Gleymdu að samræma númeraplötur á stolna bílnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 06:58 Parið hafði stolið bíl og skipt út númeraplötum - en aðeins öðru megin. Getty/Westend61 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gær, sumardaginn fyrsta. Til að mynda hafði hún afskipti af brennuvargi í Breiðholti sem hafði tendrað heljarinnar bál í bakgarði sínum á sjötta tímanum. Hann var vinsamlegast beðinn um að slökkva eldinn, enda hafði hann ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi, og ætla má að hann muni halda sig framvegis við grillið það sem eftir lifir sumri. Parið sem stöðvað var í miðborginni á sjötta tímanum hafði hins vegar ekki kveikt neinn eld, svo vitað sé. Lögreglan sá hins vegar að bíllinn sem þau óku var ekki með samræmd skráningarnúmer að framan og aftan. Parið er því grunað um að hafa stolið bílnum, auk þess sem talið er að þau hafi ekið honum undir áhrifum fíkniefna. Að sama skapi var hvorugt þeirra með ökuréttindi. Um svipað leyti var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn í stigagangi í Breiðholti. Þar er hann sagður hafa verið í óleyfi, enda grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni. Hann var því handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.Heima meðan innbrotið stóð yfir Tveir útlendingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi upp úr miðnætti vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir eru jafnframt sagðir hafa dvalið ólöglega í landinu. Þeir hafa því varið nóttinni í fangaklefa meðan mál þeirra eru tekin til frekari skoðunar. Þá var lögreglan jafnframt kölluð að tveimur heimilum í Mosfellsbæ í gær. Brotist var inn í annað þeirra á öðrum tímanum í gær, á meðan húsráðendur voru heima, en áætlað er að innbrotsþjófurinn hafi brotið rúðu og klöngrast inn. Að sögn lögreglu var „mikið rótað og stolið verðmætum,“ án þess að það sé útskýrt frekar. Það var svo á áttunda tímunum sem karlmaður var handtekinn í Mosfellsbæ en hann er sagður grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann er talinn hafa veist að öðrum manni en ekki er hins vegar vitað um meiðsl þolandans. Árásarmaðurinn var engu að síður fluttur í fangaklefa. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Lögreglan hafði í nógu að snúast í gær, sumardaginn fyrsta. Til að mynda hafði hún afskipti af brennuvargi í Breiðholti sem hafði tendrað heljarinnar bál í bakgarði sínum á sjötta tímanum. Hann var vinsamlegast beðinn um að slökkva eldinn, enda hafði hann ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi, og ætla má að hann muni halda sig framvegis við grillið það sem eftir lifir sumri. Parið sem stöðvað var í miðborginni á sjötta tímanum hafði hins vegar ekki kveikt neinn eld, svo vitað sé. Lögreglan sá hins vegar að bíllinn sem þau óku var ekki með samræmd skráningarnúmer að framan og aftan. Parið er því grunað um að hafa stolið bílnum, auk þess sem talið er að þau hafi ekið honum undir áhrifum fíkniefna. Að sama skapi var hvorugt þeirra með ökuréttindi. Um svipað leyti var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn í stigagangi í Breiðholti. Þar er hann sagður hafa verið í óleyfi, enda grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni. Hann var því handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.Heima meðan innbrotið stóð yfir Tveir útlendingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi upp úr miðnætti vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir eru jafnframt sagðir hafa dvalið ólöglega í landinu. Þeir hafa því varið nóttinni í fangaklefa meðan mál þeirra eru tekin til frekari skoðunar. Þá var lögreglan jafnframt kölluð að tveimur heimilum í Mosfellsbæ í gær. Brotist var inn í annað þeirra á öðrum tímanum í gær, á meðan húsráðendur voru heima, en áætlað er að innbrotsþjófurinn hafi brotið rúðu og klöngrast inn. Að sögn lögreglu var „mikið rótað og stolið verðmætum,“ án þess að það sé útskýrt frekar. Það var svo á áttunda tímunum sem karlmaður var handtekinn í Mosfellsbæ en hann er sagður grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann er talinn hafa veist að öðrum manni en ekki er hins vegar vitað um meiðsl þolandans. Árásarmaðurinn var engu að síður fluttur í fangaklefa.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira