Raforkutap á ári nemur afli Svartsengis Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2019 06:15 Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Á síðasta ári töpuðust um 400 gígavattstundir við flutning orku frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda. Er þetta aukning um 6,7 prósent frá árinu áður. Sverrir Jan Norðfjörð, formaður raforkuhóps orkuspárnefndar og framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, segir það áhyggjuefni að flutningstap aukist ár frá ári. „Það er áhugavert að sjá að flutningstapið sé að aukast. Vitaskuld munum við alltaf horfa upp á einhver flutningstöp í kerfinu, hjá því verður ekki komist,“ segir Sverrir Jan. „Hins vegar er flutningstapið núna jafn mikið og aflið úr Svartsengi svo þetta eru nokkuð stórar tölur.“ Svartsengisvirkjun er jarðvarmavirkjun sem framleiðir bæði hita og rafmagn. Hún framleiðir um 75 megavött af raforku árlega. Ástæður þess að við töpum svo mikilli orku að mati Sverris er að flutningskerfið er ekki nægilega í stakk búið til að takast á við þessa flutninga. Flutningi á orku í gegnum raflínur svipar til flutnings á fólki og vörum eftir þjóðvegum landsins. Sé flutningskerfið ekki nægilega gott er hætt við því að við missum verðmæti.Línumenn við störf á Haukadalsheiði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Við höfum verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt síðustu ár en höfum ekki staðið okkur nægilega vel að byggja upp flutningskerfið,“ segir Sverrir Jan og bætir við að á tímum umræðu um sóun verðmæta sé mikilvægt að horfa einnig til flutningstaps í raforkukerfinu. „Mikið hefur verið rætt um matarsóun og annað í þeim dúr þar sem keppst er við að nýta matvæli og vekja fólk til umhugsunar um þau verðmæti sem fara til spillis. Því þurfum við kannski að fara að horfa til raforkunnar einnig.“ Í fyrra nam framleiðsla raforku tæpum 20 þúsund gígavattstundum og jókst um 3,1 prósent frá fyrra ári. Til samanburðar er aukningin jafn mikil og öll notkun raforku á Suðurlandi. Notkun stórnotenda jókst um 2,6 prósent frá fyrra ári og almenn notkun jókst um 4,4 prósent. Því jókst flutningstapið hlutfallslega meira á síðasta ári en notkunin. Raforkuframleiðsla og notkun hefur breyst gríðarlega á öldinni. Á síðasta áratug hefur raforkuvinnsla aukist um 3.360 gígavattstundir sem jafngildir 80 prósentum af notkun allra heimila og almenns atvinnulífs. Að sama skapi er áætlað að notkun raforku aukist jafnt og þétt til ársins 2050. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Á síðasta ári töpuðust um 400 gígavattstundir við flutning orku frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda. Er þetta aukning um 6,7 prósent frá árinu áður. Sverrir Jan Norðfjörð, formaður raforkuhóps orkuspárnefndar og framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, segir það áhyggjuefni að flutningstap aukist ár frá ári. „Það er áhugavert að sjá að flutningstapið sé að aukast. Vitaskuld munum við alltaf horfa upp á einhver flutningstöp í kerfinu, hjá því verður ekki komist,“ segir Sverrir Jan. „Hins vegar er flutningstapið núna jafn mikið og aflið úr Svartsengi svo þetta eru nokkuð stórar tölur.“ Svartsengisvirkjun er jarðvarmavirkjun sem framleiðir bæði hita og rafmagn. Hún framleiðir um 75 megavött af raforku árlega. Ástæður þess að við töpum svo mikilli orku að mati Sverris er að flutningskerfið er ekki nægilega í stakk búið til að takast á við þessa flutninga. Flutningi á orku í gegnum raflínur svipar til flutnings á fólki og vörum eftir þjóðvegum landsins. Sé flutningskerfið ekki nægilega gott er hætt við því að við missum verðmæti.Línumenn við störf á Haukadalsheiði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Við höfum verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt síðustu ár en höfum ekki staðið okkur nægilega vel að byggja upp flutningskerfið,“ segir Sverrir Jan og bætir við að á tímum umræðu um sóun verðmæta sé mikilvægt að horfa einnig til flutningstaps í raforkukerfinu. „Mikið hefur verið rætt um matarsóun og annað í þeim dúr þar sem keppst er við að nýta matvæli og vekja fólk til umhugsunar um þau verðmæti sem fara til spillis. Því þurfum við kannski að fara að horfa til raforkunnar einnig.“ Í fyrra nam framleiðsla raforku tæpum 20 þúsund gígavattstundum og jókst um 3,1 prósent frá fyrra ári. Til samanburðar er aukningin jafn mikil og öll notkun raforku á Suðurlandi. Notkun stórnotenda jókst um 2,6 prósent frá fyrra ári og almenn notkun jókst um 4,4 prósent. Því jókst flutningstapið hlutfallslega meira á síðasta ári en notkunin. Raforkuframleiðsla og notkun hefur breyst gríðarlega á öldinni. Á síðasta áratug hefur raforkuvinnsla aukist um 3.360 gígavattstundir sem jafngildir 80 prósentum af notkun allra heimila og almenns atvinnulífs. Að sama skapi er áætlað að notkun raforku aukist jafnt og þétt til ársins 2050.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira