Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 13:56 Hermann Stefánsson forstjóri ÍSAM segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hafa búist við svo harðri gagnrýni. Vísir/hanna Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir í síðustu viku, hafa verið óheppilega tímasettan. Hann telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, líkt og hvatt hefur verið til í kjölfar tilkynningarinnar. Hækkanir ÍSAM eru breytilegar eftir vöruflokkum en í umræddum tölvupósti kom fram að þær tækju gildi, yrðu kjarasamningar samþykktir. Sumar vörur hækka um 1,9%, aðrar um 2,7% en mesta hækkunin nemur 3,9% á vörum hjá Ora og Fróni. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum.Óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma verðhækkanirnar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur til að mynda lýst verðhækkunum ÍSAM og annarra fyrirtækja sem ógeðfelldum.Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM.Mynd/AðsendHermann Stefánsson forstjóri ÍSAM, sem á Mylluna Ora og fleiri fyrirtæki, segist skilja hörð viðbrögð í garð fyrirtækisins vegna boðaðra verðhækkana. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki búist við svo harðri gagnrýni. „Ég skil viðbrögðin og ég sé núna að þetta var óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana.“Munu ekki endurskoða ákvörðunina Hann tekur fram að upphaflega tilkynningin hafi ekki verið yfirlýsing eða fréttatilkynning heldur hafi fyrirtækinu þótt sanngjarnt gagnvart viðskiptavinum sínum að láta þá vita af hækkununum með góðum fyrirvara. Samkeppnisstaða íslensks framleiðsluiðnaðar sé erfið. „Þess vegna er okkur nauðugur þessi kostur að hækka verð,“ segir Hermann. Fyrirtækið hefur ekki hugsað sér að endurskoða ákvörðun um hækkanirnar og munu þær taka gildi 1. maí næstkomandi eins og fyrirhugað var. Í morgun var svo greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefðu verið samþykktir. Hermann segir að það hafi verið löngu fyrirséð að samningarnir hefðu áhrif á verðlag í landinu. Vona að vörurnar verði ekki sniðgengnar Nokkuð hefur borið á því að neytendur séu hvattir til að sniðganga vörur ÍSAM og annarra fyrirtækja sem hafa boðað verðhækkanir. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokaði til dæmis ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin. Þá hvatti Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA einnig til sniðgöngu í færslu á Facebook um helgina. Hermann bindur vonir við að ekki verði gripið til slíkra aðgerða. „Við höfum séð hvað fólk segir og skrifar um að sniðganga vörur okkar, en vonum að fólk muni ekki gera það, enda teljum við hækkanir okkar hóflegar og ekki réttlæta svo hörð viðbrögð. Við störfum á samkeppnismarkaði og það er ljóst að ekki er eingöngu hægt að velta kostnaðarhækkununum út í verðlag. Við höfum eftir fremsta megni reynt að mæta kostnaðarhækkunum með aukinni hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum bæði á framleiðslusviði og meðal stjórnenda.“ Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir í síðustu viku, hafa verið óheppilega tímasettan. Hann telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, líkt og hvatt hefur verið til í kjölfar tilkynningarinnar. Hækkanir ÍSAM eru breytilegar eftir vöruflokkum en í umræddum tölvupósti kom fram að þær tækju gildi, yrðu kjarasamningar samþykktir. Sumar vörur hækka um 1,9%, aðrar um 2,7% en mesta hækkunin nemur 3,9% á vörum hjá Ora og Fróni. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum.Óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma verðhækkanirnar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur til að mynda lýst verðhækkunum ÍSAM og annarra fyrirtækja sem ógeðfelldum.Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM.Mynd/AðsendHermann Stefánsson forstjóri ÍSAM, sem á Mylluna Ora og fleiri fyrirtæki, segist skilja hörð viðbrögð í garð fyrirtækisins vegna boðaðra verðhækkana. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki búist við svo harðri gagnrýni. „Ég skil viðbrögðin og ég sé núna að þetta var óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana.“Munu ekki endurskoða ákvörðunina Hann tekur fram að upphaflega tilkynningin hafi ekki verið yfirlýsing eða fréttatilkynning heldur hafi fyrirtækinu þótt sanngjarnt gagnvart viðskiptavinum sínum að láta þá vita af hækkununum með góðum fyrirvara. Samkeppnisstaða íslensks framleiðsluiðnaðar sé erfið. „Þess vegna er okkur nauðugur þessi kostur að hækka verð,“ segir Hermann. Fyrirtækið hefur ekki hugsað sér að endurskoða ákvörðun um hækkanirnar og munu þær taka gildi 1. maí næstkomandi eins og fyrirhugað var. Í morgun var svo greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefðu verið samþykktir. Hermann segir að það hafi verið löngu fyrirséð að samningarnir hefðu áhrif á verðlag í landinu. Vona að vörurnar verði ekki sniðgengnar Nokkuð hefur borið á því að neytendur séu hvattir til að sniðganga vörur ÍSAM og annarra fyrirtækja sem hafa boðað verðhækkanir. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokaði til dæmis ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin. Þá hvatti Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA einnig til sniðgöngu í færslu á Facebook um helgina. Hermann bindur vonir við að ekki verði gripið til slíkra aðgerða. „Við höfum séð hvað fólk segir og skrifar um að sniðganga vörur okkar, en vonum að fólk muni ekki gera það, enda teljum við hækkanir okkar hóflegar og ekki réttlæta svo hörð viðbrögð. Við störfum á samkeppnismarkaði og það er ljóst að ekki er eingöngu hægt að velta kostnaðarhækkununum út í verðlag. Við höfum eftir fremsta megni reynt að mæta kostnaðarhækkunum með aukinni hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum bæði á framleiðslusviði og meðal stjórnenda.“
Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06