum sönnunargögnin og þær ákærur sem gefnar verða út getum við dregið ályktun um það hvort að sú fullyrðing sé rétt eða röng.“ Ráðherrann er á Íslandi í opinberri heimsókn áður en hann mun heimsækja hin Norðurlöndin í kjölfarið. Nýja-Sjáland opnaði nýverið sendiráð í Stokkhólmi sem annast fyrirsvar gagnvart öllum norrænu ríkjunum. Peters kynnti sér í dag atvinnulíf á Suðurnesjum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra. Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi ráðherranna en hryðjuverkaárásin í Christchurch bar einnig á góma. „Ég notaði tækifærið aftur til að votta samúð mína út af því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er ein sú ógn sem steðjar að okkur. Við vorum ekki bara að sjá þær hörmungar á Nýja Sjálandi heldur erum við að koma nú frá þessum skelfilegu atburðum á Sri Lanka.“ Nýsálendingar hafa kallað eftir hnattrænu samtali um hvers kyns hatursglæpi í kjölfar Christchurch. Peters segir að árásin á Sri Lanka ítreki nauðsyn þess enn frekar. „Þið sjáið til dæmis hvað er að gerast á internetinu þessa dagana,“ segir Peters. „Ýmiskonar nettröll vaða uppi og illskuleg og fyrirlitleg hegðun þrífst þar. Heimsbyggðin þarf að koma saman og ákveða hvort það sé ásættanlegt eða ekki. Eftir Sri Lanka, það sem hefur verið að gerast undanfarnar 48 klukkustundir, þarf að tryggja það að ekki bara ákall Nýja Sjálands um aukið samtal heyrist heldur einnig ákall Sri Lanka. Öll ríki þurfa að koma saman, sama hver bakgrunnurinn er, og berjast fyrir friði og ásættanlegri hegðun í heiminum.“
Hryðjuverk á Srí Lanka Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Srí Lanka Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01