Meirihluti andsnúinn því að kæra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2019 10:37 Trump hefur lýst Mueller-skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir sig. Meirihluti landsmanna telur hann hins vegar hafa logið um efni rannsóknarinnar. Vísir/EPA Flestir Bandaríkjamenn eru mótfallnir því að Bandaríkjaþing kæri Donald Trump forseta fyrir embættisbrot nú þegar niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu liggja fyrir. Engu að síður telur meirihluti þeirra að forsetinn hafi logið að almenningi um rannsóknina. Skýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Hún fjallar einnig um tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller sýndi ekki fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa þó að hann hafi skráð fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók hann ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar en lýsti þess í stöð fjölda atvika sem túlka mætti þannig. Í skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segjast 56% nú andsnúin því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings byrji að undirbúa kæru gegn forsetanum fyrir embættisbrot en 37% segjast því fylgjandi. Afstaða svarenda í könnuninni einkennist af miklum flokkadráttum. Sex af hverjum tíu demókrötum vilja að forsetinn verði kærður en níu af hverjum tíu repúblikönum eru því mótfallnir. Af óháðum kjósendum eru sex af hverjum tíu á móti kæru og hefur þeim fjölgað frá sambærilegri könnun í janúar. Engu að síður telur meirihluti svarenda að Trump forseti hafi logið um efni sem rannsóknin beindist að, um sex af hverjum tíu. Níu af hverjum tíu demókrötum telja forsetann hafa sagt ósatt, sex af hverjum tíu óháðum kjósendum en aðeins tveir af hverjum tíu repúblikönum. Vinsældir Trump mælast nú 39% í könnuninni sem Washington Post segir að sé tölfræðilega ómarktæk breyting frá því í janúar. Á meðal skráðra kjósenda segjast 42% ánægð með störf forsetans en 54% óánægð. Nærri því sex af hverjum tíu svarendum segja að skýrsla Mueller hafi ekki breytt afstöðu þeirra til ríkisstjórn Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Flestir Bandaríkjamenn eru mótfallnir því að Bandaríkjaþing kæri Donald Trump forseta fyrir embættisbrot nú þegar niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu liggja fyrir. Engu að síður telur meirihluti þeirra að forsetinn hafi logið að almenningi um rannsóknina. Skýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Hún fjallar einnig um tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller sýndi ekki fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa þó að hann hafi skráð fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók hann ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar en lýsti þess í stöð fjölda atvika sem túlka mætti þannig. Í skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segjast 56% nú andsnúin því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings byrji að undirbúa kæru gegn forsetanum fyrir embættisbrot en 37% segjast því fylgjandi. Afstaða svarenda í könnuninni einkennist af miklum flokkadráttum. Sex af hverjum tíu demókrötum vilja að forsetinn verði kærður en níu af hverjum tíu repúblikönum eru því mótfallnir. Af óháðum kjósendum eru sex af hverjum tíu á móti kæru og hefur þeim fjölgað frá sambærilegri könnun í janúar. Engu að síður telur meirihluti svarenda að Trump forseti hafi logið um efni sem rannsóknin beindist að, um sex af hverjum tíu. Níu af hverjum tíu demókrötum telja forsetann hafa sagt ósatt, sex af hverjum tíu óháðum kjósendum en aðeins tveir af hverjum tíu repúblikönum. Vinsældir Trump mælast nú 39% í könnuninni sem Washington Post segir að sé tölfræðilega ómarktæk breyting frá því í janúar. Á meðal skráðra kjósenda segjast 42% ánægð með störf forsetans en 54% óánægð. Nærri því sex af hverjum tíu svarendum segja að skýrsla Mueller hafi ekki breytt afstöðu þeirra til ríkisstjórn Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira