Handbolti

Díana Dögg: Þær vita aldrei hvenær við ætlum að keyra og hvenær ekki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Díana Dögg lék vel á báðum endum vallarins í dag.
Díana Dögg lék vel á báðum endum vallarins í dag. vísir/eyþór
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sex mörk þegar Valur bar sigurorð af Fram, 26-29, í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í dag.

„Liðsheildin skóp þennan sigur. Við lentum undir í seinni hálfleik en jöfnuðum á síðustu stundu. Við gefumst aldrei upp og það er ástæðan fyrir því að við erum komnar svona langt,“ sagði Díana við Vísi eftir leik.

Valskonur keyrðu grimmt í leiknum í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik, og freistuðu sér að koma sér í færi áður en Framarar náðu að stilla vörninni upp.

„Þær keyra eins og brjálæðingar á okkur. Við viljum keyra á þær en á milli viljum við slaka á. Þær vita aldrei hvort við ætlum að keyra eða drepa tempóið. Það er frábært þegar andstæðingurinn er óviss,“ sagði Díana.

Í framlengingunni var aldrei spurning hvorum meginn sigurinn myndi enda.

„Við erum með svo góða liðsheild. Ef ein finnur sig ekki kemur önnur og stígur upp. Við gerum þetta saman,“ sagði Díana.

Með sigri í þriðja leiknum á sunnudaginn verða Valskonur Íslandsmeistarar.

„Þær koma örugglega dýrvitlausar til leiks. Þær eru búnar að tapa tveimur leikjum í röð og eru ekki vanar því. Þetta hafa verið skemmtilegir leikir en ég get ekkert sagt til um hvað gerist í næsta leik,“ sagði Díana að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×