Handbolti

Steinunn: Erfitt þegar Íris er í þessum ham

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Steinunn í baráttunni í kvöld.
Steinunn í baráttunni í kvöld. vísir/vilhelm
Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, segir að allir leikmenn þurfi að stíga upp fyrir næsta leik eftir að Fram tapaði fyrsta leiknum gegn Val í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna.

„Við töpuðum þessu í fyrri hálfleik. Þær komu leiknum í 8 mörk og þá er þetta erfitt,“ sagði Steinunn en Valur náði mest átta marka forystu í fyrri hálfleik.

Fram skoraði fyrsta mark leiksins og komst þar í 0-1 en það var í eina skiptið sem þær voru í forystu. Steinunn segir það auðvitað erfitt að ætla að snúa leiknum við þegar þær hafa verið að elta allan leikinn gegn svona sterku liði eins og Val.

„Það er auðvitað erfitt að elta allan leikinn og sérstaklega erfitt þegar Íris (Björk Símonardóttir) er í þessum ham. Að fá á okkur 27 mörk er alltof mikið, við höfum ekki verið að fá á okkur svona mörg mörk gegn þeim í vetur svo við þurfum að skoða það.“

Það er nóg eftir segir Steinunn enda þarf að vinna þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Hún segir að allir leikmenn liðsins þurfi að stíga upp fyrir næsta leik ef ekki á illa að fara og bætir því við að engin hafi átt góðan leik í dag.

„Það er nóg eftir en við þurfum allar að stíga upp, það var engin stórkostleg hjá okkur í kvöld. Við þurfum því allar að gera betur. Þetta er bara erfitt þegar leikmenn ná sér ekki á strik og þetta verður ströggl.“ 

„Við reyndum að finna auðveld mörk sem voru ekki að koma hjá okkur svo þetta var erfitt,“ sagði Steinunn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×