Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2019 19:00 Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. Tilfellum listeríusmits hefur fjölgað á undanförnum árum. Embætti landlæknis greindi frá því á dögum að kona á fimmtugsaldri, með undirliggjandi ónæmisbælingu, hafi veikst af listeríusýkingu í upphafi ársins og látist um hálfum mánuði síðar af völdum sýkingarinnar. Þetta er fyrsta dauðsfallið á þessu ári en í fyrra veiktust þrír og árið 2017 létust fjórir af þeim sjö sem veiktust. Sóttvarnarlæknir segir sjúkdóminn sjaldgæfan og að tilfellin komi séu í hrinum. „Þegar maður lítur nokkur ár aftur í tímann að þá virðist sem svo að þessum tilfellum sé að fjölga en þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar og þeir hafa tilhneigingu til að koma í hrinum. Gerist ekkert í einhver ár og svo koma þau nokkrum saman ein árin. En þeim gæti verið að fjölga já,” segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/BaldurNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitastNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitast og má þar nefna þungaðar konur og fólk á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Við ífarandi sýkingu getur bakterían borist út í blóðið og valdið blóðsýkingu, en einnig sækir hún í miðtaugakerfið og leiðir í þeim tilfellum til heilahimnubólgu. Einkenni geta í upphafi verið mismikil og lýst sér sem vanþrif og léleg matarlyst hjá nýfæddum börnum. Einkennin geta líka verið bráð með hita, höfuðverk, ógleði, uppköstum og alvarlegu blóðþrýstingsfalli. Konan sem lést á þessu ári hafði neytt reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfang. Við eftirlit Matvælastofnunnar fannst listeríusmit víða á starfstöð fyrirtækisins og var öll starfsemi stöðvuð í byrjun febrúar en hófst aftur, undir eftirliti undir lok sama mánaðar.Nú hefur neyslumynstur þjóðarinnar verið að breytast. Hrámeti er orðið vinsælla. Telur þú að fólk þurfi að hafa varan á? “Allur almenningur þarf í sjálfu sér ekki að gera það og þetta er ekki baktería sem að sýkir öllu jöfnu hraust fólk en það er fyrst og fremst þessi einstaklingar með ónæmisbælandi sjúkdóma og á ónæmisbælandi lyfjum og svo þungaðar konur sem að þurfa að huga að sínu mataræði,” segir Þórólfur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. Tilfellum listeríusmits hefur fjölgað á undanförnum árum. Embætti landlæknis greindi frá því á dögum að kona á fimmtugsaldri, með undirliggjandi ónæmisbælingu, hafi veikst af listeríusýkingu í upphafi ársins og látist um hálfum mánuði síðar af völdum sýkingarinnar. Þetta er fyrsta dauðsfallið á þessu ári en í fyrra veiktust þrír og árið 2017 létust fjórir af þeim sjö sem veiktust. Sóttvarnarlæknir segir sjúkdóminn sjaldgæfan og að tilfellin komi séu í hrinum. „Þegar maður lítur nokkur ár aftur í tímann að þá virðist sem svo að þessum tilfellum sé að fjölga en þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar og þeir hafa tilhneigingu til að koma í hrinum. Gerist ekkert í einhver ár og svo koma þau nokkrum saman ein árin. En þeim gæti verið að fjölga já,” segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/BaldurNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitastNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitast og má þar nefna þungaðar konur og fólk á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Við ífarandi sýkingu getur bakterían borist út í blóðið og valdið blóðsýkingu, en einnig sækir hún í miðtaugakerfið og leiðir í þeim tilfellum til heilahimnubólgu. Einkenni geta í upphafi verið mismikil og lýst sér sem vanþrif og léleg matarlyst hjá nýfæddum börnum. Einkennin geta líka verið bráð með hita, höfuðverk, ógleði, uppköstum og alvarlegu blóðþrýstingsfalli. Konan sem lést á þessu ári hafði neytt reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfang. Við eftirlit Matvælastofnunnar fannst listeríusmit víða á starfstöð fyrirtækisins og var öll starfsemi stöðvuð í byrjun febrúar en hófst aftur, undir eftirliti undir lok sama mánaðar.Nú hefur neyslumynstur þjóðarinnar verið að breytast. Hrámeti er orðið vinsælla. Telur þú að fólk þurfi að hafa varan á? “Allur almenningur þarf í sjálfu sér ekki að gera það og þetta er ekki baktería sem að sýkir öllu jöfnu hraust fólk en það er fyrst og fremst þessi einstaklingar með ónæmisbælandi sjúkdóma og á ónæmisbælandi lyfjum og svo þungaðar konur sem að þurfa að huga að sínu mataræði,” segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15