Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 26. apríl 2019 22:34 Borche var brattur en svekktur í kvöld. vísir/daníel ÍR töpuðu 73-86 fyrir KR í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Dominos deild karla í kvöld. ÍR vann fyrsta leikinn á útivelli en töpuðu í kvöld á heimavelli svo staðan í einvíginu er 1-1. „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik Sjá meira
ÍR töpuðu 73-86 fyrir KR í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Dominos deild karla í kvöld. ÍR vann fyrsta leikinn á útivelli en töpuðu í kvöld á heimavelli svo staðan í einvíginu er 1-1. „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45