Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 26. apríl 2019 22:34 Borche var brattur en svekktur í kvöld. vísir/daníel ÍR töpuðu 73-86 fyrir KR í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Dominos deild karla í kvöld. ÍR vann fyrsta leikinn á útivelli en töpuðu í kvöld á heimavelli svo staðan í einvíginu er 1-1. „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
ÍR töpuðu 73-86 fyrir KR í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Dominos deild karla í kvöld. ÍR vann fyrsta leikinn á útivelli en töpuðu í kvöld á heimavelli svo staðan í einvíginu er 1-1. „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45