Tek fjölmargt jákvætt frá Hollandi Hjörvar Ólafsson skrifar 26. apríl 2019 12:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fréttablaðið/getty Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðsframherji í knattspyrnu, leikur í dag sinn síðasta leik í bili hið minnsta fyrir hollenska liðið PSV Eindhoven þegar liðið mætir Twente í toppslag hollensku úrvalsdeildarinnar. Berglind Björg gekk í raðir PSV ásamt samherja sínum hjá landsliðinu, Önnu Björk Kristjánsdóttur, í byrjun febrúar en Berglind kom á láni frá Breiðabliki. Berglind fékk draumabyrjun í sínum fyrsta leik en hún opnaði þar markareikning fyrir félagið en það er eina markið sem hún hefur skorað fyrir liðið. Hún hefur einungis leikið sex leiki á þeim þremur mánuðum sem hún hefur verið í herbúðum PSV. Þrátt fyrir það lítur hún jákvæðum augum á veru sína í Eindhoven og telur sig hafa bætt sig á þeim tíma sem hún hefur verið þar. Hún er spennt fyrir komandi tímum með Breiðabliki en hún kemur heim á morgun og verður klár í slaginn þegar Blikar leika við ÍBV í fyrstu umferð Pepsi Maxdeildarinnar á föstudaginn eftir slétta viku. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur fyrir mig. Það er bæði gaman og þroskandi að stíga út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt. Æfingarnar hér eru í háum gæðaflokki og ég tel mig hafa bætt mig og kem í mjög góðu líkamlegu formi inn í deildina heima,“ segir Berglind Björg um tíma sinn í Hollandi. „Ég byrjaði mjög vel og skoraði í mínum fyrsta leik og spilaði svolítið eftir það. Svo fór mínútum að fækka eftir að ég fór í landsliðsverkefnið um mánaðamótin febrúar-mars. Ég kom náttúrulega á miðju tímabili og á tíma þar sem liðinu hafði gengið vel. Þess vegna skil ég það vel að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri þótt ég hefði vissulega viljað spila meira,“ segir framherjinn um spiltíma sinn. „Deildin hérna er mjög misskipt þar sem þrjú efstu liðin eru í háum gæðaflokki en liðin þar fyrir neðan eru töluvert slakari. Toppslagirnir eru betri leikir en í deildinni heima en liðin þar fyrir neðan í svipuðum klassa og einhver slakari en liðin í Pepsi Max-deildinni,“ segir hún um hollensku úrvalsdeildina. „Það væri frábært að kveðja með því að spila og leggja mitt af mörkum í lokaleiknum. Ég hlakka svo mjög til þess að koma aftur heim og byrja að spila með Blikum á nýjan leik. Það stefnir í spennandi toppbaráttu í sumar og að deildin verði sterkari en í fyrra. Ég er mjög spennt og vildi frekar ná fyrsta leiknum með Breiðabliki en leiknum í lokaumferðinni með PSV,“ segir Berglind um framhaldið. „Forráðamenn PSV hafa rætt við mig um hvað ég ætli að gera næsta haust en ég ætla bara að bíða og sjá til. Ég veit að það verða þó nokkrar breytingar á leikmannahópnum eftir tímabilið. Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur utan á lán eftir að leiktíðinni lýkur hér heima næsta haust. Þá myndi ég hins vegar vilja vera í stærra hlutverki og spila meira,“ segir hún enn fremur um möguleikann á því að hún leiki aftur með PSV. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðsframherji í knattspyrnu, leikur í dag sinn síðasta leik í bili hið minnsta fyrir hollenska liðið PSV Eindhoven þegar liðið mætir Twente í toppslag hollensku úrvalsdeildarinnar. Berglind Björg gekk í raðir PSV ásamt samherja sínum hjá landsliðinu, Önnu Björk Kristjánsdóttur, í byrjun febrúar en Berglind kom á láni frá Breiðabliki. Berglind fékk draumabyrjun í sínum fyrsta leik en hún opnaði þar markareikning fyrir félagið en það er eina markið sem hún hefur skorað fyrir liðið. Hún hefur einungis leikið sex leiki á þeim þremur mánuðum sem hún hefur verið í herbúðum PSV. Þrátt fyrir það lítur hún jákvæðum augum á veru sína í Eindhoven og telur sig hafa bætt sig á þeim tíma sem hún hefur verið þar. Hún er spennt fyrir komandi tímum með Breiðabliki en hún kemur heim á morgun og verður klár í slaginn þegar Blikar leika við ÍBV í fyrstu umferð Pepsi Maxdeildarinnar á föstudaginn eftir slétta viku. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur fyrir mig. Það er bæði gaman og þroskandi að stíga út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt. Æfingarnar hér eru í háum gæðaflokki og ég tel mig hafa bætt mig og kem í mjög góðu líkamlegu formi inn í deildina heima,“ segir Berglind Björg um tíma sinn í Hollandi. „Ég byrjaði mjög vel og skoraði í mínum fyrsta leik og spilaði svolítið eftir það. Svo fór mínútum að fækka eftir að ég fór í landsliðsverkefnið um mánaðamótin febrúar-mars. Ég kom náttúrulega á miðju tímabili og á tíma þar sem liðinu hafði gengið vel. Þess vegna skil ég það vel að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri þótt ég hefði vissulega viljað spila meira,“ segir framherjinn um spiltíma sinn. „Deildin hérna er mjög misskipt þar sem þrjú efstu liðin eru í háum gæðaflokki en liðin þar fyrir neðan eru töluvert slakari. Toppslagirnir eru betri leikir en í deildinni heima en liðin þar fyrir neðan í svipuðum klassa og einhver slakari en liðin í Pepsi Max-deildinni,“ segir hún um hollensku úrvalsdeildina. „Það væri frábært að kveðja með því að spila og leggja mitt af mörkum í lokaleiknum. Ég hlakka svo mjög til þess að koma aftur heim og byrja að spila með Blikum á nýjan leik. Það stefnir í spennandi toppbaráttu í sumar og að deildin verði sterkari en í fyrra. Ég er mjög spennt og vildi frekar ná fyrsta leiknum með Breiðabliki en leiknum í lokaumferðinni með PSV,“ segir Berglind um framhaldið. „Forráðamenn PSV hafa rætt við mig um hvað ég ætli að gera næsta haust en ég ætla bara að bíða og sjá til. Ég veit að það verða þó nokkrar breytingar á leikmannahópnum eftir tímabilið. Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur utan á lán eftir að leiktíðinni lýkur hér heima næsta haust. Þá myndi ég hins vegar vilja vera í stærra hlutverki og spila meira,“ segir hún enn fremur um möguleikann á því að hún leiki aftur með PSV.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira