Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til að þrýsta á innköllun Sighvatur Jónsson skrifar 26. apríl 2019 12:30 Eigandi Ópal sjávarfangs segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun til að koma í veg fyrir frekari listeríusmit í vinnslu fyrirtækisins. Vísir/Egill Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til Ópal sjávarfangs um innköllun á vörum fyrirtækisins þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun eftir að staðfest hafði verið um listeríu í afurðum. Eigandi Ópal sjávarfangs segir að fylgst sé með framleiðslu fyrirtækisins í samstarfi við Matvælastofnun og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit. Eftir andlát 48 ára konu með undirliggjandi ónæmisbælingu vegna neyslu á listeríusýktum laxi frá Ópal sjávarfangi hefur fréttastofa fjallað nánar um skoðun Matvælastofnunar á vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði. Matvælastofnun gerði alvarlega athugasemd við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að listeríusmit var staðfest hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu sem Ópal sjávarfang sendi fjölmiðlum í gær kemur fram að fyrirtækið hafi innkallað grafinn lax úr öllum verslunum um leið og niðurstöður úr ræktun sýna lágu fyrir.Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun.Fréttablaðið/AntonEkki brugðist við innköllun Matvælastofnun upplýsti fyrirtækið um jákvæða greiningu listeríu í afurðum þess 4. febrúar. Þegar Ópal sjávarfang brást ekki við innköllun var fyrirtækinu send stjórnvaldsákvörðun um innköllun daginn eftir og andmælafrestur veittur til klukkan tólf á hádegi 6. febrúar. Tölvupóstur hafi borist frá lögfræðingi Ópal klukkan 11.26 um frekari frest til andmæla. Því hafi verið hafnað klukkan 11.57. Andmæli hafi borist frá fyrirtækinu klukkan 12.10. Stuttu síðar hafi Ópal sjávarfang fallist á innköllun á graflaxi. Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að á öllum stigum hafi málið verið unnið með Matvælastofnun.Kannastu við stjórnvaldsákvörðun frá Matvælastofnun um innköllun 5. febrúar? „Já, ég kannast við það.“Þannig að það kemur til ykkar deginum fyrir 6. febrúar til að ýta á innköllun vörunnar? „Já, það getur verið.“Þannig að það er ljóst að þið brugðust ekki strax við og þegar ykkur var tilkynnt um smitið? „Þetta voru mikil og hröð samskipti á milli. Ég tel að við höfum í öllu farið eftir og unnið með Matvælastofnun að því að leysa málið og stofna til innköllunar.“En ekki um leið og Matvælastofnun fór fram á það? „Ef það eru þarna gögn sem sýna annað þá get ég ekki mótmælt þeim, en ég hef ekki séð þau.“„Við framleiðum góðar vörur“ Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að fyrirtækið hafi sent tillögu að eftirliti eftir hreinsun sem Matvælastofnun hafi samþykkt. Það kerfi hafi reynst ágætlega og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit hjá fyrirtækinu. Sala hefur dregist saman hjá Ópal sjávarfangi eftir fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um listeríusmit hjá fyrirtækinu. „Við framleiðlum góðar vörur og gerum það af natni og þekkingu. Maður verður bara að taka því hvernig neytendur og markaðurinn bregst við,“ segir Birgir Sævar, eigandi fyrirtækisins.Viðtal við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra að neðan. Innköllun Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30 Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00 Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til Ópal sjávarfangs um innköllun á vörum fyrirtækisins þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun eftir að staðfest hafði verið um listeríu í afurðum. Eigandi Ópal sjávarfangs segir að fylgst sé með framleiðslu fyrirtækisins í samstarfi við Matvælastofnun og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit. Eftir andlát 48 ára konu með undirliggjandi ónæmisbælingu vegna neyslu á listeríusýktum laxi frá Ópal sjávarfangi hefur fréttastofa fjallað nánar um skoðun Matvælastofnunar á vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði. Matvælastofnun gerði alvarlega athugasemd við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að listeríusmit var staðfest hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu sem Ópal sjávarfang sendi fjölmiðlum í gær kemur fram að fyrirtækið hafi innkallað grafinn lax úr öllum verslunum um leið og niðurstöður úr ræktun sýna lágu fyrir.Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun.Fréttablaðið/AntonEkki brugðist við innköllun Matvælastofnun upplýsti fyrirtækið um jákvæða greiningu listeríu í afurðum þess 4. febrúar. Þegar Ópal sjávarfang brást ekki við innköllun var fyrirtækinu send stjórnvaldsákvörðun um innköllun daginn eftir og andmælafrestur veittur til klukkan tólf á hádegi 6. febrúar. Tölvupóstur hafi borist frá lögfræðingi Ópal klukkan 11.26 um frekari frest til andmæla. Því hafi verið hafnað klukkan 11.57. Andmæli hafi borist frá fyrirtækinu klukkan 12.10. Stuttu síðar hafi Ópal sjávarfang fallist á innköllun á graflaxi. Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að á öllum stigum hafi málið verið unnið með Matvælastofnun.Kannastu við stjórnvaldsákvörðun frá Matvælastofnun um innköllun 5. febrúar? „Já, ég kannast við það.“Þannig að það kemur til ykkar deginum fyrir 6. febrúar til að ýta á innköllun vörunnar? „Já, það getur verið.“Þannig að það er ljóst að þið brugðust ekki strax við og þegar ykkur var tilkynnt um smitið? „Þetta voru mikil og hröð samskipti á milli. Ég tel að við höfum í öllu farið eftir og unnið með Matvælastofnun að því að leysa málið og stofna til innköllunar.“En ekki um leið og Matvælastofnun fór fram á það? „Ef það eru þarna gögn sem sýna annað þá get ég ekki mótmælt þeim, en ég hef ekki séð þau.“„Við framleiðum góðar vörur“ Birgir Sævar Jóhannsson, eigandi Ópal sjávarfangs, segir að fyrirtækið hafi sent tillögu að eftirliti eftir hreinsun sem Matvælastofnun hafi samþykkt. Það kerfi hafi reynst ágætlega og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit hjá fyrirtækinu. Sala hefur dregist saman hjá Ópal sjávarfangi eftir fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um listeríusmit hjá fyrirtækinu. „Við framleiðlum góðar vörur og gerum það af natni og þekkingu. Maður verður bara að taka því hvernig neytendur og markaðurinn bregst við,“ segir Birgir Sævar, eigandi fyrirtækisins.Viðtal við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra að neðan.
Innköllun Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30 Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00 Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. 25. apríl 2019 12:30
Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00
Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00